Skortur á húsnæði hamlar vexti í Bláskógabyggð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. maí 2018 20:45 Skortur á íbúðahúsnæði hefur hamlað fjölgun íbúa segir oddviti Þ-listans í Bláskógabyggð. Oddviti nýs framboðs í sveitarfélaginu segir vanta fjölskylduvæna uppbyggingarstefnu og vill aukið íbúasamráð að loknum sveitarstjórnarkosningum. Fyrir fimm árum voru íbúar í Bláskógabyggð rétt tæplega níu hundruð en á fáum árum hefur þeim fjölgað hratt. Í Bláskógabyggð búa um ellefu hundruð manns. Eitt aðal málið fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar er skortur á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu. „Hann er klárlega til staðar. Hvernig á að greina hann hvar hann liggur, ég veit það ekki en ég held að sveitarfélagið hefur átt nægt lóðaframboð og jafnvel vitlausar týpur af lóðum,“ segir Óttar Bragi Þráinsson, oddviti Þ-listans, sem er í minnuhluta í sveitarstjórn Bláskógabyggðar.Óttar Bragi Þráinsson, oddviti Þ-listans.Mynd/Stöð 2Eruð þið að missa frá ykkur fólk vegna húsnæðisskorts? „Nei, ég segi það nú kannski ekki, en það mundi fjölga meira hugsa ég ef það væri meira húsnæði í boði,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti í núverandi sveitarstjórn Bláskógabyggðar og oddviti T-listans.Helgi Kjartansson, oddviti í núverandi sveitarstjórn Bláskógabyggðar og oddviti T-listans.Mynd/Stöð 2Oddviti Nýs afls, sem býður fram í fyrsta skipi, segir vanta fjölskylduvæna uppbyggingarstefnu í sveitarfélaginu. „Unga fólkið vill flytja heim og fær ekki tækifæri til þess. Það vantar, eins og hér á Laugarvatni, byggingarlóðir,“ segir Jón Snæbjörnsson, oddviti Nýs afls í Bláskógabyggð. Oddviti núverandi meirihluta segir möguleika á stofnun sjálfseignarfélags til þess að fjölga leiguíbúðum, haldi listinn meirihluta á komandi kjörtímabili. „Þar sem að sveitarfélagið kæmi að þessu með örlitlum hætti og svo er það ríkið og Íbúðalánasjóður,“ segir Helgi.Jón Snæbjörnsson, oddviti Nýs afls í Bláskógabyggð.Mynd/stöð 2„Það skiptir máli að eiga raðhúsa- og parhúsalóðir og fyrir litlar eignir. Það hefur bara ekki verið til. Lóðirnar sem eru byggilegar í dag í sveitarfélaginu í þéttbýli eru í Laugarási,“ segir Óttar. Oddviti Nýs afls vill aukið samráð við íbúa, stofnun hverfisráða og skapa framtíðarsýn sem unnið er eftir. „Mér finnst vera kominn tími á að verkefnin fái að tala. Koma af stað framkvæmdum,“ segir Jón. Unnið er að breytingu á deiliskipulagi í Reykholti en þeirri vinnu er ekki hægt að ljúka fyrr en aðalskipulag hafi verið afgreitt frá Skipulagsstofnun. Í breyttu deiliskipulagi eru fjölgun lóða. „Það er forsendan fyrir aukinni búsetu. En síðan er mynstrið að breytast líka í þjóðfélaginu. Fólki finnst orðið eðlilegra að keyra svolitla vegalengd til vinnu, þannig að atvinnusvæðið hefur stækkað og það er jafnvel bara jákvætt líka,“ segir Óttar. Kosningar 2018 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Skortur á íbúðahúsnæði hefur hamlað fjölgun íbúa segir oddviti Þ-listans í Bláskógabyggð. Oddviti nýs framboðs í sveitarfélaginu segir vanta fjölskylduvæna uppbyggingarstefnu og vill aukið íbúasamráð að loknum sveitarstjórnarkosningum. Fyrir fimm árum voru íbúar í Bláskógabyggð rétt tæplega níu hundruð en á fáum árum hefur þeim fjölgað hratt. Í Bláskógabyggð búa um ellefu hundruð manns. Eitt aðal málið fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar er skortur á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu. „Hann er klárlega til staðar. Hvernig á að greina hann hvar hann liggur, ég veit það ekki en ég held að sveitarfélagið hefur átt nægt lóðaframboð og jafnvel vitlausar týpur af lóðum,“ segir Óttar Bragi Þráinsson, oddviti Þ-listans, sem er í minnuhluta í sveitarstjórn Bláskógabyggðar.Óttar Bragi Þráinsson, oddviti Þ-listans.Mynd/Stöð 2Eruð þið að missa frá ykkur fólk vegna húsnæðisskorts? „Nei, ég segi það nú kannski ekki, en það mundi fjölga meira hugsa ég ef það væri meira húsnæði í boði,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti í núverandi sveitarstjórn Bláskógabyggðar og oddviti T-listans.Helgi Kjartansson, oddviti í núverandi sveitarstjórn Bláskógabyggðar og oddviti T-listans.Mynd/Stöð 2Oddviti Nýs afls, sem býður fram í fyrsta skipi, segir vanta fjölskylduvæna uppbyggingarstefnu í sveitarfélaginu. „Unga fólkið vill flytja heim og fær ekki tækifæri til þess. Það vantar, eins og hér á Laugarvatni, byggingarlóðir,“ segir Jón Snæbjörnsson, oddviti Nýs afls í Bláskógabyggð. Oddviti núverandi meirihluta segir möguleika á stofnun sjálfseignarfélags til þess að fjölga leiguíbúðum, haldi listinn meirihluta á komandi kjörtímabili. „Þar sem að sveitarfélagið kæmi að þessu með örlitlum hætti og svo er það ríkið og Íbúðalánasjóður,“ segir Helgi.Jón Snæbjörnsson, oddviti Nýs afls í Bláskógabyggð.Mynd/stöð 2„Það skiptir máli að eiga raðhúsa- og parhúsalóðir og fyrir litlar eignir. Það hefur bara ekki verið til. Lóðirnar sem eru byggilegar í dag í sveitarfélaginu í þéttbýli eru í Laugarási,“ segir Óttar. Oddviti Nýs afls vill aukið samráð við íbúa, stofnun hverfisráða og skapa framtíðarsýn sem unnið er eftir. „Mér finnst vera kominn tími á að verkefnin fái að tala. Koma af stað framkvæmdum,“ segir Jón. Unnið er að breytingu á deiliskipulagi í Reykholti en þeirri vinnu er ekki hægt að ljúka fyrr en aðalskipulag hafi verið afgreitt frá Skipulagsstofnun. Í breyttu deiliskipulagi eru fjölgun lóða. „Það er forsendan fyrir aukinni búsetu. En síðan er mynstrið að breytast líka í þjóðfélaginu. Fólki finnst orðið eðlilegra að keyra svolitla vegalengd til vinnu, þannig að atvinnusvæðið hefur stækkað og það er jafnvel bara jákvætt líka,“ segir Óttar.
Kosningar 2018 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira