Umdeild ráðstefna á Grand hótel blásin af Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2018 12:51 Tommy Robinson mætti ekki til Íslands í morgun eins og til stóð. Sprungið dekk og mögulegt dauðsfall í fjölskyldu Tommy Robinson verður til þess að ekkert verður af ráðstefnu Robinson á Grand Hóteli í kvöld. Skipuleggjandi greip í tómt þegar hann renndu suður á Keflavíkurflugvöll í morgun þar sem hann átti von á að Robinson biði hans. Robinson er aðgerðarsinni sem vakið hefur töluverða athygli vegna skoðana sinna á múslimum. Fjallar hann á eigin forsendum um hættuna sem hann telur fylgja islam og baráttuna fyrir málfrelsi. Hann þvertekur fyrir að vera hægriöfgamaður sem er þó titill sem allajafna er notaður þegar fjallað er um hann. Fjölmenningin, vandamál og lausnir, var yfirskrift ráðstefnunnar en í auglýsingu sagði:Breski aðgerðasinninn og rithöfundurinn Tommy Robinson flytur erindi um þær áskoranir og vandamál sem fjölmenningin í Evrópu hefur framkallað og hvernig greiða mætti úr málum öllum til hagsbóta. Ráðstefnugestum gefst kostur á að spyrja Tommy spurninga og síðan verða pallborðsumræður. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Nú er ljóst að ekkert verður af ráðstefnunni.Salurinn hætti við Ágúst Borgþór Sverrisson, blaðamaður DV, hefur fjallað nokkuð um komu Robison undanfarnar vikur á DV. Upphaflega átti ráðstefnan að fara fram í Salnum í Kópavogi þann 18. maí en staðsetningu og tímasetningu var breytt eftir að Salurinn tók viðburðinn af dagskrá. Sigurfreyr Jónsson, talsmaður Vakurs - Samtök um evrópska menningu sem stóð að komu Robinson, taldi ákvörðunina eiga sér pólitískar orsakir. Fyrir það þvertók forsvarskona Salarins. Úr varð að Grand Hótel var bókað fyrir kvöldið í kvöld. Kom skýrt fram í auglýsingu fyrir kvöldið að töskur og bakpokar væru ekki leyfð í salnum og sömuleiðis ekki ljósmyndataka. Ókeypis átti að vera á viðburðinn þar sem styrktaraðilar lögðu hönd á plóg eftir því sem fram kemur í umfjöllun DV. Hafa þau Sigurfreyr og Margrét Friðriksdóttir, frumkvöðlafræðingur sem vakið hefur athygli fyrir harðar skoðanir sínar á múslimum, auglýst viðburðinn.Gústaf Níelson, sagnfræðingur og fyrrverandi frambjóðandi hjá Íslensku þjóðfylkingunni, er einn þeirra sem var spenntur fyrir komu Robinson til landsins.Andmælendur vildu ekki mæta Babb kom í bátinn í gær þegar Sigurfreyr upplýsti að ekkert yrði af pallborðsumræðum á Grand hótel þar sem enginn gangrýnandi Robinson, af fjölmörgum sem Sigufreyr hefði haft samband við, hefði þekkst boðið. „Enginn af þeim 11 manna hópi sem haft var samband við sem hugsanlegir andmælendur Tommy Robinson sáu sér fært að mæta. Sum þeirra sem rætt var við höfðu haft stór orð um Tommy Robinson, en þegar þeim var boðið að mæta honum í rökræðum treystu þau sér ekki til þess,“ sagði Sigurfreyr. Í morgun rann upp ráðstefnudagurinn sjálfur og auglýsti Margrét viðburðinn á tólfta tímanum í morgun í Stjórnmálaspjallinu á Facebook. Um svipað leyti staðfesti Sigufreyr að ekkert yrði af ráðstefnunni vegna fjarveru Robinson.Viðar Þorsteinsson, heimspekingur, og Ágúst Borgþór, blaðamaður DV, ræddu um komu Robinson í Harmageddon á dögunum.Sprungið dekk eða dauðsfall? „Aðstoðarmaður hans hafði samband við okkur í gær og sagði okkur að það hefði sprungið dekk á bílnum þeirra á leið upp á flugvöll og þeir ekki hafa viljað skilja bílinn eftir og þess vegna misstu þeir af fluginu,“ sagði Sigurfreyr við DV í morgun. Annað flug hafi verið bókað og von verið á Robinson til landsins í morgun. Í Keflavík greip Sigurfreyr í tómt og hélt heim eftir tveggja tíma bið. Segist Sigurfreyr hafa fengið þau svör að Robinson kæmi ekki vegna dauðsfalls í fjölskyldunni. „Ég vil vita hver dó,“ segir Sigurfreyr við DV og virðist efins um svör aðstoðarmanns Robinson. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Sprungið dekk og mögulegt dauðsfall í fjölskyldu Tommy Robinson verður til þess að ekkert verður af ráðstefnu Robinson á Grand Hóteli í kvöld. Skipuleggjandi greip í tómt þegar hann renndu suður á Keflavíkurflugvöll í morgun þar sem hann átti von á að Robinson biði hans. Robinson er aðgerðarsinni sem vakið hefur töluverða athygli vegna skoðana sinna á múslimum. Fjallar hann á eigin forsendum um hættuna sem hann telur fylgja islam og baráttuna fyrir málfrelsi. Hann þvertekur fyrir að vera hægriöfgamaður sem er þó titill sem allajafna er notaður þegar fjallað er um hann. Fjölmenningin, vandamál og lausnir, var yfirskrift ráðstefnunnar en í auglýsingu sagði:Breski aðgerðasinninn og rithöfundurinn Tommy Robinson flytur erindi um þær áskoranir og vandamál sem fjölmenningin í Evrópu hefur framkallað og hvernig greiða mætti úr málum öllum til hagsbóta. Ráðstefnugestum gefst kostur á að spyrja Tommy spurninga og síðan verða pallborðsumræður. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Nú er ljóst að ekkert verður af ráðstefnunni.Salurinn hætti við Ágúst Borgþór Sverrisson, blaðamaður DV, hefur fjallað nokkuð um komu Robison undanfarnar vikur á DV. Upphaflega átti ráðstefnan að fara fram í Salnum í Kópavogi þann 18. maí en staðsetningu og tímasetningu var breytt eftir að Salurinn tók viðburðinn af dagskrá. Sigurfreyr Jónsson, talsmaður Vakurs - Samtök um evrópska menningu sem stóð að komu Robinson, taldi ákvörðunina eiga sér pólitískar orsakir. Fyrir það þvertók forsvarskona Salarins. Úr varð að Grand Hótel var bókað fyrir kvöldið í kvöld. Kom skýrt fram í auglýsingu fyrir kvöldið að töskur og bakpokar væru ekki leyfð í salnum og sömuleiðis ekki ljósmyndataka. Ókeypis átti að vera á viðburðinn þar sem styrktaraðilar lögðu hönd á plóg eftir því sem fram kemur í umfjöllun DV. Hafa þau Sigurfreyr og Margrét Friðriksdóttir, frumkvöðlafræðingur sem vakið hefur athygli fyrir harðar skoðanir sínar á múslimum, auglýst viðburðinn.Gústaf Níelson, sagnfræðingur og fyrrverandi frambjóðandi hjá Íslensku þjóðfylkingunni, er einn þeirra sem var spenntur fyrir komu Robinson til landsins.Andmælendur vildu ekki mæta Babb kom í bátinn í gær þegar Sigurfreyr upplýsti að ekkert yrði af pallborðsumræðum á Grand hótel þar sem enginn gangrýnandi Robinson, af fjölmörgum sem Sigufreyr hefði haft samband við, hefði þekkst boðið. „Enginn af þeim 11 manna hópi sem haft var samband við sem hugsanlegir andmælendur Tommy Robinson sáu sér fært að mæta. Sum þeirra sem rætt var við höfðu haft stór orð um Tommy Robinson, en þegar þeim var boðið að mæta honum í rökræðum treystu þau sér ekki til þess,“ sagði Sigurfreyr. Í morgun rann upp ráðstefnudagurinn sjálfur og auglýsti Margrét viðburðinn á tólfta tímanum í morgun í Stjórnmálaspjallinu á Facebook. Um svipað leyti staðfesti Sigufreyr að ekkert yrði af ráðstefnunni vegna fjarveru Robinson.Viðar Þorsteinsson, heimspekingur, og Ágúst Borgþór, blaðamaður DV, ræddu um komu Robinson í Harmageddon á dögunum.Sprungið dekk eða dauðsfall? „Aðstoðarmaður hans hafði samband við okkur í gær og sagði okkur að það hefði sprungið dekk á bílnum þeirra á leið upp á flugvöll og þeir ekki hafa viljað skilja bílinn eftir og þess vegna misstu þeir af fluginu,“ sagði Sigurfreyr við DV í morgun. Annað flug hafi verið bókað og von verið á Robinson til landsins í morgun. Í Keflavík greip Sigurfreyr í tómt og hélt heim eftir tveggja tíma bið. Segist Sigurfreyr hafa fengið þau svör að Robinson kæmi ekki vegna dauðsfalls í fjölskyldunni. „Ég vil vita hver dó,“ segir Sigurfreyr við DV og virðist efins um svör aðstoðarmanns Robinson.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira