Arion verði fyrsti íslenski bankinn á Nasdaq frá hruni Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 17. maí 2018 12:16 Útboðið hefur verið í undirbúningi í nokkurn tíma og miðar meðal annars að dreifingu eignarhalds innlendra og erlendra fjárfesta Vísir/stefán Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréfin í kauphöllum á Íslandi og Svíþjóð. Stjórnendur bankans segjast sannfærðir um að nú sé rétti tíminn til að taka næsta skref í þróun fyrirtækisins. Samkvæmt tilkynningu sem Arion banki sendi frá sér í morgun er stefnt að því að skráning hlutabréfa í bankanum fari fram hjá Nasdaq í Reykjavík og Stokkhólmi á fyrri hluta ársins. Það er að því gefnu að lagaskilyrði séu uppfyllt og markaðsaðstæður leyfi. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að þetta hafi átt sér nokkurn aðdraganda. „Bankinn hefur náttúrulega verið að vinna að þessu um nokkuð skeið,“ segir Höskuldur. „Það er ljóst að það hafa staðið fyrir dyrum breytingar á eignarhaldi bankans og ákveðin skref hafa verið tekin á undanförnu ári. Við höfum verið að stefna að alþjóðlegri skráningu bankans.“ Hann segir að Svíþjóð sé góður valkostur í þessu samhengi. „Við höfum haft þá sýn að það væri æskilegt að bankinn væri í dreifðu eignarhaldi innlendra og erlendra fjárfesta,“ segir Höskuldur. „Við höfum skoðað valkosti í þeim efnum og fljótlega hverfðist þetta um skandinavískar kauphallir. Niðurstaðan varð síðan að stefna á skráningu í sænku kauphöllina sem við teljum að henti vel okkar banka.“ Sem fyrr segir er skráningin háð ákveðnum lagaskilyrðum. „Nú er auðvitað búin að eiga sér stað mikil og ítarleg undirbúningsvinna með öllum sem að þessu koma; eftirlitsaðilum kauphallanna í Stokkhólmi og á Íslandi,“ segir Höskuldur. „Út af reglum sem gilda um svona almenn útboð get ég ekki sagt mikið um okkar ferli. Almennt er þetta þó þannig að það kemur skráningarlýsing nokkrum vikum eftir formlega tilkynningu eins og þá sem við erum nú búin að gefa út.“ Arion banki verður fyrsti íslenski bankinn til að vera skráður á aðalmarkaði Nasdaq frá hruninu 2008. Tengdar fréttir Gengið frá samkomulagi um forkaupsréttinn Samkomulag um endurskoðun á umræddum forkaupsrétti náðist um síðustu helgi. 10. maí 2018 14:30 Arion banki á markað á næstu vikum Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréf í bankanum í kauphöll á Íslandi og í Svíþjóð. 17. maí 2018 07:33 Starfsfólk Arion banka fær hlutabréf í bankanum fari hann á markað Fari Arion banki á markað á árinu mun starfsfólk hans fá hlutabréf í bankanum, en um 850 manns starfa hjá bankanum. 9. maí 2018 17:47 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréfin í kauphöllum á Íslandi og Svíþjóð. Stjórnendur bankans segjast sannfærðir um að nú sé rétti tíminn til að taka næsta skref í þróun fyrirtækisins. Samkvæmt tilkynningu sem Arion banki sendi frá sér í morgun er stefnt að því að skráning hlutabréfa í bankanum fari fram hjá Nasdaq í Reykjavík og Stokkhólmi á fyrri hluta ársins. Það er að því gefnu að lagaskilyrði séu uppfyllt og markaðsaðstæður leyfi. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að þetta hafi átt sér nokkurn aðdraganda. „Bankinn hefur náttúrulega verið að vinna að þessu um nokkuð skeið,“ segir Höskuldur. „Það er ljóst að það hafa staðið fyrir dyrum breytingar á eignarhaldi bankans og ákveðin skref hafa verið tekin á undanförnu ári. Við höfum verið að stefna að alþjóðlegri skráningu bankans.“ Hann segir að Svíþjóð sé góður valkostur í þessu samhengi. „Við höfum haft þá sýn að það væri æskilegt að bankinn væri í dreifðu eignarhaldi innlendra og erlendra fjárfesta,“ segir Höskuldur. „Við höfum skoðað valkosti í þeim efnum og fljótlega hverfðist þetta um skandinavískar kauphallir. Niðurstaðan varð síðan að stefna á skráningu í sænku kauphöllina sem við teljum að henti vel okkar banka.“ Sem fyrr segir er skráningin háð ákveðnum lagaskilyrðum. „Nú er auðvitað búin að eiga sér stað mikil og ítarleg undirbúningsvinna með öllum sem að þessu koma; eftirlitsaðilum kauphallanna í Stokkhólmi og á Íslandi,“ segir Höskuldur. „Út af reglum sem gilda um svona almenn útboð get ég ekki sagt mikið um okkar ferli. Almennt er þetta þó þannig að það kemur skráningarlýsing nokkrum vikum eftir formlega tilkynningu eins og þá sem við erum nú búin að gefa út.“ Arion banki verður fyrsti íslenski bankinn til að vera skráður á aðalmarkaði Nasdaq frá hruninu 2008.
Tengdar fréttir Gengið frá samkomulagi um forkaupsréttinn Samkomulag um endurskoðun á umræddum forkaupsrétti náðist um síðustu helgi. 10. maí 2018 14:30 Arion banki á markað á næstu vikum Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréf í bankanum í kauphöll á Íslandi og í Svíþjóð. 17. maí 2018 07:33 Starfsfólk Arion banka fær hlutabréf í bankanum fari hann á markað Fari Arion banki á markað á árinu mun starfsfólk hans fá hlutabréf í bankanum, en um 850 manns starfa hjá bankanum. 9. maí 2018 17:47 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Gengið frá samkomulagi um forkaupsréttinn Samkomulag um endurskoðun á umræddum forkaupsrétti náðist um síðustu helgi. 10. maí 2018 14:30
Arion banki á markað á næstu vikum Arion banki hyggst efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum auk þess sem ætlunin er að skrá hlutabréf í bankanum í kauphöll á Íslandi og í Svíþjóð. 17. maí 2018 07:33
Starfsfólk Arion banka fær hlutabréf í bankanum fari hann á markað Fari Arion banki á markað á árinu mun starfsfólk hans fá hlutabréf í bankanum, en um 850 manns starfa hjá bankanum. 9. maí 2018 17:47