Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Kristján Már Unnarsson skrifar 17. maí 2018 12:45 Pétur G. Markan, formaður Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga. Stöð 2 Pétur G. Markan, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef fjörutíu þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. Rætt var við Pétur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Í grein í Bæjarins besta segir sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, Pétur Markan, að nýjustu vendingar í Árneshreppi á Ströndum séu gróft inngrip í kosningaferli, sem allir sveitarstjórnarmenn hljóti að fordæma. Sem formaður Fjórðungssambandsins, sem nú er runnið inn í Vestfjarðastofu, er Pétur helsti talsmaður Vestfirðinga: „Þetta er aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags, sem er sennilega það helgasta sem hvert sveitarfélag heldur á. Þannig að þetta eru alvarlegir atburðir. Og það eru ekki bara sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum, - ég held að allir sveitarstjórnarmenn séu hugsi þessa dagana og horfa til síns eigin sveitarfélags og hugsa með hryllingi ef þetta væri mögulegt," segir Pétur í viðtalinu á Bylgjunni. Herlög hafi verið sett á fyrir minna „Ég hugsa að það færi um Reykvíkinga ef það yrðu fjörutíu þúsund málamyndaskráningar í Reykjavík af landsbyggðinni til þess að hafa áhrif á veru flugvallarins í Vatnsmýrinni. Mér segir svo hugur að það væri, - jafnvel herlög hafa verið sett á fyrir minna, sko.” Pétur segir þetta lýsa virðingarleysi fyrir íbúum Árneshrepps og fádæma dómgreindarleysi þeirra sem telja gjörninginn vera náttúruvernd til framdráttar. „Þetta er ekki spurning um hvort menn séu með eða á móti Hvalárvirkjun eða öðrum umdeildum verkefnum. Heldur að þarna er verið með skipulögðum hætti að reyna að taka yfir sveitarfélag og gera aðför að sjálfsákvörðunarrétti. Það er og verður ekki liðið," segir Pétur Markan, formaður Vestfjarðastofu. Kosningar 2018 Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Hægt að gera breytingar á kjörskrá fram á kjördag Þjóðskrá Íslands stefnir á að ljúka athugun sinni á lögheimilisskráningum fólks í Árneshrepp sem áttu sér stað um síðustu mánaðamót öðru hvoru megin við helgina, það er í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. 16. maí 2018 15:00 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Kjörskrá Árneshrepps samþykkt með fyrirvara Hreppsnefnd Árneshrepps hefur lagt fram kjörskrá og er hún nú til sýnis í kjörbúðinni. 16. maí 2018 19:51 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Segir óeðlilegt að engin lög gildi um lágmarksstærð sveitarfélaga Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir nauðsynlegt að setja lög um lágmarksstærð sveitarfélaga í ljósi lögheimilisflutninga í Árneshreppi. 16. maí 2018 19:56 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði Sjá meira
Pétur G. Markan, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef fjörutíu þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. Rætt var við Pétur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Í grein í Bæjarins besta segir sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, Pétur Markan, að nýjustu vendingar í Árneshreppi á Ströndum séu gróft inngrip í kosningaferli, sem allir sveitarstjórnarmenn hljóti að fordæma. Sem formaður Fjórðungssambandsins, sem nú er runnið inn í Vestfjarðastofu, er Pétur helsti talsmaður Vestfirðinga: „Þetta er aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags, sem er sennilega það helgasta sem hvert sveitarfélag heldur á. Þannig að þetta eru alvarlegir atburðir. Og það eru ekki bara sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum, - ég held að allir sveitarstjórnarmenn séu hugsi þessa dagana og horfa til síns eigin sveitarfélags og hugsa með hryllingi ef þetta væri mögulegt," segir Pétur í viðtalinu á Bylgjunni. Herlög hafi verið sett á fyrir minna „Ég hugsa að það færi um Reykvíkinga ef það yrðu fjörutíu þúsund málamyndaskráningar í Reykjavík af landsbyggðinni til þess að hafa áhrif á veru flugvallarins í Vatnsmýrinni. Mér segir svo hugur að það væri, - jafnvel herlög hafa verið sett á fyrir minna, sko.” Pétur segir þetta lýsa virðingarleysi fyrir íbúum Árneshrepps og fádæma dómgreindarleysi þeirra sem telja gjörninginn vera náttúruvernd til framdráttar. „Þetta er ekki spurning um hvort menn séu með eða á móti Hvalárvirkjun eða öðrum umdeildum verkefnum. Heldur að þarna er verið með skipulögðum hætti að reyna að taka yfir sveitarfélag og gera aðför að sjálfsákvörðunarrétti. Það er og verður ekki liðið," segir Pétur Markan, formaður Vestfjarðastofu.
Kosningar 2018 Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Hægt að gera breytingar á kjörskrá fram á kjördag Þjóðskrá Íslands stefnir á að ljúka athugun sinni á lögheimilisskráningum fólks í Árneshrepp sem áttu sér stað um síðustu mánaðamót öðru hvoru megin við helgina, það er í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. 16. maí 2018 15:00 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Kjörskrá Árneshrepps samþykkt með fyrirvara Hreppsnefnd Árneshrepps hefur lagt fram kjörskrá og er hún nú til sýnis í kjörbúðinni. 16. maí 2018 19:51 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Segir óeðlilegt að engin lög gildi um lágmarksstærð sveitarfélaga Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir nauðsynlegt að setja lög um lágmarksstærð sveitarfélaga í ljósi lögheimilisflutninga í Árneshreppi. 16. maí 2018 19:56 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði Sjá meira
Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15
Hægt að gera breytingar á kjörskrá fram á kjördag Þjóðskrá Íslands stefnir á að ljúka athugun sinni á lögheimilisskráningum fólks í Árneshrepp sem áttu sér stað um síðustu mánaðamót öðru hvoru megin við helgina, það er í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. 16. maí 2018 15:00
Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00
Kjörskrá Árneshrepps samþykkt með fyrirvara Hreppsnefnd Árneshrepps hefur lagt fram kjörskrá og er hún nú til sýnis í kjörbúðinni. 16. maí 2018 19:51
Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45
Segir óeðlilegt að engin lög gildi um lágmarksstærð sveitarfélaga Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir nauðsynlegt að setja lög um lágmarksstærð sveitarfélaga í ljósi lögheimilisflutninga í Árneshreppi. 16. maí 2018 19:56