Barnavernd, ekki grýla! Rannveig Ernudóttir skrifar 17. maí 2018 10:45 Ég sem foreldri og manneskja, geri þá kröfu að öryggi barna sé alltaf í fyrirrúmi. Þau eiga alltaf að njóta vafans, skilyrðislaust. Ég geri þá kröfu að börn njóti verndar gegn ofbeldi. Það er eðlileg krafa. Við þurfum svo öll einnig að geta rætt það, af heiðarleika, hvað gerist ef foreldrar bregðast börnunum sínum, að þá sé til staðar öryggisnet sem hægt er að treysta á. Þegar ég horfi á börnin mín, sem eru þónokkur, (á aldursbilinu 5-22 ára), þá geri ég mér grein fyrir því að ábyrgð mín, og pabba þeirra, á þeim er gríðarleg. Fyrir utan það að veita þeim ást og stuðning í lífinu, að þá þurfum við hjónin að sjá til þess að þau búi við öryggi. Hvað þýðir það? Jú þau þurfa að hafa aðgang að öruggu heimili og á því heimili þurfa þau að komast í næringarríka fæðu, geta hvílt sig og við fjölskyldan þurfum að geta átt saman gæðastundir. Við þurfum líka að sjá til þess að þau eigi viðeigandi fatnað og allt sem þarf fyrir skólagöngu. Börnin okkar eiga að geta stundað þær tómstundir sem höfða til þeirra, eða fara á ýmsar skemmtanir og að geta mætt í bekkjarafmæli. Því miður er það fyrir of mörg börn lúxus sem ekki er í boði, það er með öllu, ólíðandi. Hvað þarf til að samfélag sé uppfullt af hamingjusömum einstaklingum? Jú það þarf að vera heilbrigt, nærandi, hvetjandi og uppbyggilegt. Það þarf líka að búa yfir traustri stjórnsýslu sem styður borgara sína og er öryggisnet. Barnaverndarnefndir eiga ekki að vera grýlur. Þetta eiga að vera stofnanir sem hafa það hlutverk að koma börnum og fjölskyldum þeirra til aðstoðar. Enginn á að þurfa óttast athygli þeirra, í rauninni þvert á móti. Ég sem foreldri ætti að finna fyrir trausti og vilja til að leita til þeirra ef eitthvað kemur upp á. Börn eiga geta treyst á að ef eitthvað er í ólagi heima fyrir, að þá sé til úrræði sem komi og hjálpi þeim. Þau þurfa líka að geta treyst því að hvorki kerfið né starfsmenn þess, vinni gegn hagsmunum þeirra, ólíkt því sem við erum að verða vitni að í dag. Barnaverndarstofa og velferðarráðnuneytið eiga svo að vera síðasta vígið. Það eru stofnanir sem mega aldrei gera mistök. Sama má segja um sýslumann, sem ber mikla ábyrgð í deilum foreldra. Þessar stofnanir eiga að taka mark á fagfólkinu sem vinnur með foreldrum og börnum þeirra, hlusta, trúa og sjá til þess að starfsfólk barnaverndanefnda, hafi stuðning og leiðsögn við vinnu sína. Börn eiga rétt á að alast upp í tengslum við báða foreldra sína, nema brýn þörf sé á að skerða tengslin, þá erum við auðvitað að meina í þeim tilfellum sem þau eru beitt ofbeldi, líkamlegu eða andlegu. Hagsmunir barna verða alltaf að vera í fyrirrúmi. Börn eiga rétt á að samfélagið þeirra beri hag þeirra fyrir brjósti, að heimilið sé griðarstaður og að stjórnsýslan sé öryggisnetið sem aldrei gefur sig.Höfundur skipar 4. sæti á lista Pírata í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Rannveig Ernudóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Ég sem foreldri og manneskja, geri þá kröfu að öryggi barna sé alltaf í fyrirrúmi. Þau eiga alltaf að njóta vafans, skilyrðislaust. Ég geri þá kröfu að börn njóti verndar gegn ofbeldi. Það er eðlileg krafa. Við þurfum svo öll einnig að geta rætt það, af heiðarleika, hvað gerist ef foreldrar bregðast börnunum sínum, að þá sé til staðar öryggisnet sem hægt er að treysta á. Þegar ég horfi á börnin mín, sem eru þónokkur, (á aldursbilinu 5-22 ára), þá geri ég mér grein fyrir því að ábyrgð mín, og pabba þeirra, á þeim er gríðarleg. Fyrir utan það að veita þeim ást og stuðning í lífinu, að þá þurfum við hjónin að sjá til þess að þau búi við öryggi. Hvað þýðir það? Jú þau þurfa að hafa aðgang að öruggu heimili og á því heimili þurfa þau að komast í næringarríka fæðu, geta hvílt sig og við fjölskyldan þurfum að geta átt saman gæðastundir. Við þurfum líka að sjá til þess að þau eigi viðeigandi fatnað og allt sem þarf fyrir skólagöngu. Börnin okkar eiga að geta stundað þær tómstundir sem höfða til þeirra, eða fara á ýmsar skemmtanir og að geta mætt í bekkjarafmæli. Því miður er það fyrir of mörg börn lúxus sem ekki er í boði, það er með öllu, ólíðandi. Hvað þarf til að samfélag sé uppfullt af hamingjusömum einstaklingum? Jú það þarf að vera heilbrigt, nærandi, hvetjandi og uppbyggilegt. Það þarf líka að búa yfir traustri stjórnsýslu sem styður borgara sína og er öryggisnet. Barnaverndarnefndir eiga ekki að vera grýlur. Þetta eiga að vera stofnanir sem hafa það hlutverk að koma börnum og fjölskyldum þeirra til aðstoðar. Enginn á að þurfa óttast athygli þeirra, í rauninni þvert á móti. Ég sem foreldri ætti að finna fyrir trausti og vilja til að leita til þeirra ef eitthvað kemur upp á. Börn eiga geta treyst á að ef eitthvað er í ólagi heima fyrir, að þá sé til úrræði sem komi og hjálpi þeim. Þau þurfa líka að geta treyst því að hvorki kerfið né starfsmenn þess, vinni gegn hagsmunum þeirra, ólíkt því sem við erum að verða vitni að í dag. Barnaverndarstofa og velferðarráðnuneytið eiga svo að vera síðasta vígið. Það eru stofnanir sem mega aldrei gera mistök. Sama má segja um sýslumann, sem ber mikla ábyrgð í deilum foreldra. Þessar stofnanir eiga að taka mark á fagfólkinu sem vinnur með foreldrum og börnum þeirra, hlusta, trúa og sjá til þess að starfsfólk barnaverndanefnda, hafi stuðning og leiðsögn við vinnu sína. Börn eiga rétt á að alast upp í tengslum við báða foreldra sína, nema brýn þörf sé á að skerða tengslin, þá erum við auðvitað að meina í þeim tilfellum sem þau eru beitt ofbeldi, líkamlegu eða andlegu. Hagsmunir barna verða alltaf að vera í fyrirrúmi. Börn eiga rétt á að samfélagið þeirra beri hag þeirra fyrir brjósti, að heimilið sé griðarstaður og að stjórnsýslan sé öryggisnetið sem aldrei gefur sig.Höfundur skipar 4. sæti á lista Pírata í Reykjavík
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun