Fullyrðir að Trump hafi verið sagt að hann verði ekki ákærður Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2018 10:45 Giuliani segir einnig að lögmenn Trump hvetji hann ekki til að veita Mueller viðtal í tengslum við Rússarannsóknina. Vísir/AFP Lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta heldur því fram að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hafi sagt lögmönnum forsetans að hann telji sig ekki geta ákært hann samkvæmt leiðbeiningum ráðuneytisins. Rudy Guiliani, lögmaður Trump, segir við Washington Post að Mueller hafi sjálfur sagt þetta á fundi fyrir nokkrum vikum. Sérstaki rannsakandinn væri sammála áliti sem dómsmálaráðuneytið samdi þegar sérstakir saksóknarar rannsökuðu Richard Nixon og Bill Clinton. Samkvæmt því er ekki hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir glæpi. Þess í stað telur ráðuneytið að rétta leiðin til að láta forseta axla ábyrgð samkvæmt stjórnarskránni sé að láta þingið sjá um að ákveða hvort það vilji ákæra hann. Washington Post segir að samkvæmt lögum um sérstaka saksóknara þurfi Mueller að skila niðurstöðum sínum í trúnaðarskýrslu til aðstoðardómsmálaráðherrans. Það sé ráðherrans að ákveða hvort niðurstöðurnar verði birtar opinberlega. Rannsókn Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði framboðs Trump við þá hefur nú staðið yfir í eitt ár. Eins og varðandi nær allar fyrirspurnir fjölmiðla neitaði talsmaður Mueller að tjá sig um frétt blaðsins um líkurnar á því að Trump verði ákærður. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40 Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller Á sama tíma ætlar Bandaríkjaforseti hins vegar að ráða lögmann sem sakar leynilegan hóp fulltrúa FBI og dómsmálaráðuneytisins um að reyna að koma sök á Trump. 19. mars 2018 22:45 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta heldur því fram að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hafi sagt lögmönnum forsetans að hann telji sig ekki geta ákært hann samkvæmt leiðbeiningum ráðuneytisins. Rudy Guiliani, lögmaður Trump, segir við Washington Post að Mueller hafi sjálfur sagt þetta á fundi fyrir nokkrum vikum. Sérstaki rannsakandinn væri sammála áliti sem dómsmálaráðuneytið samdi þegar sérstakir saksóknarar rannsökuðu Richard Nixon og Bill Clinton. Samkvæmt því er ekki hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir glæpi. Þess í stað telur ráðuneytið að rétta leiðin til að láta forseta axla ábyrgð samkvæmt stjórnarskránni sé að láta þingið sjá um að ákveða hvort það vilji ákæra hann. Washington Post segir að samkvæmt lögum um sérstaka saksóknara þurfi Mueller að skila niðurstöðum sínum í trúnaðarskýrslu til aðstoðardómsmálaráðherrans. Það sé ráðherrans að ákveða hvort niðurstöðurnar verði birtar opinberlega. Rannsókn Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði framboðs Trump við þá hefur nú staðið yfir í eitt ár. Eins og varðandi nær allar fyrirspurnir fjölmiðla neitaði talsmaður Mueller að tjá sig um frétt blaðsins um líkurnar á því að Trump verði ákærður.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40 Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller Á sama tíma ætlar Bandaríkjaforseti hins vegar að ráða lögmann sem sakar leynilegan hóp fulltrúa FBI og dómsmálaráðuneytisins um að reyna að koma sök á Trump. 19. mars 2018 22:45 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40
Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller Á sama tíma ætlar Bandaríkjaforseti hins vegar að ráða lögmann sem sakar leynilegan hóp fulltrúa FBI og dómsmálaráðuneytisins um að reyna að koma sök á Trump. 19. mars 2018 22:45
Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00