Erlent

Fangar í einu alræmdasta fangelsi Venesúela gerðu uppreisn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Aðgerðasinnar segja að fangar hafi tekið stjórnin í einu alræmdasta fangelsi Venesúela þar sem pólitískum föngum er aðallega haldið.

Fréttirnar berast aðeins nokkrum dögum áður en forsetakosningar fara fram í landinu þar sem íbúar Venesúela ganga að kjörborðinu á sunnudag. Kosningarnar eru umdeildar þar sem fjölmargir telja þær ólögmætar, þar á meðal bandarísk yfirvöld, Evrópusambandið og ríkisstjórnir Brasilíu, Kólumbíu og Mexíkó.

Fangelsið er í El Helicoide, stórri byggingu sem var upphaflega verslunarmiðstöð en var breytt í höfuðstöðvar leyniþjónustu Venesúela. Byggingin hefur orðið að nokkurs konar tákni fyrir hrun efnahagslífsins í landinu og einræðistilburði Nicolás Maduro, forsetans sem nú sækist eftir endurkjöri í kosningunum umdeildu.

Á vef Guardian er haft eftir Roderick Navarro, venesúelskum aðgerðarsinna sem er í útlegð, að fangarnir hafi tekið stjórnina í fangelsinu í gærdag eftir að hafa oboðið það sem fangarnir segja að séu barsmíðar og pyntingar gagnvart einum fanganum.

Hafði Navarro rætt við fangana sem gerðu uppreisn í fangelsinu. Hann sagði þá berjast fyrir frelsi, heilbrigðisþjónustu og mannréttindum. Þeir vilji að ofbeldinu í fangelsinu linni.

Annað í tengslum við uppreisn fanganna var óljóst í gærkvöldi en Navarro sagði að þeir óttist mikið ofbeldi þegar fangelsismálayfirvöld reyna að ná stjórn í fangelsinu.


Tengdar fréttir

Kellogg flýr frá Venesúela

Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins.

Bannar stjórnarandstöðunni að bjóða fram

Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, segir að helstu stjórnarandstöðuflokkar landsins fái ekki að taka þátt í forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×