Að komast heim Jón Sigurðsson skrifar 17. maí 2018 07:00 Allir hafa samúð með palestínskum almenningi, ekki síst fólkinu á Gazasvæðinu. Að vísu er efast um áhuga Egypta og Jórdaníumanna á að sýna velvild sína í verki. Meginkrafa Palestínumanna er „Réttur til að koma aftur heim“. En menn gleyma oft því að þetta merkir: Rekum Gyðingana burt, í sjóinn með þá, drepum þá alla.... Ísraelsríki var stofnsett 14. maí 1948, að ákvörðun Sameinuðu Þjóðanna. Nágrannaríkin réðust þegar í stað með herafla á nýja ríkið. Ísraelsmenn höfðu betur og færðu landamæri sín út. Rúmlega 700 þúsund Palestínumenn hröktust brott eða kusu að fara. Um 850 þúsund Gyðingar frá Arabaríkjunum voru hraktir til Ísraels eða kusu að flytjast þangað. Eins og Palestínumennirnir urðu þessir Gyðingar að skilja eigur sínar eftir, allar fasteignir og annað. Skyldmenni þessara Gyðinga mynda meirihluta kjósenda í Ísrael. Þeir sjá ekki ástæðu til að rýma upp á nýtt fyrir Palestínumönnum eftir að hafa yfirgefið fyrri heimkynni í Arabalöndunum og skilið eigur sínar eftir þar. Gyðingar hafa alltaf búið í Landinu Helga, á tímabilum sem minnihluti. Þeim hefur fjölgað þar frá 16. öld en þá fengu þeir boð stjórnvalda í Tyrkjaveldi. Þeir keyptu og byggðu hús, lóðir og jarðir. Á 19. öld hófust árekstrar þeirra og Palestínumanna sem töldu umsvif Gyðinganna orðin of mikil. Árið 1917 gáfu Bretar, sem þá voru landsdrottnar, Gyðingum staðfestingu þess að þeir gætu myndað þjóðarheimili í Landinu Helga. En fleiri en Palestínumenn hafa lent í hrakningum. Í þeim hópi eru Armenar og Kúrdar, Indverjar og Pakistanar, Grikkir og Tyrkir, Þjóðverjar, Pólverjar og fleiri. Og kristnir menn hafa flúið brott úr Arabalöndunum á umliðnum áratugum, en þeir voru þar fjölmennur minnihlutahópur. Ísraelsmenn vita fullvel að málið snýst um líf og framtíð þjóðarinnar - eða gereyðingu. Þeir hafa líka lært að hunsa fagurgala Evrópumanna.Höfundur er fv. skólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurðsson Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Allir hafa samúð með palestínskum almenningi, ekki síst fólkinu á Gazasvæðinu. Að vísu er efast um áhuga Egypta og Jórdaníumanna á að sýna velvild sína í verki. Meginkrafa Palestínumanna er „Réttur til að koma aftur heim“. En menn gleyma oft því að þetta merkir: Rekum Gyðingana burt, í sjóinn með þá, drepum þá alla.... Ísraelsríki var stofnsett 14. maí 1948, að ákvörðun Sameinuðu Þjóðanna. Nágrannaríkin réðust þegar í stað með herafla á nýja ríkið. Ísraelsmenn höfðu betur og færðu landamæri sín út. Rúmlega 700 þúsund Palestínumenn hröktust brott eða kusu að fara. Um 850 þúsund Gyðingar frá Arabaríkjunum voru hraktir til Ísraels eða kusu að flytjast þangað. Eins og Palestínumennirnir urðu þessir Gyðingar að skilja eigur sínar eftir, allar fasteignir og annað. Skyldmenni þessara Gyðinga mynda meirihluta kjósenda í Ísrael. Þeir sjá ekki ástæðu til að rýma upp á nýtt fyrir Palestínumönnum eftir að hafa yfirgefið fyrri heimkynni í Arabalöndunum og skilið eigur sínar eftir þar. Gyðingar hafa alltaf búið í Landinu Helga, á tímabilum sem minnihluti. Þeim hefur fjölgað þar frá 16. öld en þá fengu þeir boð stjórnvalda í Tyrkjaveldi. Þeir keyptu og byggðu hús, lóðir og jarðir. Á 19. öld hófust árekstrar þeirra og Palestínumanna sem töldu umsvif Gyðinganna orðin of mikil. Árið 1917 gáfu Bretar, sem þá voru landsdrottnar, Gyðingum staðfestingu þess að þeir gætu myndað þjóðarheimili í Landinu Helga. En fleiri en Palestínumenn hafa lent í hrakningum. Í þeim hópi eru Armenar og Kúrdar, Indverjar og Pakistanar, Grikkir og Tyrkir, Þjóðverjar, Pólverjar og fleiri. Og kristnir menn hafa flúið brott úr Arabalöndunum á umliðnum áratugum, en þeir voru þar fjölmennur minnihlutahópur. Ísraelsmenn vita fullvel að málið snýst um líf og framtíð þjóðarinnar - eða gereyðingu. Þeir hafa líka lært að hunsa fagurgala Evrópumanna.Höfundur er fv. skólastjóri
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar