Innlent

Íslendingur lést í slysinu á Suðurlandsvegi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá slysstað í dag.
Frá slysstað í dag. Vísir
Íslendingur lést í slysinu sem varð á Suðurlandsvegi á þriðja tímanum í dag. Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Erlendir ferðamenn voru í hinum bílnum en slysið varð með þeim hætti að tveir bílar rákust á við afleggjarann að Landeyjarhafnarvegi. Einn ferðamannanna er töluvert slasaður að sögn Sveins en hinir lítið.

Ekki fengust frekari upplýsingar um tildrög slyssins en um er að ræða áttunda banaslysið í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi það sem af er ári. Á áttunda tímanum í kvöld var vinnu viðbragðsaðila á slysstað rétt að ljúka.

Suðurlandsvegi var lokað skammt vestan við Markarfljót vegna rannsóknar á vettvangi en vegurinn var opnaður aftur um klukkan 20:00, að því er fram kemur í uppfærðri tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×