Í myndbandinu má sjá glitta í uppröðun lagalista á 5 plötum sem Kanye hefur undanfarið tilkynnt að séu í vinnslu. Ef marka má tússtöflurnar í myndbandinu eru plöturnar því allar á leiðinni.
Sólóplata hans á samkvæmt tísti að koma út 1. júní og plata nýs samstarfsverkefnis hans og Kid Cudi, Kids See Ghost, á svo að lenda viku síðar, 8. júní. Hinar þrjár eru svo plötur með Pusha T, sem á að koma út 25. maí, Teönu Taylor, sem á að koma út 22. júní og Nas, með 15. júní sem settan útgáfudag. Þessar fregnir hafa allar fengist gegnum Twitter-reikning Kanye, en myndbandið rennir stoðum undir sannmæti tilkynninganna.
Plata Kanye sjálfs virðist samkvæmt myndbandinu innihalda lagatitlana „Extacy“ og „Wouldn‘t Leave“. Ef marka má auðu reitina fyrir ofan og neðan þá lagatitla má áætla að hvorki furðulagið „Lift Yourself“ né „Ye vs. the People“ sem kom út beint í kjölfar þess, verði á plötunni.
Lagalisti Kids See Ghost á töflunni er eftirfarandi:
- Feel the Love
- Kids See Ghosts
- 4th Dimension
- Ghost Town
- Cudi Montage
- Devil‘s Watchin‘
- ReBorn
pic.twitter.com/o5GyOkB2hg
— KANYE WEST (@kanyewest) May 15, 2018