Skortur á hjúkrunarfræðingum skapar plássleysi á Landspítalanum Birgir Olgeirsson skrifar 16. maí 2018 11:30 Hér má sjá mynd frá bráðamóttöku Landspítalans í dag. Vísir/Vilhelm Þrjátíu sjúklingar sem lokið hafa heimsókn á bráðamóttöku á Landspítalanum og eru tilbúnir til innlagnar á legudeildir komast ekki þangað vegna plássleysis. Plássið er þó nóg á Landspítalanum en það vantar hjúkrunarfræðinga til að manna þau pláss. Þetta segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, í samtali við Vísi. Fyrr í dag sagði Bergur Stefánsson, vakthafandi sérfræðingur á bráðamóttökunni, í samtali við RÚV að skelfingarástand ríkti á bráðamóttökunni. „Það er ekki þannig að 30 sjúklingar eru göngunum en það eru 30 sjúklingar sem hafa lokið sinni bráðamóttökuþjónustu og eru að bíða eftir að komast á legudeildir,“ segir Jón Magnús en hann segir álagið á bráðamóttökunni hafa farið hægt vaxandi síðustu vikur. Hann segir 34 rúm á bráðamóttökunni en hluti af sjúklingunum eru á göngunum. Veikustu sjúklingarnir sem þurfa sérstakt eftirlit eru inni í stofum en minna veikir sjúklingar frekar á göngum.Fólk hvatt til að leita á heilsugæsluna Jón Magnús hvetur þá sem eru ekki með mjög bráð vandamál að leita á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem sé farin að veita mjög góða þjónustu vega minna alvarlegra bráðatilvika. „Þú getur labbað inn á hvaða heilsugæslustöð sem er þó þú eigir ekki bókaðan tíma. Þeir veita mjög góða þjónustu fyrir minna alvarlegri mál. Það er fólk sem leitar hingað á bráðamóttökuna vegna þess að það þekkir ekki til þessara þjónustu heilsugæslunnar og mundi hafa notað sér hana ef það vissi af henni,“ segir Jón Magnús. Hann segir að allir sem leita til bráðamóttökunnar með bráð og aðkallandi vandamál fái þjónustu strax. „Fólk á ekki að hætta að koma til okkar ef það telur sig þurfa. En í sumum tilvikum getur verið að við vísum því í eitthvað annað úrræði heldur en að fara inn á bráðamóttökuna.“Minna veikir sjúklingar eru látnir liggja á göngum bráðamóttökunnar.Vísir/VilhelmTvennt orsakar ástandið Hann segir tvennt orsaka ástandið sem ríkir á bráðamóttöku Landspítalans í dag. Annars vegar er skortur á hjúkrunarfræðingum sem hefur leitt til þess að það hefur þurft að loka fjölda rúma á Landspítalanum. Búið er að loka á þriðja tug rúma á spítalanum. „Ef þau væru opin gætu flest allir þessir sjúklingar sem eru hérna núna fengið inni. Það skortir ekki pláss en það vantar starfsfólk.“ Hann segir að enn í dag séu sjúklingar á Landspítalanum sem hafa fengið leyfi til að fara á hjúkrunar- og dvalarheimili en komast ekki þangað sökum skorts hjá hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu. Skortur sé á hjúkrunarrýmum og vantar að byggja fleiri pláss fyrir aldraða. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Þrjátíu sjúklingar sem lokið hafa heimsókn á bráðamóttöku á Landspítalanum og eru tilbúnir til innlagnar á legudeildir komast ekki þangað vegna plássleysis. Plássið er þó nóg á Landspítalanum en það vantar hjúkrunarfræðinga til að manna þau pláss. Þetta segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, í samtali við Vísi. Fyrr í dag sagði Bergur Stefánsson, vakthafandi sérfræðingur á bráðamóttökunni, í samtali við RÚV að skelfingarástand ríkti á bráðamóttökunni. „Það er ekki þannig að 30 sjúklingar eru göngunum en það eru 30 sjúklingar sem hafa lokið sinni bráðamóttökuþjónustu og eru að bíða eftir að komast á legudeildir,“ segir Jón Magnús en hann segir álagið á bráðamóttökunni hafa farið hægt vaxandi síðustu vikur. Hann segir 34 rúm á bráðamóttökunni en hluti af sjúklingunum eru á göngunum. Veikustu sjúklingarnir sem þurfa sérstakt eftirlit eru inni í stofum en minna veikir sjúklingar frekar á göngum.Fólk hvatt til að leita á heilsugæsluna Jón Magnús hvetur þá sem eru ekki með mjög bráð vandamál að leita á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem sé farin að veita mjög góða þjónustu vega minna alvarlegra bráðatilvika. „Þú getur labbað inn á hvaða heilsugæslustöð sem er þó þú eigir ekki bókaðan tíma. Þeir veita mjög góða þjónustu fyrir minna alvarlegri mál. Það er fólk sem leitar hingað á bráðamóttökuna vegna þess að það þekkir ekki til þessara þjónustu heilsugæslunnar og mundi hafa notað sér hana ef það vissi af henni,“ segir Jón Magnús. Hann segir að allir sem leita til bráðamóttökunnar með bráð og aðkallandi vandamál fái þjónustu strax. „Fólk á ekki að hætta að koma til okkar ef það telur sig þurfa. En í sumum tilvikum getur verið að við vísum því í eitthvað annað úrræði heldur en að fara inn á bráðamóttökuna.“Minna veikir sjúklingar eru látnir liggja á göngum bráðamóttökunnar.Vísir/VilhelmTvennt orsakar ástandið Hann segir tvennt orsaka ástandið sem ríkir á bráðamóttöku Landspítalans í dag. Annars vegar er skortur á hjúkrunarfræðingum sem hefur leitt til þess að það hefur þurft að loka fjölda rúma á Landspítalanum. Búið er að loka á þriðja tug rúma á spítalanum. „Ef þau væru opin gætu flest allir þessir sjúklingar sem eru hérna núna fengið inni. Það skortir ekki pláss en það vantar starfsfólk.“ Hann segir að enn í dag séu sjúklingar á Landspítalanum sem hafa fengið leyfi til að fara á hjúkrunar- og dvalarheimili en komast ekki þangað sökum skorts hjá hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu. Skortur sé á hjúkrunarrýmum og vantar að byggja fleiri pláss fyrir aldraða.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira