Hvað er að frétta af „stríðinu gegn einkabílnum“? Líf Magneudóttir skrifar 16. maí 2018 11:11 Eitt af kostulegri hugtökum sem dúkkað hafa í borgarpólítíkinni eru hin svokallaða aðför eða stríð gegn einkabílnum. Af einhverri ástæðu telja sumir að allar aðgerðir til að greiða fyrir vistvænni umferð, greiða götu almenningssamgangna, borgarlína, betri hjólreiðastígar og bætt aðgengi fótgangandi séu „aðför“ eða „stríð“ gegn einkabílnum. Gott og vel. Ef svo er þá er ljóst að við verðum að blása til stórsóknar í því stríði! Það væri þó betra ef við gætum náð einhverskonar sáttum í þessu ímyndaða stríði, því aukið vægi vistvænni samgangna er hagsmunamál okkar allra.Meiri umferð einkabíla þýðir meiri mengun Það er beinlínis lífsspursmál að við blásum til sóknar í því að greiða götu vistvænna samgangna. Það er ein áhrifamesta aðgerð sem við getum farið í til að vinna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Rannsóknir sýna líka að 80% svifryks í borginni kemur frá bílaumferð. Sama má segja um örplast: Götur og umferð eru stærsta uppspretta örplasts sem berst í sjó á Íslandi. Við útrýmum hvorki svifryki né örplasti með því að spúla göturnar oftar: Eina raunhæfa aðgerðin til að draga raunverulega úr mengun er að menga minna.Vistvænar samgöngur eru hagsmunamál allra Eitt af því sem gleymist í þrasinu um „aðförina að einkabílnum“ er að vistvænar samgöngur eru, þegar öllu er á botninn hvolft, stærsta hagsmunamál þeirra sem þurfa að nota einkabílinn. Ef allir íbúarnir í nýjum hverfum austan Elliðaáa þurfa að keyra á einkabílum í vinnuna þýðir það gríðarlega umferðaraukning, með tilheyrandi mengun, hávaða og töfum. Við leysum það ekki með fleiri hraðbrautum, mislægum gatnamótum eða ljósastýringu sem auka umferðarflæði. Allar rannsóknir og reynsla frá öðrum löndum sýna að bílum á götunum fjölgar einfaldlega þegar það það verður auðveldara að keyra milli staða. Fólk fer fleiri óþarfar ferðir og áður en varir eru tafirnar orðnar jafn miklar og áður meðan mengun hefur aukist. Eina raunhæfa leiðin til að leysa þetta er að gera fólki auðveldara að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga í vinnuna. Ný hverfi þarf að þróa með tilliti til almenningssamgangna og tryggja að fólk geti sótt þjónustu í sitt nærumhverfi. Borgarlína og vistvænir samgöngumátar eru ekki „stríð“ eða „aðför“. Þær eru skynsamlegar og raunhæfar aðgerðir til að minnka tafir í umferðinni, minnka mengun og gera borgina þannig bæði grænni og betri. Við þurfum líka ávallt að hafa hugfast að framtíð vistkerfis jarðarinnar er í húfi.Höfundur skipar fyrsta sæti á framboðslista Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Líf Magneudóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Eitt af kostulegri hugtökum sem dúkkað hafa í borgarpólítíkinni eru hin svokallaða aðför eða stríð gegn einkabílnum. Af einhverri ástæðu telja sumir að allar aðgerðir til að greiða fyrir vistvænni umferð, greiða götu almenningssamgangna, borgarlína, betri hjólreiðastígar og bætt aðgengi fótgangandi séu „aðför“ eða „stríð“ gegn einkabílnum. Gott og vel. Ef svo er þá er ljóst að við verðum að blása til stórsóknar í því stríði! Það væri þó betra ef við gætum náð einhverskonar sáttum í þessu ímyndaða stríði, því aukið vægi vistvænni samgangna er hagsmunamál okkar allra.Meiri umferð einkabíla þýðir meiri mengun Það er beinlínis lífsspursmál að við blásum til sóknar í því að greiða götu vistvænna samgangna. Það er ein áhrifamesta aðgerð sem við getum farið í til að vinna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Rannsóknir sýna líka að 80% svifryks í borginni kemur frá bílaumferð. Sama má segja um örplast: Götur og umferð eru stærsta uppspretta örplasts sem berst í sjó á Íslandi. Við útrýmum hvorki svifryki né örplasti með því að spúla göturnar oftar: Eina raunhæfa aðgerðin til að draga raunverulega úr mengun er að menga minna.Vistvænar samgöngur eru hagsmunamál allra Eitt af því sem gleymist í þrasinu um „aðförina að einkabílnum“ er að vistvænar samgöngur eru, þegar öllu er á botninn hvolft, stærsta hagsmunamál þeirra sem þurfa að nota einkabílinn. Ef allir íbúarnir í nýjum hverfum austan Elliðaáa þurfa að keyra á einkabílum í vinnuna þýðir það gríðarlega umferðaraukning, með tilheyrandi mengun, hávaða og töfum. Við leysum það ekki með fleiri hraðbrautum, mislægum gatnamótum eða ljósastýringu sem auka umferðarflæði. Allar rannsóknir og reynsla frá öðrum löndum sýna að bílum á götunum fjölgar einfaldlega þegar það það verður auðveldara að keyra milli staða. Fólk fer fleiri óþarfar ferðir og áður en varir eru tafirnar orðnar jafn miklar og áður meðan mengun hefur aukist. Eina raunhæfa leiðin til að leysa þetta er að gera fólki auðveldara að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga í vinnuna. Ný hverfi þarf að þróa með tilliti til almenningssamgangna og tryggja að fólk geti sótt þjónustu í sitt nærumhverfi. Borgarlína og vistvænir samgöngumátar eru ekki „stríð“ eða „aðför“. Þær eru skynsamlegar og raunhæfar aðgerðir til að minnka tafir í umferðinni, minnka mengun og gera borgina þannig bæði grænni og betri. Við þurfum líka ávallt að hafa hugfast að framtíð vistkerfis jarðarinnar er í húfi.Höfundur skipar fyrsta sæti á framboðslista Vinstri grænna í Reykjavík.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun