Tími til að breyta Eyþór Arnalds skrifar 16. maí 2018 07:00 Nú þegar rúm vika er til kosninga í borginni er rétt að spyrja hvernig gengið hafi síðustu fjögur ár. Er ódýrara að leigja eða kaupa? Er auðveldara að komast á milli staða í borginni? Geta öll 18 mánaða börn komist á leikskóla? Er borgin hrein? Svarið við þessum spurningum er því miður eitt og það sama. Samt eru þetta einföld grundvallaratriði sem við viljum öll að séu í lagi.Valdaþreyta kallar á breytingar Sextán ár eru langur tími. Ekki síst í pólitík. Sitjandi borgarstjóri hefur verið í borgarstjórn frá árinu 2002. Mestmegnis í meirihluta og síðustu átta ár óslitið við völd. Það vill brenna við að eftir svona langan tíma verði fólk samdauna kerfinu. Sjái ekki vandann. Þeir sem þurfa ekki að bíða í Ártúnsbrekkunni í umferðarteppu skilja kannski ekki hvaða áhrif samgönguvandinn hefur á líf fólks í borginni. Þeir sem búa eiga erfitt með að setja sig í spor þeirra sem komast ekki úr foreldrahúsum. Og eftir sextán ár í Ráðhúsinu er einfaldlega kominn tími til að segja þetta gott og skipta um áhöfn. Nýtt upphaf Það er kominn tími á nýja forystu. Nýtt upphaf. Hrista upp í borgarkerfinu sem hefur staðnað. Hleypa inn nýjum hugmyndum og fólki sem er tilbúið að takast á við viðfangsefnin. Breytt aðalskipulag Strax að loknum kosningum viljum við gera breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur. Leyfa byggð á Keldum, í Örfirisey, við BSÍ og klára hverfin. Efla Mjódd og styrkja hverfin til sjálfstæðis. Stórbæta samgöngur. Einfalda stjórnkerfið og færa fé til skólanna. Lækka álögur og skatta. Hreinsa borgina reglulega. Gera Reykjavík að raunhæfum kosti fyrir fólkið sem vill búa hér. Förum saman í að breyta borginni. Tökum til í kerfinu. Það er kominn tími til að breyta.Höfundur skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Kosningar 2018 Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Sjá meira
Nú þegar rúm vika er til kosninga í borginni er rétt að spyrja hvernig gengið hafi síðustu fjögur ár. Er ódýrara að leigja eða kaupa? Er auðveldara að komast á milli staða í borginni? Geta öll 18 mánaða börn komist á leikskóla? Er borgin hrein? Svarið við þessum spurningum er því miður eitt og það sama. Samt eru þetta einföld grundvallaratriði sem við viljum öll að séu í lagi.Valdaþreyta kallar á breytingar Sextán ár eru langur tími. Ekki síst í pólitík. Sitjandi borgarstjóri hefur verið í borgarstjórn frá árinu 2002. Mestmegnis í meirihluta og síðustu átta ár óslitið við völd. Það vill brenna við að eftir svona langan tíma verði fólk samdauna kerfinu. Sjái ekki vandann. Þeir sem þurfa ekki að bíða í Ártúnsbrekkunni í umferðarteppu skilja kannski ekki hvaða áhrif samgönguvandinn hefur á líf fólks í borginni. Þeir sem búa eiga erfitt með að setja sig í spor þeirra sem komast ekki úr foreldrahúsum. Og eftir sextán ár í Ráðhúsinu er einfaldlega kominn tími til að segja þetta gott og skipta um áhöfn. Nýtt upphaf Það er kominn tími á nýja forystu. Nýtt upphaf. Hrista upp í borgarkerfinu sem hefur staðnað. Hleypa inn nýjum hugmyndum og fólki sem er tilbúið að takast á við viðfangsefnin. Breytt aðalskipulag Strax að loknum kosningum viljum við gera breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur. Leyfa byggð á Keldum, í Örfirisey, við BSÍ og klára hverfin. Efla Mjódd og styrkja hverfin til sjálfstæðis. Stórbæta samgöngur. Einfalda stjórnkerfið og færa fé til skólanna. Lækka álögur og skatta. Hreinsa borgina reglulega. Gera Reykjavík að raunhæfum kosti fyrir fólkið sem vill búa hér. Förum saman í að breyta borginni. Tökum til í kerfinu. Það er kominn tími til að breyta.Höfundur skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar