Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 16. maí 2018 07:00 Það er orðið þjóðarsport á Íslandi að leigja út íbúðir til ferðamanna. Oftast fer leigan fram í gegnum erlendar bókunarsíður og er þar Airbnb langstærst. Þessi útleiga er eðli málsins samkvæmt langmest í Reykjavíkurborg og er hún þar farin að valda ýmsum vandkvæðum og núningi við ýmsa fleti samfélagsins. Þessi útleigustarfsemi hefur m.a. haft eftirfarandi afleiðingar:Hún hefur valdið því að framboð á fasteignamarkaði, einkum í miðborg Reykjavíkur, hefur dregist saman undanfarin ár.Hún hefur á sama tíma þrýst upp bæði fasteigna- og leiguverði.Hún hefur fært borgina nær samfélagslegum þolmörkum sínum hvað ferðaþjónustu varðar, þar sem margir íbúar borgarinnar eru ósáttir við þessa starfsemi samborgara sinna og taka gremju sína út á ferðamönnum og ferðaþjónustu.Hún hefur valdið titringi og óánægju meðal þeirra sem reka annars konar gistiþjónustu (gistiheimili og hótel) og finnst þeim hópi að sér vegið, sérstaklega hvað varðar ójafna samkeppnisstöðu. Þann 1. janúar 2017 tóku í gildi ný lög um heimagistingu, til þess að reyna að koma böndum á starfsemina, sem fram að því hafði aðeins að hluta til verið skilgreind í lögum. Markmiðið með lögunum var að koma þessari starfsemi allri upp á yfirborðið, að þeir sem stunda sölu á gistingu skrái hana annars vegar (90 daga reglan) eða sæki um rekstrarleyfi hins vegar eins og aðrir gististaðir þurfa að gera. Að sjálfsögðu eiga svo allir þeir sem leigja út íbúðir sínar að greiða skatta og gjöld af útleigustarfseminni eins og þessi sömu lög gera ráð fyrir. Embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er eftirlitsaðili með heimagistingu. Meðal verkefna embættisins er að vakta þá miðla sem auglýsa heimagistingu og yfirfara nýtingaryfirlit og tekjuskýrslur. En hvernig skyldi nú hafa tekist til? Lítum á nokkrar staðreyndir:Rúmlega 6.000 gestgjafar um land allt bjóða upp á heimagistingu.Um 4.000 þessara gestgjafa starfa í Reykjavík.Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands velti heimagisting í gegnum Airbnb um 15 milljörðum króna árið 2017. Samkvæmt Mælaborði ferðaþjónustunnar hjá Ferðamálastofu er veltan hins vegar nær 20 milljörðum króna á síðasta ári.Ætla má að velta í heimagistingu í gegnum Airbnb hafi numið um 10 milljörðum króna í Reykjavík árið 2017, sem er varlega áætlað sé tekið mið af Mælaborði ferðaþjónustunnar.Samkvæmt Mælaborði ferðaþjónustunnar voru á síðasta ári um 3.200 gestgjafar á Airbnb um land allt með fleiri daga í útleigu en nemur 90 dögum.Aðeins um 1.000 gestgjafar á landinu öllu hafa skráð sig hjá embætti sýslumannsins í Reykjavík.Ætla má að þeir skattar sem skotið er undan séu í kringum tveir milljarðar króna. Það er alveg ljóst að mjög litlu púðri, mannafla og fjármunum hefur verið eytt í eftirlit með þessari starfsemi og hún fær að blómstra svo til óáreitt. Það er í raun óskiljanlegt, þar sem umræðan um það að ferðamenn þurfi að skila meiri tekjum og að nauðsynlegt sé að skattleggja ferðaþjónustuna enn meira en orðið er, lifir góðu lífi. Þarna eru sannanlega alvöru tapaðar skatttekjur, sem enginn virðist hafa neinn sérstakan áhuga á að sækja – og á meðan er verið að leggja drög að því að bæta í gjaldtöku á ferðamenn. Þetta kom berlega í ljós á umræðufundi með oddvitum stærstu flokkanna sem bjóða fram til borgarstjórnar nú í vor – fæstir þeirra höfðu velt þessu máli nokkuð fyrir sér og einn þeirra gekk svo langt að kalla þessar töpuðu skatttekjur smápeninga, sem ekki tæki að vera að eltast við. Það er skýr krafa Samtaka ferðaþjónustunnar að eftirlit með ólöglegri heimagistingu og þar með svartri atvinnustarfsemi verði stórhert nú þegar. Mannafli við eftirlit verði efldur og refsiákvæðum beitt þar sem við á. Það er óþolandi fyrir fyrirtæki sem eru með allt sitt uppi á borðum og greiða öll tilskilin gjöld og skatta að vinna við hliðina á þeim sem gera það ekki og stórskekkja þar með samkeppnishæfni þeirra heiðarlegu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Skoðun Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Sjá meira
Það er orðið þjóðarsport á Íslandi að leigja út íbúðir til ferðamanna. Oftast fer leigan fram í gegnum erlendar bókunarsíður og er þar Airbnb langstærst. Þessi útleiga er eðli málsins samkvæmt langmest í Reykjavíkurborg og er hún þar farin að valda ýmsum vandkvæðum og núningi við ýmsa fleti samfélagsins. Þessi útleigustarfsemi hefur m.a. haft eftirfarandi afleiðingar:Hún hefur valdið því að framboð á fasteignamarkaði, einkum í miðborg Reykjavíkur, hefur dregist saman undanfarin ár.Hún hefur á sama tíma þrýst upp bæði fasteigna- og leiguverði.Hún hefur fært borgina nær samfélagslegum þolmörkum sínum hvað ferðaþjónustu varðar, þar sem margir íbúar borgarinnar eru ósáttir við þessa starfsemi samborgara sinna og taka gremju sína út á ferðamönnum og ferðaþjónustu.Hún hefur valdið titringi og óánægju meðal þeirra sem reka annars konar gistiþjónustu (gistiheimili og hótel) og finnst þeim hópi að sér vegið, sérstaklega hvað varðar ójafna samkeppnisstöðu. Þann 1. janúar 2017 tóku í gildi ný lög um heimagistingu, til þess að reyna að koma böndum á starfsemina, sem fram að því hafði aðeins að hluta til verið skilgreind í lögum. Markmiðið með lögunum var að koma þessari starfsemi allri upp á yfirborðið, að þeir sem stunda sölu á gistingu skrái hana annars vegar (90 daga reglan) eða sæki um rekstrarleyfi hins vegar eins og aðrir gististaðir þurfa að gera. Að sjálfsögðu eiga svo allir þeir sem leigja út íbúðir sínar að greiða skatta og gjöld af útleigustarfseminni eins og þessi sömu lög gera ráð fyrir. Embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er eftirlitsaðili með heimagistingu. Meðal verkefna embættisins er að vakta þá miðla sem auglýsa heimagistingu og yfirfara nýtingaryfirlit og tekjuskýrslur. En hvernig skyldi nú hafa tekist til? Lítum á nokkrar staðreyndir:Rúmlega 6.000 gestgjafar um land allt bjóða upp á heimagistingu.Um 4.000 þessara gestgjafa starfa í Reykjavík.Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands velti heimagisting í gegnum Airbnb um 15 milljörðum króna árið 2017. Samkvæmt Mælaborði ferðaþjónustunnar hjá Ferðamálastofu er veltan hins vegar nær 20 milljörðum króna á síðasta ári.Ætla má að velta í heimagistingu í gegnum Airbnb hafi numið um 10 milljörðum króna í Reykjavík árið 2017, sem er varlega áætlað sé tekið mið af Mælaborði ferðaþjónustunnar.Samkvæmt Mælaborði ferðaþjónustunnar voru á síðasta ári um 3.200 gestgjafar á Airbnb um land allt með fleiri daga í útleigu en nemur 90 dögum.Aðeins um 1.000 gestgjafar á landinu öllu hafa skráð sig hjá embætti sýslumannsins í Reykjavík.Ætla má að þeir skattar sem skotið er undan séu í kringum tveir milljarðar króna. Það er alveg ljóst að mjög litlu púðri, mannafla og fjármunum hefur verið eytt í eftirlit með þessari starfsemi og hún fær að blómstra svo til óáreitt. Það er í raun óskiljanlegt, þar sem umræðan um það að ferðamenn þurfi að skila meiri tekjum og að nauðsynlegt sé að skattleggja ferðaþjónustuna enn meira en orðið er, lifir góðu lífi. Þarna eru sannanlega alvöru tapaðar skatttekjur, sem enginn virðist hafa neinn sérstakan áhuga á að sækja – og á meðan er verið að leggja drög að því að bæta í gjaldtöku á ferðamenn. Þetta kom berlega í ljós á umræðufundi með oddvitum stærstu flokkanna sem bjóða fram til borgarstjórnar nú í vor – fæstir þeirra höfðu velt þessu máli nokkuð fyrir sér og einn þeirra gekk svo langt að kalla þessar töpuðu skatttekjur smápeninga, sem ekki tæki að vera að eltast við. Það er skýr krafa Samtaka ferðaþjónustunnar að eftirlit með ólöglegri heimagistingu og þar með svartri atvinnustarfsemi verði stórhert nú þegar. Mannafli við eftirlit verði efldur og refsiákvæðum beitt þar sem við á. Það er óþolandi fyrir fyrirtæki sem eru með allt sitt uppi á borðum og greiða öll tilskilin gjöld og skatta að vinna við hliðina á þeim sem gera það ekki og stórskekkja þar með samkeppnishæfni þeirra heiðarlegu.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun