Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. maí 2018 18:30 Nokkur fjöldi kom saman á Austurvelli í dag. Mynd/Vilhelm Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til að sína samstöðu með Palestínumönnum eftir morð Ísraelshers á 59 manns á Gaza svæðinu í gær. Félagið Ísland Palestína stóð fyrir samkomunni og hélt Sveinn Rúnar Hauksson meðal annars tölu en hann hefur verið ötull baráttumaður fyrir frelsi Palestínu um árabil. Dagurinn í dag markar 70 ár frá upphafi þess sem Palestínumenn kalla Nakba, eða hörmungarnar, þegar milljónir Palestínumanna voru hraktir á flótta eftir stofnun Ísraelsríkis árið 1948 og átakanna sem fylgdu í kjölfarið. Viðbrögðin hafa ekki staðið á sér á alþjóðavísu sem og hér heima við hafa fjölmargir Íslendingar lýst yfir vanþóknun sinni á framferði Ísraelshers. Sveinn Rúnar Hauksson heldur tölu og ögmundur Jónasson fv. ráðherra veifar palestínska fánanum.Mynd/VilhelmAuk samstöðufundarins á Austurvelli í dag hafa fjölmargir lýst skoðunum sínum á samfélagsmiðlum og spjótunum ekki síst beint að Eurovision keppninni sem haldin verður í Ísrael á næsta ári. Þegar þetta er skrifað hafa um tíu þúsund manns skrifað undir áskorun þess efnis að Ísland sniðgangi keppnina að ári. Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson hefur þá sagt að hann muni ekki taka þátt í forkeppninni á næsta ári og Páll Óskar Hjálmtýsson er þeirrar skoðunar að Ísland eigi ekki að taka þátt á meðan keppnin er haldin í Ísrael. Íslenskir stjórnmálamenn hafa sumir hverjir brugðist við. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir að utanríkisráðherra og utanríkismálanefnd Alþingis bregðist við og þá sendi þingflokkur Vinstri Grænna frá sér tilkynningu í dag þar sem framferði Ísraelshers er fordæmt. Tengdar fréttir „Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39 4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44 Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Vill að Ísland fordæmi blóðbaðið í Palestínu Búist er við enn frekari mótmælum í Palestínu í dag, réttum sjötíu árum eftir stofnun Ísraelsríkis og degi eftir að Ísraelsmenn skutu tæplega sextíu mótmælendur til bana. Formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi að senda skýr skilaboð um að morðin séu ólíðandi. 15. maí 2018 12:02 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til að sína samstöðu með Palestínumönnum eftir morð Ísraelshers á 59 manns á Gaza svæðinu í gær. Félagið Ísland Palestína stóð fyrir samkomunni og hélt Sveinn Rúnar Hauksson meðal annars tölu en hann hefur verið ötull baráttumaður fyrir frelsi Palestínu um árabil. Dagurinn í dag markar 70 ár frá upphafi þess sem Palestínumenn kalla Nakba, eða hörmungarnar, þegar milljónir Palestínumanna voru hraktir á flótta eftir stofnun Ísraelsríkis árið 1948 og átakanna sem fylgdu í kjölfarið. Viðbrögðin hafa ekki staðið á sér á alþjóðavísu sem og hér heima við hafa fjölmargir Íslendingar lýst yfir vanþóknun sinni á framferði Ísraelshers. Sveinn Rúnar Hauksson heldur tölu og ögmundur Jónasson fv. ráðherra veifar palestínska fánanum.Mynd/VilhelmAuk samstöðufundarins á Austurvelli í dag hafa fjölmargir lýst skoðunum sínum á samfélagsmiðlum og spjótunum ekki síst beint að Eurovision keppninni sem haldin verður í Ísrael á næsta ári. Þegar þetta er skrifað hafa um tíu þúsund manns skrifað undir áskorun þess efnis að Ísland sniðgangi keppnina að ári. Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson hefur þá sagt að hann muni ekki taka þátt í forkeppninni á næsta ári og Páll Óskar Hjálmtýsson er þeirrar skoðunar að Ísland eigi ekki að taka þátt á meðan keppnin er haldin í Ísrael. Íslenskir stjórnmálamenn hafa sumir hverjir brugðist við. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir að utanríkisráðherra og utanríkismálanefnd Alþingis bregðist við og þá sendi þingflokkur Vinstri Grænna frá sér tilkynningu í dag þar sem framferði Ísraelshers er fordæmt.
Tengdar fréttir „Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39 4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44 Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Vill að Ísland fordæmi blóðbaðið í Palestínu Búist er við enn frekari mótmælum í Palestínu í dag, réttum sjötíu árum eftir stofnun Ísraelsríkis og degi eftir að Ísraelsmenn skutu tæplega sextíu mótmælendur til bana. Formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi að senda skýr skilaboð um að morðin séu ólíðandi. 15. maí 2018 12:02 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
„Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39
4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44
Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15
Vill að Ísland fordæmi blóðbaðið í Palestínu Búist er við enn frekari mótmælum í Palestínu í dag, réttum sjötíu árum eftir stofnun Ísraelsríkis og degi eftir að Ísraelsmenn skutu tæplega sextíu mótmælendur til bana. Formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi að senda skýr skilaboð um að morðin séu ólíðandi. 15. maí 2018 12:02