Vitglöp okkar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. maí 2018 10:00 Samhliða hækkandi aldri heimsbyggðarinnar mun tilfellum vitglapa fjölga gríðarlega. Úr fimmtíu milljónum í dag í 152 milljónir um miðja öld þegar fjárhagsleg byrði slíkra minnissjúkdóma mun nema um tvö þúsund milljörðum Bandaríkjadala á ári, margfalt meira en samanlagður kostnaður af krabbameinum og hjartasjúkdómum. Vitglöp eru ekki eðlilegur fylgifiskur öldrunar. Þau eru ekki það að gleyma hvar maður setti veskið, heldur hvað veskið nákvæmlega er. Vitglöp eru í raun regnhlífarhugtak yfir einkenni sem rekja má til ágengra og óafturkræfra heilasjúkdóma eins og Alzheimer og Lewy Body. Vitglöp eru, og verða, eitt stærsta viðfangsefni okkar kynslóðar. Okkar framlag til þessarar löngu baráttu ætti að vera öflugt og skapandi vísindastarf ásamt heildstæðri áætlun um það hvernig við ætlum að takast á við það vaxandi vandamál sem vitglöp eru, og hvernig hægt er að búa innviði okkar og samfélag undir að hlúa enn betur að þeim sem sökkva hægt í óreiðu andlegrar hnignunar. Þegar vísindin eru annars vegar þá hafa fræðin tekið gríðarlegum framförum á undanförnum árum, að minnsta kosti hvað varðar skilning okkar á vitglöpum, þó margt sé enn á huldu um tilurð þeirra. Lyfjatilraunir á þessari öld hafa skilað litlum sem engum árangri.Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru vísindamenn nú vongóðir um að nýtt lyf sem hindrar efnaferla sem leiða til Alzheimer muni skila tilætluðum árangri. Íslensk erfðaþekking gegndi mikilvægu hlutverki í að staðfesta lyfjamörk lyfsins og hún gegnir lykilhlutverki í prófun þess. Eitt er þó víst. Við munum því miður aldrei þróa eitt tiltekið lyf sem hentar öllum. Þannig er það óumflýjanlegt að við þurfum að takast á við þær krefjandi áskoranir sem fylgja auknum fjölda þeirra sem glíma við vitglöp. Flest vestræn ríki gera sér grein fyrir þessu og hafa unnið umfangsmiklar áætlanir til að takast á við þær. Alþingi Íslendinga samþykkti í mars á síðasta ári þingsályktunartillögu þess efnis að ráðist yrði í gerð slíkrar áætlunar. Ekkert hefur gerst síðan þá. Starfshópurinn hefur ekki tekið til starfa og nú geta 200 manns átt von á að bíða í allt að tvö ár eftir að komast í dagþjálfun, með tilheyrandi afturför í sjálfsbjargargetu. Eins og bent var á í ritstjórnargrein Læknablaðsins nýverið, þá ríkir sannarlega úrræðaleysi í málaflokknum. Brýn þörf er á að móta heildstæða stefnu í málefnum þeirra sem glíma við heilabilun og aðstandenda þeirra. Stefna þessi þarf að taka til heilbrigðisþjónustunnar, skráningar á einkennum og sjúkdómum, vísindavinnu hér á landi og erlendis til að auðvelda innleiðingu nýrra og gagnreyndra úrræða, og um leið til fræðslu og stuðnings þar sem vakin er athygli á erfðafræðilegum áhættuþáttum sem og þeirri mikilvægu staðreynd að heilsusamlegt líferni getur minnkað líkur á vitlöpum umtalsvert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Samhliða hækkandi aldri heimsbyggðarinnar mun tilfellum vitglapa fjölga gríðarlega. Úr fimmtíu milljónum í dag í 152 milljónir um miðja öld þegar fjárhagsleg byrði slíkra minnissjúkdóma mun nema um tvö þúsund milljörðum Bandaríkjadala á ári, margfalt meira en samanlagður kostnaður af krabbameinum og hjartasjúkdómum. Vitglöp eru ekki eðlilegur fylgifiskur öldrunar. Þau eru ekki það að gleyma hvar maður setti veskið, heldur hvað veskið nákvæmlega er. Vitglöp eru í raun regnhlífarhugtak yfir einkenni sem rekja má til ágengra og óafturkræfra heilasjúkdóma eins og Alzheimer og Lewy Body. Vitglöp eru, og verða, eitt stærsta viðfangsefni okkar kynslóðar. Okkar framlag til þessarar löngu baráttu ætti að vera öflugt og skapandi vísindastarf ásamt heildstæðri áætlun um það hvernig við ætlum að takast á við það vaxandi vandamál sem vitglöp eru, og hvernig hægt er að búa innviði okkar og samfélag undir að hlúa enn betur að þeim sem sökkva hægt í óreiðu andlegrar hnignunar. Þegar vísindin eru annars vegar þá hafa fræðin tekið gríðarlegum framförum á undanförnum árum, að minnsta kosti hvað varðar skilning okkar á vitglöpum, þó margt sé enn á huldu um tilurð þeirra. Lyfjatilraunir á þessari öld hafa skilað litlum sem engum árangri.Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru vísindamenn nú vongóðir um að nýtt lyf sem hindrar efnaferla sem leiða til Alzheimer muni skila tilætluðum árangri. Íslensk erfðaþekking gegndi mikilvægu hlutverki í að staðfesta lyfjamörk lyfsins og hún gegnir lykilhlutverki í prófun þess. Eitt er þó víst. Við munum því miður aldrei þróa eitt tiltekið lyf sem hentar öllum. Þannig er það óumflýjanlegt að við þurfum að takast á við þær krefjandi áskoranir sem fylgja auknum fjölda þeirra sem glíma við vitglöp. Flest vestræn ríki gera sér grein fyrir þessu og hafa unnið umfangsmiklar áætlanir til að takast á við þær. Alþingi Íslendinga samþykkti í mars á síðasta ári þingsályktunartillögu þess efnis að ráðist yrði í gerð slíkrar áætlunar. Ekkert hefur gerst síðan þá. Starfshópurinn hefur ekki tekið til starfa og nú geta 200 manns átt von á að bíða í allt að tvö ár eftir að komast í dagþjálfun, með tilheyrandi afturför í sjálfsbjargargetu. Eins og bent var á í ritstjórnargrein Læknablaðsins nýverið, þá ríkir sannarlega úrræðaleysi í málaflokknum. Brýn þörf er á að móta heildstæða stefnu í málefnum þeirra sem glíma við heilabilun og aðstandenda þeirra. Stefna þessi þarf að taka til heilbrigðisþjónustunnar, skráningar á einkennum og sjúkdómum, vísindavinnu hér á landi og erlendis til að auðvelda innleiðingu nýrra og gagnreyndra úrræða, og um leið til fræðslu og stuðnings þar sem vakin er athygli á erfðafræðilegum áhættuþáttum sem og þeirri mikilvægu staðreynd að heilsusamlegt líferni getur minnkað líkur á vitlöpum umtalsvert.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun