Íslenska kraftlyftingavorið Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. maí 2018 07:30 Kara Gautadóttir lyftir 152,5 kíló á Evrópumótinu í Plzen. Fréttablaðið/EPF Íslenskt kraftlyftingafólk var sigursælt á Evrópumótinu í kraftlyftingum sem fór fram í Plzen í Tékklandi í síðustu viku en íslenska afreksfólkið kom heim með níu verðlaunapeninga, þar af sex gullverðlaun. Íslenska sveitin var skipuð sjö manns en þrjár stelpur kepptu og fjórir strákar. Hópurinn setti sér háleit markmið í bland við áætlanir um að yngri keppendur fengju reynslu af því að keppa á stóra sviðinu. Mikill vöxtur hefur átt sér stað í kraftlyftingum á Íslandi undanfarin ár en Grétar Skúli Gunnarsson, þjálfari, ferðaðist með liðinu til Tékklands og var sáttur með heildarniðurstöðuna þegar Fréttablaðið heyrði í honum. „Við fórum með háleit markmið, Sóley var fyrirfram með töluverða yfirburði í sínum flokki en fyrir Guðfinn, Karl og Köru var þetta frábær reynsla að máta sig á stóra sviðinu. Á þessum aldri skiptir miklu máli að fá reynslu og sjá hvað þau bestu í heiminum eru að gera og að vinna verðlaun er góð viðbót. Þetta er annað árið sem Sóley vinnur gull en það er langur vegur fram undan fyrir hana,“ sagði Grétar og hélt áfram: „Hún á í raun ekki að toppa fyrr en eftir tíu ár, um 26 ára aldurinn, rétt eins og Viktor og Júlían eiga eftir að ná toppnum. Það tekur langan tíma að verða sterkur í kraftlyftingum án þess að nota stera. Maður getur verið að bæta sig í 15-20 ár.“ Hann segir að það geti verið erfitt að fá ungt fólk í kraftlyftingar. „Það getur verið erfitt að finna ungt fólk sem hefur áhuga á að tileinka sér íþrótt eins og kraftlyftingar, það liggur ofboðslega mikil vinna að baki, það er ekki hægt að verða bara skyndilega góður. Svo er ekki mikill peningur í þessu á Íslandi. Það er erfitt að hafa atvinnu af því að vera í kraftlyftingum án þess að vera að þjálfa,“ sagði Grétar en hann segist þrátt fyrir það finna fyrir auknum áhuga. „Ég held að þetta sé mesti meðbyr sem kraftlyftingar hafa haft á Íslandi síðan Jón Páll Sigmarsson var í þessu, það er hægt að kalla þetta vor íslenskra kraftlyftinga. Það er mikil hefð á Íslandi fyrir kraftlyftingum og mikil saga. Svo er vilji hjá öllum sem æfa þetta að gera vel, standa saman og bæta okkur,“ sagði Grétar og bætti við: „Hefðin og sagan er það sem Ísland hefur, við getum ekki keppt við önnur sambönd erlendis þar sem samböndin fá meira fjármagn og betri aðstöðu en hefðin vinnur með okkur, það er menning fyrir aflraunum á Íslandi og við höfum það fram yfir samkeppnisþjóðirnar.“ Hann segir að það séu háleit markmið á Íslandi. „Við erum með frábæra krakka að æfa sem eiga eftir að ná langt og eftir nokkur ár verða innviðir og aðstaðan í bland við gæðin komin í takt við það sem þekkist erlendis. Aðstöðuleysið er kannski það helsta sem er að hrjá okkur, það vantar betri keppnisaðstöðu og aðstöðuleysið er það sem heldur mest aftur af íslensku kraftlyftingafólki.“ Aðrar íþróttir Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Sjá meira
Íslenskt kraftlyftingafólk var sigursælt á Evrópumótinu í kraftlyftingum sem fór fram í Plzen í Tékklandi í síðustu viku en íslenska afreksfólkið kom heim með níu verðlaunapeninga, þar af sex gullverðlaun. Íslenska sveitin var skipuð sjö manns en þrjár stelpur kepptu og fjórir strákar. Hópurinn setti sér háleit markmið í bland við áætlanir um að yngri keppendur fengju reynslu af því að keppa á stóra sviðinu. Mikill vöxtur hefur átt sér stað í kraftlyftingum á Íslandi undanfarin ár en Grétar Skúli Gunnarsson, þjálfari, ferðaðist með liðinu til Tékklands og var sáttur með heildarniðurstöðuna þegar Fréttablaðið heyrði í honum. „Við fórum með háleit markmið, Sóley var fyrirfram með töluverða yfirburði í sínum flokki en fyrir Guðfinn, Karl og Köru var þetta frábær reynsla að máta sig á stóra sviðinu. Á þessum aldri skiptir miklu máli að fá reynslu og sjá hvað þau bestu í heiminum eru að gera og að vinna verðlaun er góð viðbót. Þetta er annað árið sem Sóley vinnur gull en það er langur vegur fram undan fyrir hana,“ sagði Grétar og hélt áfram: „Hún á í raun ekki að toppa fyrr en eftir tíu ár, um 26 ára aldurinn, rétt eins og Viktor og Júlían eiga eftir að ná toppnum. Það tekur langan tíma að verða sterkur í kraftlyftingum án þess að nota stera. Maður getur verið að bæta sig í 15-20 ár.“ Hann segir að það geti verið erfitt að fá ungt fólk í kraftlyftingar. „Það getur verið erfitt að finna ungt fólk sem hefur áhuga á að tileinka sér íþrótt eins og kraftlyftingar, það liggur ofboðslega mikil vinna að baki, það er ekki hægt að verða bara skyndilega góður. Svo er ekki mikill peningur í þessu á Íslandi. Það er erfitt að hafa atvinnu af því að vera í kraftlyftingum án þess að vera að þjálfa,“ sagði Grétar en hann segist þrátt fyrir það finna fyrir auknum áhuga. „Ég held að þetta sé mesti meðbyr sem kraftlyftingar hafa haft á Íslandi síðan Jón Páll Sigmarsson var í þessu, það er hægt að kalla þetta vor íslenskra kraftlyftinga. Það er mikil hefð á Íslandi fyrir kraftlyftingum og mikil saga. Svo er vilji hjá öllum sem æfa þetta að gera vel, standa saman og bæta okkur,“ sagði Grétar og bætti við: „Hefðin og sagan er það sem Ísland hefur, við getum ekki keppt við önnur sambönd erlendis þar sem samböndin fá meira fjármagn og betri aðstöðu en hefðin vinnur með okkur, það er menning fyrir aflraunum á Íslandi og við höfum það fram yfir samkeppnisþjóðirnar.“ Hann segir að það séu háleit markmið á Íslandi. „Við erum með frábæra krakka að æfa sem eiga eftir að ná langt og eftir nokkur ár verða innviðir og aðstaðan í bland við gæðin komin í takt við það sem þekkist erlendis. Aðstöðuleysið er kannski það helsta sem er að hrjá okkur, það vantar betri keppnisaðstöðu og aðstöðuleysið er það sem heldur mest aftur af íslensku kraftlyftingafólki.“
Aðrar íþróttir Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Sjá meira