Íslenska kraftlyftingavorið Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. maí 2018 07:30 Kara Gautadóttir lyftir 152,5 kíló á Evrópumótinu í Plzen. Fréttablaðið/EPF Íslenskt kraftlyftingafólk var sigursælt á Evrópumótinu í kraftlyftingum sem fór fram í Plzen í Tékklandi í síðustu viku en íslenska afreksfólkið kom heim með níu verðlaunapeninga, þar af sex gullverðlaun. Íslenska sveitin var skipuð sjö manns en þrjár stelpur kepptu og fjórir strákar. Hópurinn setti sér háleit markmið í bland við áætlanir um að yngri keppendur fengju reynslu af því að keppa á stóra sviðinu. Mikill vöxtur hefur átt sér stað í kraftlyftingum á Íslandi undanfarin ár en Grétar Skúli Gunnarsson, þjálfari, ferðaðist með liðinu til Tékklands og var sáttur með heildarniðurstöðuna þegar Fréttablaðið heyrði í honum. „Við fórum með háleit markmið, Sóley var fyrirfram með töluverða yfirburði í sínum flokki en fyrir Guðfinn, Karl og Köru var þetta frábær reynsla að máta sig á stóra sviðinu. Á þessum aldri skiptir miklu máli að fá reynslu og sjá hvað þau bestu í heiminum eru að gera og að vinna verðlaun er góð viðbót. Þetta er annað árið sem Sóley vinnur gull en það er langur vegur fram undan fyrir hana,“ sagði Grétar og hélt áfram: „Hún á í raun ekki að toppa fyrr en eftir tíu ár, um 26 ára aldurinn, rétt eins og Viktor og Júlían eiga eftir að ná toppnum. Það tekur langan tíma að verða sterkur í kraftlyftingum án þess að nota stera. Maður getur verið að bæta sig í 15-20 ár.“ Hann segir að það geti verið erfitt að fá ungt fólk í kraftlyftingar. „Það getur verið erfitt að finna ungt fólk sem hefur áhuga á að tileinka sér íþrótt eins og kraftlyftingar, það liggur ofboðslega mikil vinna að baki, það er ekki hægt að verða bara skyndilega góður. Svo er ekki mikill peningur í þessu á Íslandi. Það er erfitt að hafa atvinnu af því að vera í kraftlyftingum án þess að vera að þjálfa,“ sagði Grétar en hann segist þrátt fyrir það finna fyrir auknum áhuga. „Ég held að þetta sé mesti meðbyr sem kraftlyftingar hafa haft á Íslandi síðan Jón Páll Sigmarsson var í þessu, það er hægt að kalla þetta vor íslenskra kraftlyftinga. Það er mikil hefð á Íslandi fyrir kraftlyftingum og mikil saga. Svo er vilji hjá öllum sem æfa þetta að gera vel, standa saman og bæta okkur,“ sagði Grétar og bætti við: „Hefðin og sagan er það sem Ísland hefur, við getum ekki keppt við önnur sambönd erlendis þar sem samböndin fá meira fjármagn og betri aðstöðu en hefðin vinnur með okkur, það er menning fyrir aflraunum á Íslandi og við höfum það fram yfir samkeppnisþjóðirnar.“ Hann segir að það séu háleit markmið á Íslandi. „Við erum með frábæra krakka að æfa sem eiga eftir að ná langt og eftir nokkur ár verða innviðir og aðstaðan í bland við gæðin komin í takt við það sem þekkist erlendis. Aðstöðuleysið er kannski það helsta sem er að hrjá okkur, það vantar betri keppnisaðstöðu og aðstöðuleysið er það sem heldur mest aftur af íslensku kraftlyftingafólki.“ Aðrar íþróttir Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Í beinni: Keflavík - Valur | Meistarar mætast Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Sjá meira
Íslenskt kraftlyftingafólk var sigursælt á Evrópumótinu í kraftlyftingum sem fór fram í Plzen í Tékklandi í síðustu viku en íslenska afreksfólkið kom heim með níu verðlaunapeninga, þar af sex gullverðlaun. Íslenska sveitin var skipuð sjö manns en þrjár stelpur kepptu og fjórir strákar. Hópurinn setti sér háleit markmið í bland við áætlanir um að yngri keppendur fengju reynslu af því að keppa á stóra sviðinu. Mikill vöxtur hefur átt sér stað í kraftlyftingum á Íslandi undanfarin ár en Grétar Skúli Gunnarsson, þjálfari, ferðaðist með liðinu til Tékklands og var sáttur með heildarniðurstöðuna þegar Fréttablaðið heyrði í honum. „Við fórum með háleit markmið, Sóley var fyrirfram með töluverða yfirburði í sínum flokki en fyrir Guðfinn, Karl og Köru var þetta frábær reynsla að máta sig á stóra sviðinu. Á þessum aldri skiptir miklu máli að fá reynslu og sjá hvað þau bestu í heiminum eru að gera og að vinna verðlaun er góð viðbót. Þetta er annað árið sem Sóley vinnur gull en það er langur vegur fram undan fyrir hana,“ sagði Grétar og hélt áfram: „Hún á í raun ekki að toppa fyrr en eftir tíu ár, um 26 ára aldurinn, rétt eins og Viktor og Júlían eiga eftir að ná toppnum. Það tekur langan tíma að verða sterkur í kraftlyftingum án þess að nota stera. Maður getur verið að bæta sig í 15-20 ár.“ Hann segir að það geti verið erfitt að fá ungt fólk í kraftlyftingar. „Það getur verið erfitt að finna ungt fólk sem hefur áhuga á að tileinka sér íþrótt eins og kraftlyftingar, það liggur ofboðslega mikil vinna að baki, það er ekki hægt að verða bara skyndilega góður. Svo er ekki mikill peningur í þessu á Íslandi. Það er erfitt að hafa atvinnu af því að vera í kraftlyftingum án þess að vera að þjálfa,“ sagði Grétar en hann segist þrátt fyrir það finna fyrir auknum áhuga. „Ég held að þetta sé mesti meðbyr sem kraftlyftingar hafa haft á Íslandi síðan Jón Páll Sigmarsson var í þessu, það er hægt að kalla þetta vor íslenskra kraftlyftinga. Það er mikil hefð á Íslandi fyrir kraftlyftingum og mikil saga. Svo er vilji hjá öllum sem æfa þetta að gera vel, standa saman og bæta okkur,“ sagði Grétar og bætti við: „Hefðin og sagan er það sem Ísland hefur, við getum ekki keppt við önnur sambönd erlendis þar sem samböndin fá meira fjármagn og betri aðstöðu en hefðin vinnur með okkur, það er menning fyrir aflraunum á Íslandi og við höfum það fram yfir samkeppnisþjóðirnar.“ Hann segir að það séu háleit markmið á Íslandi. „Við erum með frábæra krakka að æfa sem eiga eftir að ná langt og eftir nokkur ár verða innviðir og aðstaðan í bland við gæðin komin í takt við það sem þekkist erlendis. Aðstöðuleysið er kannski það helsta sem er að hrjá okkur, það vantar betri keppnisaðstöðu og aðstöðuleysið er það sem heldur mest aftur af íslensku kraftlyftingafólki.“
Aðrar íþróttir Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Í beinni: Keflavík - Valur | Meistarar mætast Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Sjá meira