Erlent

Maður stunginn fyrir utan Konunglega þjóðleikhúsið í Lundúnum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Árásarmannsins er leitað.
Árásarmannsins er leitað. visir/getty
Laust fyrir klukkan fjögur að staðartíma var breska lögreglan kölluð til vegna stunguárásar fyrir utan konunglega þjóðleikhúsið í Lundúnum í dag.

Maður var stunginn á svölum leikhússins um hábjartan dag og aðeins örfáum klukkustundum áður en sjónvarpsverðlaunahátíðin Bafta hófst í hinu nærliggjandi Royal Festival Hall en margmenni var í námunda við svæðið þar árásin átti sér stað.

Samkvæmt heimildum Guardian er fórnarlamb árásarinnar á tvítugsaldri. Ekki er vitað um líðan mannsins en sjónarvottar staðhæfa að hann hefði verið stunginn í bringuna. Maðurinn var fluttur á spítala til aðhlynningar. Árásarmannsins er leitað og lögreglan hefur girt af vettvang árásarinnar.

Konunglega þjóðleikhúsið stendur við hinn líflega suðurbakka Thames árinnar í miðborg Lundúna, nærri Waterloo-brúnni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×