Körfubolti

Snorri snýr heim í Breiðablik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Snorri fer úr grænu í grænt. Hér er hann í grænu litum Þórs í vetur
Snorri fer úr grænu í grænt. Hér er hann í grænu litum Þórs í vetur vísir/anton
Breiðablik verður nýliði í Domino's deild karla á næsta tímabili og er liðið byrjað að styrkja sig fyrir komandi átök. Félagið hefur fengið Snorra Hrafnkelsson aftur heim í Kópavoginn.

Félagið sendi frá sér tilkynningu þess efnis í dag. Þar segir að Snorri sé uppalinn Bliki sem sé að snúa við eftir að hafa verið á flakki undanfarin ár. Hann hefur spilað með Domino's deildarliðum síðustu tímabil; Njarðvík, Keflavík, KR og Þór Þorlákshöfn á síðasta tímabili.

„Það er frábært að fá Snorra inn, hann leikmaður með reynslu úr úrvalsdeild og hann bætir við kærkomnum sentimetrum við hópinn. Þetta er leikmaður sem ég sé fyrir mér að passi vel inn í þann leikstíl sem við munnum leggja upp með næsta vetur,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, í tilkynningunni.

Snorri lék 16 leiki með Þórsurum á síðasta tímabili þar sem hann setti 5 stig að meðaltali í leik og tók 3 fráköst, en hann spilaði tæpar 20 mínútur að meðaltali í leikjunum 16.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×