Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2018 18:15 Ivanka Trump og Benjamin Netanyahu féllust í faðma í dag. vísir/epa Ivanka Trump og eiginmaður hennar Jared Kushner verða viðstödd opnun sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem sem fer fram á morgun. Hjónin fara fyrir sendinefnd Bandaríkjanna en þau lentu í Ísrael í dag og hittu Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sá sér ekki fært að mæta á opnunina en gert er ráð fyrir því að Trump flytji stutt ávarp í gegnum streymi á athöfninni. BBC greinir frá. Ákvörðun Trumps að flytja sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem hefur víða um heim verið mótmælt. Bæði Ísraelar og Palestínumenn gera tilkall til Jerúsalem. Palestínumenn telja að með útspilinu hafi forsetinn ógnað friðarviðræðum ríkjanna tveggja. Skömmu eftir ákvörðun Bandaríkjaforseta gerðu Egyptar drög að ályktun í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu og felldu tillöguna. Í drögum að ályktuninni segir „Því er lýst yfir að engar ákvarðanir eða aðgerðir, sem var ætlað að hafa breytt eðli stöðu eða lýðfræðilegri samsetningu hinnar Helgu borgar Jerúsalem hafa lagalega þýðingu. Þær verði marklausar og felldar úr gildi og þess er krafist að ákvörðunin verði afturkölluð í samræmi við ályktun öryggisráðsins.“Þrátt fyrir að Palestínumenn segi að ákvörðun Bandaríkjastjórnar ógni friðarviðræðum segist Ivanka Trump biðja fyrir friði.vísir/epaKjaftshögg aldarinnarForsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu fagnar ákvörðun Bandaríkjastjórnar og biðlar til annarra ríkja að fara að fordæmi Donalds Trump. Það sé hið rétta í stöðunni. Á meðan Netanyahu talar um að flutningarnir séu tilefni til að fagna segir Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, að ákvörðunin sé „kjaftshögg aldarinnar.“ Í Twitterfærslu sagði Ivanka að það sé henni heiður að vera viðstödd athöfnina á morgun og ennfremur að hún leggist á bæn fyrir frið.I am honored to join the delegation representing @POTUS, his Admin & the American people at this momentous ceremony commemorating the opening of our new US Embassy in Jerusalem, Israel. We will pray for the boundless potential of the US-Israel alliance & we will pray for peace. pic.twitter.com/ulYbJAfTcL— Ivanka Trump (@IvankaTrump) May 12, 2018 Tengdar fréttir Bandaríkjamenn opna sendiráð í Jerúsalem strax í maí Mun fyrr verður af flutningi sendiráðsins en varaforseti Bandaríkjanna hafð gefið í skyn í opinberri heimsókn til Ísraels í janúar. 23. febrúar 2018 20:50 Ummælum Trump hefur verið mótmælt víða Ummælum Bandaríkjaforseta um innflytjendur frá skítalöndum hefur verið mótmælt víða og hafa sendiráð Bandaríkjanna í nokkrum Afríkuríkum verið krafin formlegs rökstuðnings. 14. janúar 2018 20:40 Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Ivanka Trump og eiginmaður hennar Jared Kushner verða viðstödd opnun sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem sem fer fram á morgun. Hjónin fara fyrir sendinefnd Bandaríkjanna en þau lentu í Ísrael í dag og hittu Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sá sér ekki fært að mæta á opnunina en gert er ráð fyrir því að Trump flytji stutt ávarp í gegnum streymi á athöfninni. BBC greinir frá. Ákvörðun Trumps að flytja sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem hefur víða um heim verið mótmælt. Bæði Ísraelar og Palestínumenn gera tilkall til Jerúsalem. Palestínumenn telja að með útspilinu hafi forsetinn ógnað friðarviðræðum ríkjanna tveggja. Skömmu eftir ákvörðun Bandaríkjaforseta gerðu Egyptar drög að ályktun í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu og felldu tillöguna. Í drögum að ályktuninni segir „Því er lýst yfir að engar ákvarðanir eða aðgerðir, sem var ætlað að hafa breytt eðli stöðu eða lýðfræðilegri samsetningu hinnar Helgu borgar Jerúsalem hafa lagalega þýðingu. Þær verði marklausar og felldar úr gildi og þess er krafist að ákvörðunin verði afturkölluð í samræmi við ályktun öryggisráðsins.“Þrátt fyrir að Palestínumenn segi að ákvörðun Bandaríkjastjórnar ógni friðarviðræðum segist Ivanka Trump biðja fyrir friði.vísir/epaKjaftshögg aldarinnarForsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu fagnar ákvörðun Bandaríkjastjórnar og biðlar til annarra ríkja að fara að fordæmi Donalds Trump. Það sé hið rétta í stöðunni. Á meðan Netanyahu talar um að flutningarnir séu tilefni til að fagna segir Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, að ákvörðunin sé „kjaftshögg aldarinnar.“ Í Twitterfærslu sagði Ivanka að það sé henni heiður að vera viðstödd athöfnina á morgun og ennfremur að hún leggist á bæn fyrir frið.I am honored to join the delegation representing @POTUS, his Admin & the American people at this momentous ceremony commemorating the opening of our new US Embassy in Jerusalem, Israel. We will pray for the boundless potential of the US-Israel alliance & we will pray for peace. pic.twitter.com/ulYbJAfTcL— Ivanka Trump (@IvankaTrump) May 12, 2018
Tengdar fréttir Bandaríkjamenn opna sendiráð í Jerúsalem strax í maí Mun fyrr verður af flutningi sendiráðsins en varaforseti Bandaríkjanna hafð gefið í skyn í opinberri heimsókn til Ísraels í janúar. 23. febrúar 2018 20:50 Ummælum Trump hefur verið mótmælt víða Ummælum Bandaríkjaforseta um innflytjendur frá skítalöndum hefur verið mótmælt víða og hafa sendiráð Bandaríkjanna í nokkrum Afríkuríkum verið krafin formlegs rökstuðnings. 14. janúar 2018 20:40 Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Bandaríkjamenn opna sendiráð í Jerúsalem strax í maí Mun fyrr verður af flutningi sendiráðsins en varaforseti Bandaríkjanna hafð gefið í skyn í opinberri heimsókn til Ísraels í janúar. 23. febrúar 2018 20:50
Ummælum Trump hefur verið mótmælt víða Ummælum Bandaríkjaforseta um innflytjendur frá skítalöndum hefur verið mótmælt víða og hafa sendiráð Bandaríkjanna í nokkrum Afríkuríkum verið krafin formlegs rökstuðnings. 14. janúar 2018 20:40
Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29