Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2018 18:15 Ivanka Trump og Benjamin Netanyahu féllust í faðma í dag. vísir/epa Ivanka Trump og eiginmaður hennar Jared Kushner verða viðstödd opnun sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem sem fer fram á morgun. Hjónin fara fyrir sendinefnd Bandaríkjanna en þau lentu í Ísrael í dag og hittu Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sá sér ekki fært að mæta á opnunina en gert er ráð fyrir því að Trump flytji stutt ávarp í gegnum streymi á athöfninni. BBC greinir frá. Ákvörðun Trumps að flytja sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem hefur víða um heim verið mótmælt. Bæði Ísraelar og Palestínumenn gera tilkall til Jerúsalem. Palestínumenn telja að með útspilinu hafi forsetinn ógnað friðarviðræðum ríkjanna tveggja. Skömmu eftir ákvörðun Bandaríkjaforseta gerðu Egyptar drög að ályktun í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu og felldu tillöguna. Í drögum að ályktuninni segir „Því er lýst yfir að engar ákvarðanir eða aðgerðir, sem var ætlað að hafa breytt eðli stöðu eða lýðfræðilegri samsetningu hinnar Helgu borgar Jerúsalem hafa lagalega þýðingu. Þær verði marklausar og felldar úr gildi og þess er krafist að ákvörðunin verði afturkölluð í samræmi við ályktun öryggisráðsins.“Þrátt fyrir að Palestínumenn segi að ákvörðun Bandaríkjastjórnar ógni friðarviðræðum segist Ivanka Trump biðja fyrir friði.vísir/epaKjaftshögg aldarinnarForsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu fagnar ákvörðun Bandaríkjastjórnar og biðlar til annarra ríkja að fara að fordæmi Donalds Trump. Það sé hið rétta í stöðunni. Á meðan Netanyahu talar um að flutningarnir séu tilefni til að fagna segir Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, að ákvörðunin sé „kjaftshögg aldarinnar.“ Í Twitterfærslu sagði Ivanka að það sé henni heiður að vera viðstödd athöfnina á morgun og ennfremur að hún leggist á bæn fyrir frið.I am honored to join the delegation representing @POTUS, his Admin & the American people at this momentous ceremony commemorating the opening of our new US Embassy in Jerusalem, Israel. We will pray for the boundless potential of the US-Israel alliance & we will pray for peace. pic.twitter.com/ulYbJAfTcL— Ivanka Trump (@IvankaTrump) May 12, 2018 Tengdar fréttir Bandaríkjamenn opna sendiráð í Jerúsalem strax í maí Mun fyrr verður af flutningi sendiráðsins en varaforseti Bandaríkjanna hafð gefið í skyn í opinberri heimsókn til Ísraels í janúar. 23. febrúar 2018 20:50 Ummælum Trump hefur verið mótmælt víða Ummælum Bandaríkjaforseta um innflytjendur frá skítalöndum hefur verið mótmælt víða og hafa sendiráð Bandaríkjanna í nokkrum Afríkuríkum verið krafin formlegs rökstuðnings. 14. janúar 2018 20:40 Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Ivanka Trump og eiginmaður hennar Jared Kushner verða viðstödd opnun sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem sem fer fram á morgun. Hjónin fara fyrir sendinefnd Bandaríkjanna en þau lentu í Ísrael í dag og hittu Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sá sér ekki fært að mæta á opnunina en gert er ráð fyrir því að Trump flytji stutt ávarp í gegnum streymi á athöfninni. BBC greinir frá. Ákvörðun Trumps að flytja sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem hefur víða um heim verið mótmælt. Bæði Ísraelar og Palestínumenn gera tilkall til Jerúsalem. Palestínumenn telja að með útspilinu hafi forsetinn ógnað friðarviðræðum ríkjanna tveggja. Skömmu eftir ákvörðun Bandaríkjaforseta gerðu Egyptar drög að ályktun í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu og felldu tillöguna. Í drögum að ályktuninni segir „Því er lýst yfir að engar ákvarðanir eða aðgerðir, sem var ætlað að hafa breytt eðli stöðu eða lýðfræðilegri samsetningu hinnar Helgu borgar Jerúsalem hafa lagalega þýðingu. Þær verði marklausar og felldar úr gildi og þess er krafist að ákvörðunin verði afturkölluð í samræmi við ályktun öryggisráðsins.“Þrátt fyrir að Palestínumenn segi að ákvörðun Bandaríkjastjórnar ógni friðarviðræðum segist Ivanka Trump biðja fyrir friði.vísir/epaKjaftshögg aldarinnarForsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu fagnar ákvörðun Bandaríkjastjórnar og biðlar til annarra ríkja að fara að fordæmi Donalds Trump. Það sé hið rétta í stöðunni. Á meðan Netanyahu talar um að flutningarnir séu tilefni til að fagna segir Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, að ákvörðunin sé „kjaftshögg aldarinnar.“ Í Twitterfærslu sagði Ivanka að það sé henni heiður að vera viðstödd athöfnina á morgun og ennfremur að hún leggist á bæn fyrir frið.I am honored to join the delegation representing @POTUS, his Admin & the American people at this momentous ceremony commemorating the opening of our new US Embassy in Jerusalem, Israel. We will pray for the boundless potential of the US-Israel alliance & we will pray for peace. pic.twitter.com/ulYbJAfTcL— Ivanka Trump (@IvankaTrump) May 12, 2018
Tengdar fréttir Bandaríkjamenn opna sendiráð í Jerúsalem strax í maí Mun fyrr verður af flutningi sendiráðsins en varaforseti Bandaríkjanna hafð gefið í skyn í opinberri heimsókn til Ísraels í janúar. 23. febrúar 2018 20:50 Ummælum Trump hefur verið mótmælt víða Ummælum Bandaríkjaforseta um innflytjendur frá skítalöndum hefur verið mótmælt víða og hafa sendiráð Bandaríkjanna í nokkrum Afríkuríkum verið krafin formlegs rökstuðnings. 14. janúar 2018 20:40 Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Bandaríkjamenn opna sendiráð í Jerúsalem strax í maí Mun fyrr verður af flutningi sendiráðsins en varaforseti Bandaríkjanna hafð gefið í skyn í opinberri heimsókn til Ísraels í janúar. 23. febrúar 2018 20:50
Ummælum Trump hefur verið mótmælt víða Ummælum Bandaríkjaforseta um innflytjendur frá skítalöndum hefur verið mótmælt víða og hafa sendiráð Bandaríkjanna í nokkrum Afríkuríkum verið krafin formlegs rökstuðnings. 14. janúar 2018 20:40
Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29