Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes Þórdís Valsdóttir skrifar 13. maí 2018 09:27 Rúmlega áttatíu konur tóku þátt í mótmælunum. Vísir/Getty Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. Frægar leikkonur á borð við Cate Blanchett, Kristen Stewart og Salma Hayek tóku þátt í mótmælagöngunni sem fór fram á rauða dreglinum. Konurnar gengu hönd í hönd niður rauða dregilinn og Cate Blanchett talaði um kynjamisrétti í iðnaðinum. „Við erum 82 konur sem komum fram fyrir hönd fjölda kvenkyns leikstjóra sem hafa gengið upp þessar tröppur síðan á fyrstu Cannes kvikmyndahátíðinni árið 1946. Síðan þá hafa 1.688 karlkyns leikstjórar gengið upp þessar sömu tröppur,“ sagði Blanchett og bætti við að hin virtu verðlaun Gullpálminn hafi aðeins verið veittur einni konu, en 71 karlmanni. Þetta er fyrsta Cannes kvikmyndahátíðin sem haldin hefur verið síðan MeToo byltingin hófst og ásakanir á hendur Harvey Weinstein um kynferðislegt ofbeldi litu dagsins ljós. Fleiri en 80 konur hafa stigið fram og ásakað Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um er sögð hafa átt sér stað á hátíðinni. Weinstein hefur neitað sök en þó viðurkennt að hafa hegðað sér á óviðeigandi hátt. Á hátíðinni er hægt að hringja í sérstakt neyðarnúmer til þess að tilkynna um kynferðislegt ofbeldi og rætt var við gesti hátíðarinnar um hegðun þeirra við komu á hátíðina. Kona fer í stríð var fagnað á Cannes hátíðinni um helgina.Nordisk Film & TV Fond Kona fer í stríð valin til sýningar Heiti kvikmyndarinnar Kona í stríð, sem valin var til að keppa á Critic's Week á hátíðinni, er viðeigandi við þessa umfjöllun. Stiklu úr myndinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Benedikt Erlingsson leikstýrði myndinni ásamt því að skrifa handritið með Ólafi Egilssyni. Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið í spennutryllinum en í öðrum hlutverkum eru Jóhann Sigurðarson, Juan Camillo Roman Estrada og Jörundur Ragnarsson. Kvikmyndin Vargur, fyrsta kvikmynd Börks Sigþórssonar í fullri lengd verður sýnd á markaðssýningu á hátíðinni í ár. Þá hafa kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku. Bergmál sem Rúnar Rúnarsson leikstýrði var valin inn á á l´Atelier, sem er partur af aðalhluta Cannes kvikmyndahátíðarinnar. Er þetta í fyrsta skipti sem íslensk mynd tekur þátt í þessum hluta hátíðarinnar. Cannes MeToo Mál Harvey Weinstein Frakkland Tengdar fréttir Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26 Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49 Lögfræðingur Weinstein telur að konurnar séu ekki að segja satt Segir að Weinstein sé einmanna og reiður. 11. maí 2018 14:45 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. Frægar leikkonur á borð við Cate Blanchett, Kristen Stewart og Salma Hayek tóku þátt í mótmælagöngunni sem fór fram á rauða dreglinum. Konurnar gengu hönd í hönd niður rauða dregilinn og Cate Blanchett talaði um kynjamisrétti í iðnaðinum. „Við erum 82 konur sem komum fram fyrir hönd fjölda kvenkyns leikstjóra sem hafa gengið upp þessar tröppur síðan á fyrstu Cannes kvikmyndahátíðinni árið 1946. Síðan þá hafa 1.688 karlkyns leikstjórar gengið upp þessar sömu tröppur,“ sagði Blanchett og bætti við að hin virtu verðlaun Gullpálminn hafi aðeins verið veittur einni konu, en 71 karlmanni. Þetta er fyrsta Cannes kvikmyndahátíðin sem haldin hefur verið síðan MeToo byltingin hófst og ásakanir á hendur Harvey Weinstein um kynferðislegt ofbeldi litu dagsins ljós. Fleiri en 80 konur hafa stigið fram og ásakað Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um er sögð hafa átt sér stað á hátíðinni. Weinstein hefur neitað sök en þó viðurkennt að hafa hegðað sér á óviðeigandi hátt. Á hátíðinni er hægt að hringja í sérstakt neyðarnúmer til þess að tilkynna um kynferðislegt ofbeldi og rætt var við gesti hátíðarinnar um hegðun þeirra við komu á hátíðina. Kona fer í stríð var fagnað á Cannes hátíðinni um helgina.Nordisk Film & TV Fond Kona fer í stríð valin til sýningar Heiti kvikmyndarinnar Kona í stríð, sem valin var til að keppa á Critic's Week á hátíðinni, er viðeigandi við þessa umfjöllun. Stiklu úr myndinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Benedikt Erlingsson leikstýrði myndinni ásamt því að skrifa handritið með Ólafi Egilssyni. Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið í spennutryllinum en í öðrum hlutverkum eru Jóhann Sigurðarson, Juan Camillo Roman Estrada og Jörundur Ragnarsson. Kvikmyndin Vargur, fyrsta kvikmynd Börks Sigþórssonar í fullri lengd verður sýnd á markaðssýningu á hátíðinni í ár. Þá hafa kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku. Bergmál sem Rúnar Rúnarsson leikstýrði var valin inn á á l´Atelier, sem er partur af aðalhluta Cannes kvikmyndahátíðarinnar. Er þetta í fyrsta skipti sem íslensk mynd tekur þátt í þessum hluta hátíðarinnar.
Cannes MeToo Mál Harvey Weinstein Frakkland Tengdar fréttir Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26 Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49 Lögfræðingur Weinstein telur að konurnar séu ekki að segja satt Segir að Weinstein sé einmanna og reiður. 11. maí 2018 14:45 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26
Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49
Lögfræðingur Weinstein telur að konurnar séu ekki að segja satt Segir að Weinstein sé einmanna og reiður. 11. maí 2018 14:45