Telja hjólreiðamenn hafa í raun verið myrta á hrottafenginn hátt í Mexíkó Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2018 17:23 Vini hjólreiðamannanna hafa kallað eftir réttlæti fyrir þeirra hönd. Vísir/EPA Mexíkóskir lögreglumenn segja grun um að tveir evrópskir hjólreiðamenn hafi í raun verið myrtir en áður var talið að þeir hefðu farist í slysi. Lík Þjóðverjans Holger Hagenbusch og Pólverjans Krzysztof Chmielewski fundust fyrir neðan klett í Chiapas-ríki í Mexíkó. Lögreglumenn höfðu greint frá því að talið væri að þeir hefðu fallið fram af klettinum eftir að hafa misst stjórn á hjólum sínum. Var talið að það hefði gerst þegar þeir mættu bíl á veginum.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir frá því að fjölskyldur þeirra og aðrir hjólreiðamenn hefðu verið vantrúa á þá útskýringu og og héldu því fram að eitthvað annað og hryllilegra hefði gerst.Luis Albert Sánchez var nýlega skipaður sérstakur saksóknari í ríkinu en hann greindi frá því á föstudag að grunur væri um að þeir Hagenbusch og Chmielewski hefðu verið myrtir af ræningjum. „Rannsókn okkar gefur til kynna að þetta hafi verið morð af yfirlögðu ráði,“ er haft eftir Sánchez.Hjólreiðamennirnir höfðu ferðast um heiminn undanfarin ár.Vísir/EPaLík Chmielewski fannst fjörutíu metrum fyrir neðan veginn 26. apríl síðastliðinn. Lík Hagenbusch fannst átta dögum síðar, 4. maí síðastliðinn, neðar í gljúfrinu. Vegurinn sem um ræðir er á milli Ocosingo og San Cristóbal de las Casas sem er í suður Mexíkó. Bróðir Hagenbusch, Reiner, sagði við fjölmiðla í Þýskalandi að hann grunaði að mennirnir hefðu verið myrtir og verið væri að reyna að hylma yfir þá staðreynd.Reiner fór til Mexíkó til að bera kennsl á lík bróður síns og fékk þær upplýsingar að höfuð og fót hefði vantað á lík Chmielewski. Lögreglan í Mexíkó telur að Chmielewski hafi verið skotinn í höfuðið. Lík hans fannst nærri hjóli sem tilheyrði Hagenbusch og vakti það upp grunsemdir hjá lögreglu.Sánchez telur að ræningjarnir hafi verið að reyna að fela ummerki um glæpinn.Chmielewski var 37 ára gamall en hann hafði undanfarin þrjú ár ferðast um heiminn á hjóli. Hann hafði heimsótt 51 land og hafði ferðast um Kanada og Bandaríkin áður en hann kom til Mexíkó.Hagenbusch var 43 ára gamall og reyndur hjólreiðamaður. Hann hafði farið til 34 landa og hafði ferðast um á hjóli sínu síðastliðin fjögur ár. BBC segir morðtíðni í Mexíkó afar háa. Árið 2017 var mjög slæmt en 25 þúsund voru myrtir í fyrra samkvæmt opinberum tölum þar í landi, en aldrei hafa verið framin svo mörg morð í Mexíkó frá því mælingar hófust. Meirihluti þessara morða er rakinn til skipulagðrar glæpastarfsemi. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Mexíkóskir lögreglumenn segja grun um að tveir evrópskir hjólreiðamenn hafi í raun verið myrtir en áður var talið að þeir hefðu farist í slysi. Lík Þjóðverjans Holger Hagenbusch og Pólverjans Krzysztof Chmielewski fundust fyrir neðan klett í Chiapas-ríki í Mexíkó. Lögreglumenn höfðu greint frá því að talið væri að þeir hefðu fallið fram af klettinum eftir að hafa misst stjórn á hjólum sínum. Var talið að það hefði gerst þegar þeir mættu bíl á veginum.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir frá því að fjölskyldur þeirra og aðrir hjólreiðamenn hefðu verið vantrúa á þá útskýringu og og héldu því fram að eitthvað annað og hryllilegra hefði gerst.Luis Albert Sánchez var nýlega skipaður sérstakur saksóknari í ríkinu en hann greindi frá því á föstudag að grunur væri um að þeir Hagenbusch og Chmielewski hefðu verið myrtir af ræningjum. „Rannsókn okkar gefur til kynna að þetta hafi verið morð af yfirlögðu ráði,“ er haft eftir Sánchez.Hjólreiðamennirnir höfðu ferðast um heiminn undanfarin ár.Vísir/EPaLík Chmielewski fannst fjörutíu metrum fyrir neðan veginn 26. apríl síðastliðinn. Lík Hagenbusch fannst átta dögum síðar, 4. maí síðastliðinn, neðar í gljúfrinu. Vegurinn sem um ræðir er á milli Ocosingo og San Cristóbal de las Casas sem er í suður Mexíkó. Bróðir Hagenbusch, Reiner, sagði við fjölmiðla í Þýskalandi að hann grunaði að mennirnir hefðu verið myrtir og verið væri að reyna að hylma yfir þá staðreynd.Reiner fór til Mexíkó til að bera kennsl á lík bróður síns og fékk þær upplýsingar að höfuð og fót hefði vantað á lík Chmielewski. Lögreglan í Mexíkó telur að Chmielewski hafi verið skotinn í höfuðið. Lík hans fannst nærri hjóli sem tilheyrði Hagenbusch og vakti það upp grunsemdir hjá lögreglu.Sánchez telur að ræningjarnir hafi verið að reyna að fela ummerki um glæpinn.Chmielewski var 37 ára gamall en hann hafði undanfarin þrjú ár ferðast um heiminn á hjóli. Hann hafði heimsótt 51 land og hafði ferðast um Kanada og Bandaríkin áður en hann kom til Mexíkó.Hagenbusch var 43 ára gamall og reyndur hjólreiðamaður. Hann hafði farið til 34 landa og hafði ferðast um á hjóli sínu síðastliðin fjögur ár. BBC segir morðtíðni í Mexíkó afar háa. Árið 2017 var mjög slæmt en 25 þúsund voru myrtir í fyrra samkvæmt opinberum tölum þar í landi, en aldrei hafa verið framin svo mörg morð í Mexíkó frá því mælingar hófust. Meirihluti þessara morða er rakinn til skipulagðrar glæpastarfsemi.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira