Innlent

Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls

Kristján Már Unnarsson skrifar
Frá Norðurfirði í Árneshreppi.
Frá Norðurfirði í Árneshreppi. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti varðað við lög, sem tilraun til kosningasvindls, og endað sem lögreglumál. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. 

Þetta er bara yfirtaka á hreppnum, sagði íbúi sem ekki vill láta nafns síns getið, og fullyrti að þetta væri skipulögð aðgerð af hálfu andstæðinga Hvalárvirkjunar. Annar íbúi fullyrti það sama en sá þriðji taldi þetta vera fólk úr báðum fylkingum. 

Þjóðskrá Íslands hefur nú ákveðið að skoða lögheimilisflutninga 17 einstaklinga í kringum síðustu mánaðamót, sem er 38 prósenta fjölgun íbúa í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins. 

Í minnisblaði, sem lögmannsstofan Sókn ritar fyrir hönd Árneshrepps, segir að aðrir eins lögheimilisflutningar séu líklega einsdæmi, hlutfallslega. Þeir beri það með sér að vera málamyndaskráningar vegna væntanlegra sveitarstjórnarkosninga.

 

Skrifstofa Árneshrepps er í Norðurfirði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Heimildarmenn fréttastofu segja meirihluta þessara einstaklinga hafa skráð nýtt lögheimili á jörð sem fór í eyði fyrir hálfri öld og aldrei hefur komist í vegasamband. 

Reynist þetta vera málamyndaskráningar, til þess eins að komast á kjörskrá, gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi einstaklinga og bendir lögmannstofan á að kosningaspjöll geti varðað allt að tveggja ára fangelsi eða sektum. Samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytis er það verkefni lögreglu að rannsaka slík mál. 

Hér má sjá frétt Stöðvar 2:


Tengdar fréttir

Telja ekki vera neikvæð áhrif af Hvalárvirkjun

Hvalárvirkjun myndi ekki á nokkurn hátt hafa neikvæð áhrif á eigendur jarða eða fasteigna í Ísafjarðarbæ. Þetta er mat skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×