Vinstri grænir flýja skip Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 11. maí 2018 17:30 Í grein á Vísi sem birtist fyrr í dag leggja frambjóðendur Vinstri grænna í borginni til að friðlýsa Elliðaárdal. Það er fagnaðarefni að frambjóðendurnir séu á einu máli með Sjálfstæðisflokknum að þangað beri að stefna en skrifin gefa engu að síður tilefni til þess að skoða forsögu málsins nánar og sérstaklega aðkomu Vinstri Grænna sem telja nú að „starfsemi af þessu tagi muni hafa óafturkræf áhrif á gæði Elliðaárdalsins og rýra gildi hans sem útivistarsvæðis.“ Núverandi meirihluti í borgarstjórn, þar á meðal borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna, Líf Magneudóttir, auk borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar, Dags. B. Eggertssonar, samþykkti árið 2016 vilyrði á lóð í Elliðaárdal fyrir umfangsmiklum rekstri í tengslum við verkefnið Biodome Aldin. Vilyrðið nær nú alls til 13.000 m2 lóðar þar sem til að byrja með er gert ráð fyrir 3800 m2 grunnflöt bygginga. Þegar málið var til umfjöllunar lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram svohljóðandi bókun: „Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að vilyrði fyrir lóð fyrir Biodome við Stekkjarbakka þurfi að meðhöndlast af mikilli varkárni gagnvart umhverfinu því margt getur komið upp á í því ferli sem framundan er. Ótal mörg skilyrði þarf að uppfylla til að þessi viðkvæmi staður geti komið til greina. Vinna þarf deiliskipulag fyrir staðinn þar sem ströng skilyrði vegna mögulegrar ljósmengunar verða sett og taka þarf tillit til samkeppnissjónarmiða við lóðaúthlutun verði af henni.“ Verkefnið gerir ráð fyrir 800 til 1000 gestum á dag og frá 50 til 85 bílastæðum. Gert er ráð fyrir að aðgangseyrir inn í hvelfinguna verði á við tvo bíómiða.Lax stekkur í Elliðaánum 10. október 2016 um kl. 17Íbúar í grennd við svæðið hafa ekki fengið heildstæða kynningu á verkefninu eða áhrif þess á umhverfið. Hins vegar liggja þær upplýsingar fyrir og hafa Hollvinasamtök Elliðaárdals til að mynda fengið ítarlega kynningu á verkefninu, með þeim skilyrðum að samtökin deili upplýsingunum ekki áfram til íbúa. Velta má fyrir sér hvers vegna íbúar fái ekki aðgang að þeim upplýsingum til jafns við samtökin. Áætlað er að verkefnið fari ekki í opið kynningarferli fyrr en síðar í þessum mánuði eða í júní nk. Útgangspunktur verkefnisins BioDome Aldin er að bjóða upp á mannleg upplifun í trópísku vistkerfi sem er framandi því fjölbreytta og viðkvæma vistkerfi sem er fyrir í dalnum, í eins konar gerviheimi. Núverandi staðarval gerir það að verkum að hin mannlega upplifun verður hins vegar ávallt á kostnað þeirrar mikilfenglegu náttúru sem er þar fyrir og vistkerfi Elliðaárdals látið njóta vafans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögu í borgarráði um friðlýsingu Elliðaárdals. Skorað er á Vinstri græna að leggjast á árarnar með Sjálfstæðisflokknum og samþykkja tillöguna. Það er eina vörnin gegn freistni borgarfulltrúa um frekari úthlutun úr landi Elliðaárdals.Höfundur skipar 9. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í grein á Vísi sem birtist fyrr í dag leggja frambjóðendur Vinstri grænna í borginni til að friðlýsa Elliðaárdal. Það er fagnaðarefni að frambjóðendurnir séu á einu máli með Sjálfstæðisflokknum að þangað beri að stefna en skrifin gefa engu að síður tilefni til þess að skoða forsögu málsins nánar og sérstaklega aðkomu Vinstri Grænna sem telja nú að „starfsemi af þessu tagi muni hafa óafturkræf áhrif á gæði Elliðaárdalsins og rýra gildi hans sem útivistarsvæðis.“ Núverandi meirihluti í borgarstjórn, þar á meðal borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna, Líf Magneudóttir, auk borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar, Dags. B. Eggertssonar, samþykkti árið 2016 vilyrði á lóð í Elliðaárdal fyrir umfangsmiklum rekstri í tengslum við verkefnið Biodome Aldin. Vilyrðið nær nú alls til 13.000 m2 lóðar þar sem til að byrja með er gert ráð fyrir 3800 m2 grunnflöt bygginga. Þegar málið var til umfjöllunar lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram svohljóðandi bókun: „Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að vilyrði fyrir lóð fyrir Biodome við Stekkjarbakka þurfi að meðhöndlast af mikilli varkárni gagnvart umhverfinu því margt getur komið upp á í því ferli sem framundan er. Ótal mörg skilyrði þarf að uppfylla til að þessi viðkvæmi staður geti komið til greina. Vinna þarf deiliskipulag fyrir staðinn þar sem ströng skilyrði vegna mögulegrar ljósmengunar verða sett og taka þarf tillit til samkeppnissjónarmiða við lóðaúthlutun verði af henni.“ Verkefnið gerir ráð fyrir 800 til 1000 gestum á dag og frá 50 til 85 bílastæðum. Gert er ráð fyrir að aðgangseyrir inn í hvelfinguna verði á við tvo bíómiða.Lax stekkur í Elliðaánum 10. október 2016 um kl. 17Íbúar í grennd við svæðið hafa ekki fengið heildstæða kynningu á verkefninu eða áhrif þess á umhverfið. Hins vegar liggja þær upplýsingar fyrir og hafa Hollvinasamtök Elliðaárdals til að mynda fengið ítarlega kynningu á verkefninu, með þeim skilyrðum að samtökin deili upplýsingunum ekki áfram til íbúa. Velta má fyrir sér hvers vegna íbúar fái ekki aðgang að þeim upplýsingum til jafns við samtökin. Áætlað er að verkefnið fari ekki í opið kynningarferli fyrr en síðar í þessum mánuði eða í júní nk. Útgangspunktur verkefnisins BioDome Aldin er að bjóða upp á mannleg upplifun í trópísku vistkerfi sem er framandi því fjölbreytta og viðkvæma vistkerfi sem er fyrir í dalnum, í eins konar gerviheimi. Núverandi staðarval gerir það að verkum að hin mannlega upplifun verður hins vegar ávallt á kostnað þeirrar mikilfenglegu náttúru sem er þar fyrir og vistkerfi Elliðaárdals látið njóta vafans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögu í borgarráði um friðlýsingu Elliðaárdals. Skorað er á Vinstri græna að leggjast á árarnar með Sjálfstæðisflokknum og samþykkja tillöguna. Það er eina vörnin gegn freistni borgarfulltrúa um frekari úthlutun úr landi Elliðaárdals.Höfundur skipar 9. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun