Svona er röð laganna í Eurovision ákveðin Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. maí 2018 17:30 Christer Björkman framleiðandi Eurovision keppninnar. Skjáskot/Youtube Röðun laganna í söngvakeppni eins og Eurovision er engin tilviljun og er mikil hugsun á bak við hina fullkomnu lagauppröðun. Eftir báðar undankeppnirnar sest framleiðandinn niður með sínu teymi og talar um bestu leiðina til þess að raða niður lögunum á úrslitakvöldinu. „Þetta snýst allt um að byggja upp flotta sýningu,“ segir Christer Björkman framleiðandi keppninnar. „Þú vilt byrja á góðri orku og koma partýinu af stað.“ Hann segir að þetta sé næstum því eins og að setja upp söngleik. „Þetta er eins og að búa til lag úr mörgum lögum.“ Nauðsynlegt að hafa gott flæði Það sem Björkman þarf svo að taka inn í reikninginn er að lögin eru dregin inn í annað hvort fyrri eða seinni hluta úrslitakvöldsins. Einnig þarf að hafa í huga alla aukahlutina sem fylgja sumum atriðunum, en starfsfólkið hefur aðeins 40 sekúndur á milli laga til þess að ganga frá og gera tilbúið fyrir næsta atriði. Við skipulagið notar hann litríka minnismiða sem límdir eru upp á stóra töflu. „Post-it miðarnir minna mig á það hvernig lagið er og hvernig tilfinningu það gefur mér.“ Litirnir gefa honum vísbendingu um það hvort gott flæði sé á uppröðuninni, þegar hann er enn að kynnast lögunum snemma í ferlinu. Aldrei fimm ballöður í röð „Til að láta hvert lag skína og verða demanturinn sem það á að vera, þarf að umkringja það með tveimur ólíkum lögum og það get ég gert þegar ég hef tækifærið til þess. Það er margt sem þarf að taka tillit til.“ „Það er sviðsmyndin, litur atriðisins, því ég vil helst ekki seta fjögur rauð atriði í röð, svo er það hraðinn, stundum tungumálið.“ Einnig spáir hann stundum í kyni flytjanda og hvort um er að ræða einstakling eða hóp. „Það eru svo margar breytur sem ég get notað en það mikilvægasta er orka lagsins og tegund. Ég myndi ekki setja þrjú hröð popplög í röð til dæmis og ég myndi ekki setja fimm ballöður í röð, aldrei.“ Eurovision Tengdar fréttir Bannað að sýna Eurovision eftir að hafa átt við útsendinguna Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur bannað einni vinsælustu sjónvarpsstöð í Kína að senda frá Eurovision-söngvakeppninni, sem fram fer þessa dagana. 11. maí 2018 06:52 „Skammastu þín, Salvador Sobral“ Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral segir að framlag Ísrael til keppninnar í ár sé hræðilegt. 11. maí 2018 11:45 Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Röðun laganna í söngvakeppni eins og Eurovision er engin tilviljun og er mikil hugsun á bak við hina fullkomnu lagauppröðun. Eftir báðar undankeppnirnar sest framleiðandinn niður með sínu teymi og talar um bestu leiðina til þess að raða niður lögunum á úrslitakvöldinu. „Þetta snýst allt um að byggja upp flotta sýningu,“ segir Christer Björkman framleiðandi keppninnar. „Þú vilt byrja á góðri orku og koma partýinu af stað.“ Hann segir að þetta sé næstum því eins og að setja upp söngleik. „Þetta er eins og að búa til lag úr mörgum lögum.“ Nauðsynlegt að hafa gott flæði Það sem Björkman þarf svo að taka inn í reikninginn er að lögin eru dregin inn í annað hvort fyrri eða seinni hluta úrslitakvöldsins. Einnig þarf að hafa í huga alla aukahlutina sem fylgja sumum atriðunum, en starfsfólkið hefur aðeins 40 sekúndur á milli laga til þess að ganga frá og gera tilbúið fyrir næsta atriði. Við skipulagið notar hann litríka minnismiða sem límdir eru upp á stóra töflu. „Post-it miðarnir minna mig á það hvernig lagið er og hvernig tilfinningu það gefur mér.“ Litirnir gefa honum vísbendingu um það hvort gott flæði sé á uppröðuninni, þegar hann er enn að kynnast lögunum snemma í ferlinu. Aldrei fimm ballöður í röð „Til að láta hvert lag skína og verða demanturinn sem það á að vera, þarf að umkringja það með tveimur ólíkum lögum og það get ég gert þegar ég hef tækifærið til þess. Það er margt sem þarf að taka tillit til.“ „Það er sviðsmyndin, litur atriðisins, því ég vil helst ekki seta fjögur rauð atriði í röð, svo er það hraðinn, stundum tungumálið.“ Einnig spáir hann stundum í kyni flytjanda og hvort um er að ræða einstakling eða hóp. „Það eru svo margar breytur sem ég get notað en það mikilvægasta er orka lagsins og tegund. Ég myndi ekki setja þrjú hröð popplög í röð til dæmis og ég myndi ekki setja fimm ballöður í röð, aldrei.“
Eurovision Tengdar fréttir Bannað að sýna Eurovision eftir að hafa átt við útsendinguna Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur bannað einni vinsælustu sjónvarpsstöð í Kína að senda frá Eurovision-söngvakeppninni, sem fram fer þessa dagana. 11. maí 2018 06:52 „Skammastu þín, Salvador Sobral“ Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral segir að framlag Ísrael til keppninnar í ár sé hræðilegt. 11. maí 2018 11:45 Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Bannað að sýna Eurovision eftir að hafa átt við útsendinguna Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur bannað einni vinsælustu sjónvarpsstöð í Kína að senda frá Eurovision-söngvakeppninni, sem fram fer þessa dagana. 11. maí 2018 06:52
„Skammastu þín, Salvador Sobral“ Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral segir að framlag Ísrael til keppninnar í ár sé hræðilegt. 11. maí 2018 11:45