Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 2-2 | Baráttustig Árbæinga gegn meisturunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Origovellinum og Hlíðarenda skrifa 13. maí 2018 22:45 Ragnar Bragi Sveinsson í baráttunni í kvöld. vísir/bára Valur er enn án taps í Pepsi-deild karla en hefur nú mátt sætta sig við jafntefli í tveimur leikjum í röð. Eftir markalausan leik gegn Víkingi í síðustu umferð leit út fyrir að Valsmenn myndu komast aftur á beinu brautina gegn Fylki í kvöld en allt kom fyrir ekki. Valur komst í 2-0 forystu í leiknum með mörkum Hauks Páls Sigurðssonar og Sigurðar Egils Lárussonar. Síðara markið kom þegar 20 mínútur voru til leiksloka og virtist þá sigurinn í höfn fyrir þá rauðklæddu. Baráttuglaðir Árbæingar, sem höfðu fengið sín færi í leiknum, gáfust þó ekki upp og uppskáru tvö mörk og þar með jafntefli. Hákon Ingi Jónsson og Emil Ásmundsson skoruðu mörk Fylkismanna sem voru meira að segja nálægt því að skora sigurmarkið í uppbótartíma leiksins. Eftir kaflaskiptan leik framan af voru Valsmenn fyrstir til að brjóta ísinn með skallamarki Hauks Páls eftir hornspyrnu. Heimamenn stýrðu ferðinni lengst af en gerðu sig þó seka um óvenjumörg mistök, bæði í vörn og á miðju, sem opnaði á ýmsa möguleika fyrir Fylkismenn sem gestirnir náðu þó að ekki að nýta sér. Leikmönnum beggja liða virtust mislagðir fætur. Flest skot heimamanna rötuðu ekki einu sinni á markið en hið sama má segja um Fylkisliðið. Oddur Ingi Guðmundsson fékk langbesta færi Fylkis snemma í síðari hálfleik er hann hitti ekki opið markið af stuttu færi. Fylkismenn gerðust aðgangsharðir eftir þetta og vildu fá vítaspyrnu þegar Birkir Már Sævarsson virtist brjóta á Jonathan Glenn. Þóroddur Hjaltalín dæmdi ekkert og þegar Sigurður Egill skoraði annað mark Vals á 70. mínútu eftir laglega sókn virtist vonin úti fyrir gestina. Varamaðurinn Hákon Ingi Jónsson kom þeim hins vegar á bragðið á 75. mínútu er hann fylgdi eftir skalla að marki sem Anton Ari Einarsson náði ekki að verja í marki Vals. Emil jafnaði svo leikinn með skoti utan teigs á 89. mínútu en það breytti um stefnu á varnarmanni. Fylkismenn fengu færi í uppbótartíma en Ragnar Bragi Sveinsson, sem var í góðri stöðu í teig Vals, ákvað að senda boltann fremur en að skjóta sjálfur og því fór sem fór. Valsmenn gengu niðurlútir af velli en Fylkismenn sáttir við sitt, úr því sem komið var.Af hverju varð jafntefli? Fylkismenn gáfust ekki upp og þrátt fyrir mótlætið framan af leik þá skoruðu þeir tvö mörk sem skilaði stiginu. Fylkismenn reyndu hvað þeir gátu að láta Valsmenn hafa fyrir hlutnum og það skilaði árangri að lokum.Hverjir stóðu upp úr? Emil átti góðan leik fyrir Fylki og uppskar jöfnunarmarkið. Fimm manna varnarlína Fylkis var ágæt á löngum köflum og Aron Snær átti fínan dag í markinu. Kristinn Freyr var öflugur í liði Vals og áttu stoðsendinguna í báðum mörkum heimamanna.Hvað gekk illa? Það var óvenjulegt að sjá klaufaganginn á liði Vals í dag. Heimamenn töpuðu boltanum ítrekað á viðkvæmum svæðum og þá sérstaklega var fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson mistækur sem var óvenjulegt að sjá. Hann bætti hins vegar upp fyrir það með markinu og góðum varnarleik.Hvað gerist næst? Eftir tvö jafntefli í röð þurfa Valsmenn að ná í sigur í næsta leik og það gegn sterku Stjörnuliði á heimavelli. Fylkismenn eiga næst heimaleik gegn ÍBV. Helgi: Það þarf að þora gegn ValHelgi Sigurðsson.BáraHelgi Sigurðsson segist sáttur við stigið gegn Val úr því sem komið var. Þjálfari Fylkis sagði þó að hans menn hefðu allt eins getað unnið leikinn. „Þetta er frábært afrek. Að lenda 2-0 undir gegn meisturnum en ná jafntefli. En ég hefði viljað fá þrjú stig hér í dag,“ sagði Helgi. „Við höfum unnið þá tvisvar í vetur og þó svo að spekingarnir segi að það eigi ekki að skipta máli þá höfum við sýnt í vetur hvað við getum og við ætlum að gera það áfram.“ Helgi lofaði sína menn fyrir að gefast aldrei upp. „Það þarf að hafa trú og við þurfum a ð sýna það og sanna fyrir okkur sjálfum að við getum það. Það kom í ljós að það var ekki mikið á milli liðanna í dag.“ Hann segir ljóst að Fylkismenn hefðu þegið stigið fyrir leik og að sennilega hafi jafntefli verið sanngjörn niðurstaða. „Við fengum færi eins og þeir. En það sem þarf að gera á þessum velli er að þora að sækja á Valsmenn. Þora að mæta þeim af fullum krafti. Ef að lið gera það þá munu þau fá betri úrslit.“ Ólafur: Skelfilegt að spila við nýliða snemmaÓlafur Jóhannesson.Bára„Þetta er svekkjandi. Við spiluðum illa síðustu mínúturnar og fengum það í andlitið,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. „Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn og lungað úr seinni hálfleiknum. En þá kom einhver örvænting í okkur og við töpuðum þessu niður.“ Valur hefur nú gert jafntefli í tveimur leikjum í röð, gegn Víkingi og Fylki. „Ég hef engar áhyggjur. Ég hef margoft sagt á mínum þjálfaraferli að það er skelfilegt að spila við nýliða í fyrstu umferðunum. Við höfum farið flatt á því áður og mun verra en í dag. Ég er því ánægður með þetta stig.“ Hann var óánægður með að hans menn hafi gefið eftir á lokaaflanum í kvöld. „Við vorum ekki nógu hugrakkir og fyrir það var okkur refsað,“ sagði Ólafur. Emil: Við ætlum að berjast um titlaEmil í leiknum í kvöld.BáraFylkir lenti 2-0 undir gegn Íslandsmeisturum Vals í Pepsi-deild karla í kvöld en náðu að koma til baka, jafna leikinn og tryggja sér annað stigið. Emil Ásmundsson átti góðan leik fyrir gestina úr Árbænum og skoraði jöfnunarmarkið skömmu fyrir leikslok. Hann var hæstánægður í viðtali eftir leik og maulaði á Prince Polo. „Það var glaður aðdáandi í stúkunni sem gaf mér þetta. Ég var svo svangur að ég ákvað að byrja bara á því strax,“ sagði hann í léttum dúr. „Þetta var frábært í kvöld. Við sýndum karakter. Það eru bara strákar í liðinu sem gefa 100% í leikinn fram á lokaflaut. Það skilaði stigi á erfiðasta útivelli landsins,“ sagði Emil um niðurstöðu kvöldsins. Mark Emils kom eftir að boltinn breytti um stefnu á varnarmanni en hann var samt sannfærður um að boltinn hefði hvort sem er endað í netinu. „Ef hann hefði ekki farið í manninn þá hefði hann farið í sammann og inn,“ sagði Emil ánægður. Fylkismenn fengu færi til að skora í leiknum í kvöld en nýttu þau ekki fyrr en í lokin. „Kannski að stressið hafi tekið yfir. Við vorum líka rændir vítaspyrnu fannst mér. Ef allt hefði gengið upp í kvöld hefðum við tekið þrjú stig,“ sagði Emil sem segir að Fylkismenn ætli sér að stefna hátt í sumar. „Við settum okkur markmið fyrir sumarið og ætlum að berjast um titla eins og önnur lið í toppbaráttunni. Við munum ekkert gefa eftir.“ Kristinn Freyr: Fylkir fyrsta liðið sem þorir að spila á móti okkurKristinn Freyr lagði upp tvö mörk í kvöld.BáraKristinn Freyr Sigurðsson segir að leikmenn Vals hafi verið vægast sagt niðurlútir eftir 2-2 jafntefli gegn Fylki á heimavelli í kvöld. „Þetta er mjög svekkjandi og það var mjög dauf stemning inni í klefa,“ sagði Kristinn Freyr. „Það er hálf sorglegt að hafa misst unninn leik í jafntefli.“ Kristinn Freyr lofaði þó Fylkismenn fyrir að hafa gefið Valsmönnum alvöru leik í kvöld. „Þeir áttu þetta skilið, enda sköpuðu þeir mörg færi í leiknum. Þetta er fyrsta liðið sem ég spila við síðan ég kom aftur heim sem þorir að pressa og þorir að reyna að spila á móti okkur. Fylkir fékk út úr þessum leik það sem Fylkismenn áttu skilið,“ sagði Kristinn Freyr. „En við vorum búnir að tala um þetta fyrir leik og því kom þetta ekki á óvart. Við hefðum átt að vinna leikinn en það verður að segjast eins og er að við vorum ekki nógu sterkir.“ Kristinn Freyr hefur ekki áhyggjur af stöðu mála þrátt fyrir að Valur sé með fimm stig af níu mögulegum. „Það eina sem ég hef áhyggjur af er að við erum að fá á okkur mörk seint í leikjum. Bæði gegn KR og í kvöld. Við verðum að klára leikina. En þess fyrir utan þýðir ekki að fara að grenja. Við verðum bara að mæta í næsta leik og taka þrjú stig þá.“ Pepsi Max-deild karla
Valur er enn án taps í Pepsi-deild karla en hefur nú mátt sætta sig við jafntefli í tveimur leikjum í röð. Eftir markalausan leik gegn Víkingi í síðustu umferð leit út fyrir að Valsmenn myndu komast aftur á beinu brautina gegn Fylki í kvöld en allt kom fyrir ekki. Valur komst í 2-0 forystu í leiknum með mörkum Hauks Páls Sigurðssonar og Sigurðar Egils Lárussonar. Síðara markið kom þegar 20 mínútur voru til leiksloka og virtist þá sigurinn í höfn fyrir þá rauðklæddu. Baráttuglaðir Árbæingar, sem höfðu fengið sín færi í leiknum, gáfust þó ekki upp og uppskáru tvö mörk og þar með jafntefli. Hákon Ingi Jónsson og Emil Ásmundsson skoruðu mörk Fylkismanna sem voru meira að segja nálægt því að skora sigurmarkið í uppbótartíma leiksins. Eftir kaflaskiptan leik framan af voru Valsmenn fyrstir til að brjóta ísinn með skallamarki Hauks Páls eftir hornspyrnu. Heimamenn stýrðu ferðinni lengst af en gerðu sig þó seka um óvenjumörg mistök, bæði í vörn og á miðju, sem opnaði á ýmsa möguleika fyrir Fylkismenn sem gestirnir náðu þó að ekki að nýta sér. Leikmönnum beggja liða virtust mislagðir fætur. Flest skot heimamanna rötuðu ekki einu sinni á markið en hið sama má segja um Fylkisliðið. Oddur Ingi Guðmundsson fékk langbesta færi Fylkis snemma í síðari hálfleik er hann hitti ekki opið markið af stuttu færi. Fylkismenn gerðust aðgangsharðir eftir þetta og vildu fá vítaspyrnu þegar Birkir Már Sævarsson virtist brjóta á Jonathan Glenn. Þóroddur Hjaltalín dæmdi ekkert og þegar Sigurður Egill skoraði annað mark Vals á 70. mínútu eftir laglega sókn virtist vonin úti fyrir gestina. Varamaðurinn Hákon Ingi Jónsson kom þeim hins vegar á bragðið á 75. mínútu er hann fylgdi eftir skalla að marki sem Anton Ari Einarsson náði ekki að verja í marki Vals. Emil jafnaði svo leikinn með skoti utan teigs á 89. mínútu en það breytti um stefnu á varnarmanni. Fylkismenn fengu færi í uppbótartíma en Ragnar Bragi Sveinsson, sem var í góðri stöðu í teig Vals, ákvað að senda boltann fremur en að skjóta sjálfur og því fór sem fór. Valsmenn gengu niðurlútir af velli en Fylkismenn sáttir við sitt, úr því sem komið var.Af hverju varð jafntefli? Fylkismenn gáfust ekki upp og þrátt fyrir mótlætið framan af leik þá skoruðu þeir tvö mörk sem skilaði stiginu. Fylkismenn reyndu hvað þeir gátu að láta Valsmenn hafa fyrir hlutnum og það skilaði árangri að lokum.Hverjir stóðu upp úr? Emil átti góðan leik fyrir Fylki og uppskar jöfnunarmarkið. Fimm manna varnarlína Fylkis var ágæt á löngum köflum og Aron Snær átti fínan dag í markinu. Kristinn Freyr var öflugur í liði Vals og áttu stoðsendinguna í báðum mörkum heimamanna.Hvað gekk illa? Það var óvenjulegt að sjá klaufaganginn á liði Vals í dag. Heimamenn töpuðu boltanum ítrekað á viðkvæmum svæðum og þá sérstaklega var fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson mistækur sem var óvenjulegt að sjá. Hann bætti hins vegar upp fyrir það með markinu og góðum varnarleik.Hvað gerist næst? Eftir tvö jafntefli í röð þurfa Valsmenn að ná í sigur í næsta leik og það gegn sterku Stjörnuliði á heimavelli. Fylkismenn eiga næst heimaleik gegn ÍBV. Helgi: Það þarf að þora gegn ValHelgi Sigurðsson.BáraHelgi Sigurðsson segist sáttur við stigið gegn Val úr því sem komið var. Þjálfari Fylkis sagði þó að hans menn hefðu allt eins getað unnið leikinn. „Þetta er frábært afrek. Að lenda 2-0 undir gegn meisturnum en ná jafntefli. En ég hefði viljað fá þrjú stig hér í dag,“ sagði Helgi. „Við höfum unnið þá tvisvar í vetur og þó svo að spekingarnir segi að það eigi ekki að skipta máli þá höfum við sýnt í vetur hvað við getum og við ætlum að gera það áfram.“ Helgi lofaði sína menn fyrir að gefast aldrei upp. „Það þarf að hafa trú og við þurfum a ð sýna það og sanna fyrir okkur sjálfum að við getum það. Það kom í ljós að það var ekki mikið á milli liðanna í dag.“ Hann segir ljóst að Fylkismenn hefðu þegið stigið fyrir leik og að sennilega hafi jafntefli verið sanngjörn niðurstaða. „Við fengum færi eins og þeir. En það sem þarf að gera á þessum velli er að þora að sækja á Valsmenn. Þora að mæta þeim af fullum krafti. Ef að lið gera það þá munu þau fá betri úrslit.“ Ólafur: Skelfilegt að spila við nýliða snemmaÓlafur Jóhannesson.Bára„Þetta er svekkjandi. Við spiluðum illa síðustu mínúturnar og fengum það í andlitið,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. „Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn og lungað úr seinni hálfleiknum. En þá kom einhver örvænting í okkur og við töpuðum þessu niður.“ Valur hefur nú gert jafntefli í tveimur leikjum í röð, gegn Víkingi og Fylki. „Ég hef engar áhyggjur. Ég hef margoft sagt á mínum þjálfaraferli að það er skelfilegt að spila við nýliða í fyrstu umferðunum. Við höfum farið flatt á því áður og mun verra en í dag. Ég er því ánægður með þetta stig.“ Hann var óánægður með að hans menn hafi gefið eftir á lokaaflanum í kvöld. „Við vorum ekki nógu hugrakkir og fyrir það var okkur refsað,“ sagði Ólafur. Emil: Við ætlum að berjast um titlaEmil í leiknum í kvöld.BáraFylkir lenti 2-0 undir gegn Íslandsmeisturum Vals í Pepsi-deild karla í kvöld en náðu að koma til baka, jafna leikinn og tryggja sér annað stigið. Emil Ásmundsson átti góðan leik fyrir gestina úr Árbænum og skoraði jöfnunarmarkið skömmu fyrir leikslok. Hann var hæstánægður í viðtali eftir leik og maulaði á Prince Polo. „Það var glaður aðdáandi í stúkunni sem gaf mér þetta. Ég var svo svangur að ég ákvað að byrja bara á því strax,“ sagði hann í léttum dúr. „Þetta var frábært í kvöld. Við sýndum karakter. Það eru bara strákar í liðinu sem gefa 100% í leikinn fram á lokaflaut. Það skilaði stigi á erfiðasta útivelli landsins,“ sagði Emil um niðurstöðu kvöldsins. Mark Emils kom eftir að boltinn breytti um stefnu á varnarmanni en hann var samt sannfærður um að boltinn hefði hvort sem er endað í netinu. „Ef hann hefði ekki farið í manninn þá hefði hann farið í sammann og inn,“ sagði Emil ánægður. Fylkismenn fengu færi til að skora í leiknum í kvöld en nýttu þau ekki fyrr en í lokin. „Kannski að stressið hafi tekið yfir. Við vorum líka rændir vítaspyrnu fannst mér. Ef allt hefði gengið upp í kvöld hefðum við tekið þrjú stig,“ sagði Emil sem segir að Fylkismenn ætli sér að stefna hátt í sumar. „Við settum okkur markmið fyrir sumarið og ætlum að berjast um titla eins og önnur lið í toppbaráttunni. Við munum ekkert gefa eftir.“ Kristinn Freyr: Fylkir fyrsta liðið sem þorir að spila á móti okkurKristinn Freyr lagði upp tvö mörk í kvöld.BáraKristinn Freyr Sigurðsson segir að leikmenn Vals hafi verið vægast sagt niðurlútir eftir 2-2 jafntefli gegn Fylki á heimavelli í kvöld. „Þetta er mjög svekkjandi og það var mjög dauf stemning inni í klefa,“ sagði Kristinn Freyr. „Það er hálf sorglegt að hafa misst unninn leik í jafntefli.“ Kristinn Freyr lofaði þó Fylkismenn fyrir að hafa gefið Valsmönnum alvöru leik í kvöld. „Þeir áttu þetta skilið, enda sköpuðu þeir mörg færi í leiknum. Þetta er fyrsta liðið sem ég spila við síðan ég kom aftur heim sem þorir að pressa og þorir að reyna að spila á móti okkur. Fylkir fékk út úr þessum leik það sem Fylkismenn áttu skilið,“ sagði Kristinn Freyr. „En við vorum búnir að tala um þetta fyrir leik og því kom þetta ekki á óvart. Við hefðum átt að vinna leikinn en það verður að segjast eins og er að við vorum ekki nógu sterkir.“ Kristinn Freyr hefur ekki áhyggjur af stöðu mála þrátt fyrir að Valur sé með fimm stig af níu mögulegum. „Það eina sem ég hef áhyggjur af er að við erum að fá á okkur mörk seint í leikjum. Bæði gegn KR og í kvöld. Við verðum að klára leikina. En þess fyrir utan þýðir ekki að fara að grenja. Við verðum bara að mæta í næsta leik og taka þrjú stig þá.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti