Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - FH 2-3 │FH tók stigin þrjú eftir dramatík í Egilshöll Magnús Ellert Bjarnason í Egilshöll skrifar 13. maí 2018 20:15 Pétur Viðarsson skoraði sigurmarkið í dag vísir/andri marinó FH vann 3-2 útisigur á Fjölni í þriðju umferð Pepsi-deildar karla í dag í hörkuleik en óhætt er að segja að áhorfendur í Egilshöllinni hafi fengið mikið fyrir aðgangseyrinn í dag. Leikurinn var í jafnvægi fyrsta hálftímann og litu fá færi dagsins ljós. Leikmenn FH voru meira með boltann en gekk þeim illa að skapa sér opin færi. Eina færi þeirra í fyrri hálfleik fékk Steven Lennon á 15 mínútu, en gerði Þórður Ingason þá vel í að koma út úr markinu og verja frá honum. Á 35. mínútu kom Birnir Snær Ingason heimamönnum yfir með laglegu marki. Fékk hann langa sendingu aftur fyrir vörn FH frá Torfa Tímoteusi og gerði vel í að halda varnarmönnum FH frá sér áður en hann kláraði færið af stakri prýði. Það má þó setja spurningarmerki við Gunnar Nielsen í marki FH en hann hefði ef til vill getað gert betur. Hálfleiksræða Ólafs Kristjánssonar, þjálfara FH, virðist hafa kveikt eldinn í leikmönnum FH. Var allt annað að sjá til þeirra í síðari hálfleiknum en að sama skapi var ekki sama flæði í leik Fjölnis. Robbie Crawford jafnaði verðskudað metin fyrir FH í upphafi síðari hálfleiks með glæsilegu einstaklingsframtaki. Sólaði hann tvo varnarmenn Fjölnis við vítateigslínuna áður en hann skaut boltanum í fjærhornið, óverjandi fyrir Þórð Ingason í marki Fjölnis. Færeyingurinn Brandur Olson kom gestunum síðan yfir á 56. mínútu eftir skógarhlaup Þórð Ingasonar. Þórður kom útúr teignum og skallaði boltann beint á Brand, sem gerði laglega og vippaði boltanum yfir Þórð í autt mark Fjölnis. FH-ingar virtust ætla að sigla sigrinum í höfn þegar að Þórir Guðjónsson, sóknarmaður Fjölnis, jafnaði leikinn á 85. mínútu eftir skot af stuttu færi. Fjörinu var þó ekki lokið. Miðvörðurinn Pétur Viðarsson tryggði FH sigurinn á 90. mínútu leiksins eftir frábæra aukaspyrnu Jónatans Inga, sem var nýkominn inná. Varnarmenn Fjölnis gáfu honum allan tímann í heiminum til að athafna sig og kláraði Pétur vel. Lokatölur því 3-2 fyrir FH, sem máttu ekki við því að missa Breiðablik lengra fram úr sér í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar.Af hverju vann FH? Þeir voru einfaldlega betri í síðari hálfleik og sýndu drápseðli sitt. Þá sýndu þeir að mikil gæði býr í þessum leikmannahóp, þó illa hafi gengið að skora í upphafi móts. Að sama skapi gerði vörn Fjölnis leikmönnum FH þetta óskaplega auðvelt fyrir í síðari hálfleik. Voru þeir alltof langt frá sóknarmönnum FH og gleymdu í nokkur skipti að dekka þá. Sigumark FH kom einmitt eftir að varnarmenn Fjölnis virtust einfaldlega gleyma Pétri, og það á 90. mínútu leiksins. Mistök sem lið í pepsi-deild karla einfaldlega mega ekki gera.Hverjir stóðu upp úr? Guðmundur Kristjánsson, sem er að upplagi miðjumaður, átti sinn besta leik í sumar og stýrði vörn FH eins og herforingi. Vann hann auk þess ótal skallabolta og braut upp margar álitlegar sóknir Fjölnismanna. Þá var Viðar Ari, sem spilaði í fyrsta skipti gegn uppeldisfélagi sínu Fjölni, sífellt ógnandi í hægri bakverðinum hjá FH. Í liði heimamanna má helst nefna markaskorarana Birni Snæ Ingason og Þóri Guðjónsson. Skoruðu þeir báðir lagleg mörk og skapaðist yfirleitt hætta þegar að þeir fengu boltann.Hvað gekk illa? Varnarleikur Fjölnis í síðari hálfleik. Vörn þeirra hélt vel í fyrri hálfleik en það sama er ekki hægt að segja um þann síðari. Ákveðið samskiptaleysi virtist ríkja hjá varnarmönnum Fjölnis og gekk þeim illa að eiga við sóknarmenn FH, líkt og sást í sigurmarki Péturs Viðarssonar, sem var einn á auðum sjó þegar hann tryggði gestunum sigurinn. Í leik gestanna má helst nefna hugmyndasnauðan sóknarleik þeirra í fyrri hálfleik. Steven Lennon reyndi hvað hann gat en samherjar hans í fremstu víglínu, þeir Geoffrey Castillon og Kristinn Steindórsson, náðu sér engan veginn á strik. Hlýtur það að vera ákveðið áhyggjuefni fyrir Ólaf Kristjánsson en á móti kemur er lítið liðið af sumrinu.Hvað gerist næst? FH fær norðanmenn í KA í heimsókn í Kaplakrikann næstkomandi fimmtudagskvöld, kl 19:15. Á sama tíma halda Fjölnismenn suður með sjó og heimsækja Keflavík, í leik sem bæði lið verða að vinna ætli þau að halda sér í við liðin í efri hluta deildarinnar.Ólafur Páll Snorrason stýrir leik FjölnisvísirÓli Palli: Skrítið að sjá FH spila svona fótbolta Þjálfari Fjölnis, Ólafur Páll Snorrason, var ekki sáttur í leikslok í Egilshöll í dag. „Já, ég er hundfúll að tapa leiknum á endanum. Svona er fótboltinn,“ sagði hann eftir leikinn. Hann var ekki sammála því að Fjölnir hefði verið slakari aðilinn í seinni hálfleik. „Það var bara 10 mínútna kafli þar sem við misstum smá einbeitingu og bárum allt of mikla virðingu fyrir þeim, féllum of langt niður. Það varð okkur að falli, 10 mínútna kafli í byrjun seinni hálfleiks.“ „Við vorum að reyna að spila fótbolta. Mér finnst svolítið sérstakt að sjá FH liðið spila eins og þeir gerðu í dag, það var eiginlega bara ein leið og það var langt.“ „Ég veit ekki hvert planið var, en mér fannst vera mikið um langa bolta.“ Fjölnir er enn án sigurs í deildinni en Ólafur var ekki að kippa sér of mikið upp við það. „Ég hef engar áhyggjur af því þó við séum að leita að fyrsta sigrinum, það eru þrír leikir búnir af mótinu,“ sagði Ólafur Páll Snorrason.Ólafur Kristjánsson þjálfari FH.vísirÓli Kristjáns: Ætla ekkert að tala um Fjölnisliðið „Frábær þrjú stig. Strákarnir sýndu FH-hugarfar og þó að við lentum undir í fyrri hálfleik þá komum við til baka í byrjun seinni hálfleiksins og auðvitað var möguleiki á því að þeir skoruðu en karakterinn og hugarfarið virkilega gott hjá liðinu,“ voru fyrstu viðbrögð Ólafs Kristjánssonar, þjálfara FH, eftir leikinn. FH kom mun sterkara út í seinni hálfleikinn eftir nokkuð flatan fyrri hálfleik. Hvað sagði Ólafur við sína menn í hálfleiksræðunni? „Ég sagði bara við þá að við þyrftum að vera aðeins aggressívari í því sem við værum að gera og hugsa meira fram á við heldur en til hliðar og til baka.“ „Það er annað sem er í þessu, Fjölnisliðið var svolítið passívt í byrjun hálfleiksins og við gengum svolítið á lagið þar.“ Ólafur vildi ekki svara athugasemdum nafna síns og kollega að FH hefði bara spilað á löngum boltum. „Ég ætla ekkert að tala um Fjölnisliðið. Hann má hafa skoðun á FH liðinu, hann hefur haft skoðun á FH í ár, í fyrra þegar hann var aðstoðarþjálfari og ég leyfi honum bara að hafa það.“ Guðmundur Kristjánsson er að upplagi miðjumaður en spilaði í miðverðinum í dag og skilaði flottum leik. Verður hann áfram í þeirri stöðu í þessu liði FH? „Það var samdóma álit manna eftir síðasta leik að hann hefði verið glataður og margir miðlar sem sögðu að hann hefði verið lélegasti maður vallarins. Það getur vel verið en hann er búinn að spila frábærlega í miðverði. Hann er líkamlega sterkur og fljótur og mér fannst í dag að hann leysti hlutverkið mjög vel. Á meðan við erum ekki með hreinræktaða miðverði fær hann tækifæri til að vera þar áfram,“ sagði Ólafur Kristjánsson.Viðar Ari Jónsson fór í FH þegar hann kom heim til Íslands aftur frekar en í uppeldisfélagið FjölnivísirViðar Ari: Þurftum að ógna betur inn fyrir „Rosalega gott að fá þrjú stig og að koma svona til baka í tvígang. Að ná að klára þennan leik er rosalega sterkt svo við erum virkilega sáttir með þetta,“ sagði Viðar Ari Jónsson, leikmaður FH. „Við þurftum að koma okkar leik betur í gang og ógna betur inn fyrir sem við gerðum í seinni hálfleik. Mér fannst við vera miklu betri í seinni hálfleik og ég held þetta verði bara áfram upp á við eftir þetta.“ Viðar mætti sínum gömlu félögum í Fjölni í dag og sagði það hafa verið nokkuð blendnar tilfinningar. „Súrsæt. Alltaf gaman að hitta alla gömlu félagana og þeir stóðu sig hörku vel. Blendnar tilfinningar en að lokum gott að vinna,“ sagði Viðar Ari Jónsson.Gummi Kalli í leik með Fjölni fyrir tveimur árum. Hann kom til Fjölnis frá FH í veturvísir/vilhelmGuðmundur Karl: Erum að fá svolítið ódýr mörk á okkur „Frekar svekkjandi en svakalegur leikur. Skemmtilegur, mikið af mörkum og mistökum á báða bóga,“ sagði Guðmundur Karl Guðmundsson. Þrátt fyrir að Fjölnir hafi ekki unnið leik til þessa var Guðmundur nokkuð brattur. „Ég held hann komi bara í næsta leik, eða ég vona það. Við stefnum á það, þetta eru búnir að vera þokkalegir fyrstu leikir en við vitum að við getum miklu betur.“ „Erum að fá svolítið ódýr mörk á okkur, stoppum upp í það og þá fer þetta vonandi að koma.“ Sigurmarkið fékk Pétur Viðarsson að skora nokkuð óáreittur á teignum upp úr föstu leikatriði og þar hefði Fjölnisvörnin átt að gera mun betur. „Það er augljóst að hann er allt of frír, það hlýtur einhver að vera að missa af honum. Þetta virkar rosalega ódýrt, frá því sem ég sá.“ „Skorum tvö mörk og hefðum klárlega getað sett nokkur í viðbót, en það er aftar á vellinum sem við erum aðeins að klikka og nokkur augnablik sem við gleymum okkur og fáum mörk í andlitið og það er bara dýrt,“ sagði Guðmundur Karl Guðmundsson. Pepsi Max-deild karla
FH vann 3-2 útisigur á Fjölni í þriðju umferð Pepsi-deildar karla í dag í hörkuleik en óhætt er að segja að áhorfendur í Egilshöllinni hafi fengið mikið fyrir aðgangseyrinn í dag. Leikurinn var í jafnvægi fyrsta hálftímann og litu fá færi dagsins ljós. Leikmenn FH voru meira með boltann en gekk þeim illa að skapa sér opin færi. Eina færi þeirra í fyrri hálfleik fékk Steven Lennon á 15 mínútu, en gerði Þórður Ingason þá vel í að koma út úr markinu og verja frá honum. Á 35. mínútu kom Birnir Snær Ingason heimamönnum yfir með laglegu marki. Fékk hann langa sendingu aftur fyrir vörn FH frá Torfa Tímoteusi og gerði vel í að halda varnarmönnum FH frá sér áður en hann kláraði færið af stakri prýði. Það má þó setja spurningarmerki við Gunnar Nielsen í marki FH en hann hefði ef til vill getað gert betur. Hálfleiksræða Ólafs Kristjánssonar, þjálfara FH, virðist hafa kveikt eldinn í leikmönnum FH. Var allt annað að sjá til þeirra í síðari hálfleiknum en að sama skapi var ekki sama flæði í leik Fjölnis. Robbie Crawford jafnaði verðskudað metin fyrir FH í upphafi síðari hálfleiks með glæsilegu einstaklingsframtaki. Sólaði hann tvo varnarmenn Fjölnis við vítateigslínuna áður en hann skaut boltanum í fjærhornið, óverjandi fyrir Þórð Ingason í marki Fjölnis. Færeyingurinn Brandur Olson kom gestunum síðan yfir á 56. mínútu eftir skógarhlaup Þórð Ingasonar. Þórður kom útúr teignum og skallaði boltann beint á Brand, sem gerði laglega og vippaði boltanum yfir Þórð í autt mark Fjölnis. FH-ingar virtust ætla að sigla sigrinum í höfn þegar að Þórir Guðjónsson, sóknarmaður Fjölnis, jafnaði leikinn á 85. mínútu eftir skot af stuttu færi. Fjörinu var þó ekki lokið. Miðvörðurinn Pétur Viðarsson tryggði FH sigurinn á 90. mínútu leiksins eftir frábæra aukaspyrnu Jónatans Inga, sem var nýkominn inná. Varnarmenn Fjölnis gáfu honum allan tímann í heiminum til að athafna sig og kláraði Pétur vel. Lokatölur því 3-2 fyrir FH, sem máttu ekki við því að missa Breiðablik lengra fram úr sér í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar.Af hverju vann FH? Þeir voru einfaldlega betri í síðari hálfleik og sýndu drápseðli sitt. Þá sýndu þeir að mikil gæði býr í þessum leikmannahóp, þó illa hafi gengið að skora í upphafi móts. Að sama skapi gerði vörn Fjölnis leikmönnum FH þetta óskaplega auðvelt fyrir í síðari hálfleik. Voru þeir alltof langt frá sóknarmönnum FH og gleymdu í nokkur skipti að dekka þá. Sigumark FH kom einmitt eftir að varnarmenn Fjölnis virtust einfaldlega gleyma Pétri, og það á 90. mínútu leiksins. Mistök sem lið í pepsi-deild karla einfaldlega mega ekki gera.Hverjir stóðu upp úr? Guðmundur Kristjánsson, sem er að upplagi miðjumaður, átti sinn besta leik í sumar og stýrði vörn FH eins og herforingi. Vann hann auk þess ótal skallabolta og braut upp margar álitlegar sóknir Fjölnismanna. Þá var Viðar Ari, sem spilaði í fyrsta skipti gegn uppeldisfélagi sínu Fjölni, sífellt ógnandi í hægri bakverðinum hjá FH. Í liði heimamanna má helst nefna markaskorarana Birni Snæ Ingason og Þóri Guðjónsson. Skoruðu þeir báðir lagleg mörk og skapaðist yfirleitt hætta þegar að þeir fengu boltann.Hvað gekk illa? Varnarleikur Fjölnis í síðari hálfleik. Vörn þeirra hélt vel í fyrri hálfleik en það sama er ekki hægt að segja um þann síðari. Ákveðið samskiptaleysi virtist ríkja hjá varnarmönnum Fjölnis og gekk þeim illa að eiga við sóknarmenn FH, líkt og sást í sigurmarki Péturs Viðarssonar, sem var einn á auðum sjó þegar hann tryggði gestunum sigurinn. Í leik gestanna má helst nefna hugmyndasnauðan sóknarleik þeirra í fyrri hálfleik. Steven Lennon reyndi hvað hann gat en samherjar hans í fremstu víglínu, þeir Geoffrey Castillon og Kristinn Steindórsson, náðu sér engan veginn á strik. Hlýtur það að vera ákveðið áhyggjuefni fyrir Ólaf Kristjánsson en á móti kemur er lítið liðið af sumrinu.Hvað gerist næst? FH fær norðanmenn í KA í heimsókn í Kaplakrikann næstkomandi fimmtudagskvöld, kl 19:15. Á sama tíma halda Fjölnismenn suður með sjó og heimsækja Keflavík, í leik sem bæði lið verða að vinna ætli þau að halda sér í við liðin í efri hluta deildarinnar.Ólafur Páll Snorrason stýrir leik FjölnisvísirÓli Palli: Skrítið að sjá FH spila svona fótbolta Þjálfari Fjölnis, Ólafur Páll Snorrason, var ekki sáttur í leikslok í Egilshöll í dag. „Já, ég er hundfúll að tapa leiknum á endanum. Svona er fótboltinn,“ sagði hann eftir leikinn. Hann var ekki sammála því að Fjölnir hefði verið slakari aðilinn í seinni hálfleik. „Það var bara 10 mínútna kafli þar sem við misstum smá einbeitingu og bárum allt of mikla virðingu fyrir þeim, féllum of langt niður. Það varð okkur að falli, 10 mínútna kafli í byrjun seinni hálfleiks.“ „Við vorum að reyna að spila fótbolta. Mér finnst svolítið sérstakt að sjá FH liðið spila eins og þeir gerðu í dag, það var eiginlega bara ein leið og það var langt.“ „Ég veit ekki hvert planið var, en mér fannst vera mikið um langa bolta.“ Fjölnir er enn án sigurs í deildinni en Ólafur var ekki að kippa sér of mikið upp við það. „Ég hef engar áhyggjur af því þó við séum að leita að fyrsta sigrinum, það eru þrír leikir búnir af mótinu,“ sagði Ólafur Páll Snorrason.Ólafur Kristjánsson þjálfari FH.vísirÓli Kristjáns: Ætla ekkert að tala um Fjölnisliðið „Frábær þrjú stig. Strákarnir sýndu FH-hugarfar og þó að við lentum undir í fyrri hálfleik þá komum við til baka í byrjun seinni hálfleiksins og auðvitað var möguleiki á því að þeir skoruðu en karakterinn og hugarfarið virkilega gott hjá liðinu,“ voru fyrstu viðbrögð Ólafs Kristjánssonar, þjálfara FH, eftir leikinn. FH kom mun sterkara út í seinni hálfleikinn eftir nokkuð flatan fyrri hálfleik. Hvað sagði Ólafur við sína menn í hálfleiksræðunni? „Ég sagði bara við þá að við þyrftum að vera aðeins aggressívari í því sem við værum að gera og hugsa meira fram á við heldur en til hliðar og til baka.“ „Það er annað sem er í þessu, Fjölnisliðið var svolítið passívt í byrjun hálfleiksins og við gengum svolítið á lagið þar.“ Ólafur vildi ekki svara athugasemdum nafna síns og kollega að FH hefði bara spilað á löngum boltum. „Ég ætla ekkert að tala um Fjölnisliðið. Hann má hafa skoðun á FH liðinu, hann hefur haft skoðun á FH í ár, í fyrra þegar hann var aðstoðarþjálfari og ég leyfi honum bara að hafa það.“ Guðmundur Kristjánsson er að upplagi miðjumaður en spilaði í miðverðinum í dag og skilaði flottum leik. Verður hann áfram í þeirri stöðu í þessu liði FH? „Það var samdóma álit manna eftir síðasta leik að hann hefði verið glataður og margir miðlar sem sögðu að hann hefði verið lélegasti maður vallarins. Það getur vel verið en hann er búinn að spila frábærlega í miðverði. Hann er líkamlega sterkur og fljótur og mér fannst í dag að hann leysti hlutverkið mjög vel. Á meðan við erum ekki með hreinræktaða miðverði fær hann tækifæri til að vera þar áfram,“ sagði Ólafur Kristjánsson.Viðar Ari Jónsson fór í FH þegar hann kom heim til Íslands aftur frekar en í uppeldisfélagið FjölnivísirViðar Ari: Þurftum að ógna betur inn fyrir „Rosalega gott að fá þrjú stig og að koma svona til baka í tvígang. Að ná að klára þennan leik er rosalega sterkt svo við erum virkilega sáttir með þetta,“ sagði Viðar Ari Jónsson, leikmaður FH. „Við þurftum að koma okkar leik betur í gang og ógna betur inn fyrir sem við gerðum í seinni hálfleik. Mér fannst við vera miklu betri í seinni hálfleik og ég held þetta verði bara áfram upp á við eftir þetta.“ Viðar mætti sínum gömlu félögum í Fjölni í dag og sagði það hafa verið nokkuð blendnar tilfinningar. „Súrsæt. Alltaf gaman að hitta alla gömlu félagana og þeir stóðu sig hörku vel. Blendnar tilfinningar en að lokum gott að vinna,“ sagði Viðar Ari Jónsson.Gummi Kalli í leik með Fjölni fyrir tveimur árum. Hann kom til Fjölnis frá FH í veturvísir/vilhelmGuðmundur Karl: Erum að fá svolítið ódýr mörk á okkur „Frekar svekkjandi en svakalegur leikur. Skemmtilegur, mikið af mörkum og mistökum á báða bóga,“ sagði Guðmundur Karl Guðmundsson. Þrátt fyrir að Fjölnir hafi ekki unnið leik til þessa var Guðmundur nokkuð brattur. „Ég held hann komi bara í næsta leik, eða ég vona það. Við stefnum á það, þetta eru búnir að vera þokkalegir fyrstu leikir en við vitum að við getum miklu betur.“ „Erum að fá svolítið ódýr mörk á okkur, stoppum upp í það og þá fer þetta vonandi að koma.“ Sigurmarkið fékk Pétur Viðarsson að skora nokkuð óáreittur á teignum upp úr föstu leikatriði og þar hefði Fjölnisvörnin átt að gera mun betur. „Það er augljóst að hann er allt of frír, það hlýtur einhver að vera að missa af honum. Þetta virkar rosalega ódýrt, frá því sem ég sá.“ „Skorum tvö mörk og hefðum klárlega getað sett nokkur í viðbót, en það er aftar á vellinum sem við erum aðeins að klikka og nokkur augnablik sem við gleymum okkur og fáum mörk í andlitið og það er bara dýrt,“ sagði Guðmundur Karl Guðmundsson.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti