Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 11. maí 2018 08:54 Utanríkisráðherrann var ómyrkur í máli í viðtali við franska dagblaðið Le Parisien Vísir/EPA Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. Öll fastaríki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og Evrópusambandið, komu að samkomulaginu um kjarnorkuáætlun Írans sem var undirritað fyrir þremur árum. Samkvæmt því átti að aflétta viðskiptaþvingunum gegn því að Íranir sýndu og sönnuðu að þeir hygðust ekki þróa kjarnavopn. Þrátt fyrir að allir hafi staðið við sitt til þessa ákvað Trump Bandaríkjaforseti að Bandaríkin myndu ekki lengur virða samkomulagið og viðskiptaþvingunum yrði aftur komið á. Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, segir að þetta þýði að stórfyrirtæki frá Frakklandi og öðrum Evrópuríkjum verði að rifta mikilvægum samningum í Íran til að forðast refsiaðgerðir gegn útibúum sínum í Bandaríkjunum. Það sé ólíðandi að Bandaríkin hafi vald til að grípa inn í rekstur erlendra fyrirtækja með svo grófum hætti. Frakkar muni leita stuðnings annarra Evrópuríkja til að vernda hagsmuni þessara fyrirtækja. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa undirritað risavaxna samninga í Íran á síðustu misserum eru flugvélaframleiðandinn Airbus, olíurisinn Total og bílaframleiðendurnir Renault og Peugeot. Fyrirtækin hafa frest fram til nóvember til að hætta öllum viðskiptum við Íran, annars verður þeim refsað með þvingunaraðgerðum gegn starfsstöðvum þeirra í Bandaríkjunum. Airbus Bandaríkin Frakkland Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Sjá meira
Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. Öll fastaríki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og Evrópusambandið, komu að samkomulaginu um kjarnorkuáætlun Írans sem var undirritað fyrir þremur árum. Samkvæmt því átti að aflétta viðskiptaþvingunum gegn því að Íranir sýndu og sönnuðu að þeir hygðust ekki þróa kjarnavopn. Þrátt fyrir að allir hafi staðið við sitt til þessa ákvað Trump Bandaríkjaforseti að Bandaríkin myndu ekki lengur virða samkomulagið og viðskiptaþvingunum yrði aftur komið á. Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, segir að þetta þýði að stórfyrirtæki frá Frakklandi og öðrum Evrópuríkjum verði að rifta mikilvægum samningum í Íran til að forðast refsiaðgerðir gegn útibúum sínum í Bandaríkjunum. Það sé ólíðandi að Bandaríkin hafi vald til að grípa inn í rekstur erlendra fyrirtækja með svo grófum hætti. Frakkar muni leita stuðnings annarra Evrópuríkja til að vernda hagsmuni þessara fyrirtækja. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa undirritað risavaxna samninga í Íran á síðustu misserum eru flugvélaframleiðandinn Airbus, olíurisinn Total og bílaframleiðendurnir Renault og Peugeot. Fyrirtækin hafa frest fram til nóvember til að hætta öllum viðskiptum við Íran, annars verður þeim refsað með þvingunaraðgerðum gegn starfsstöðvum þeirra í Bandaríkjunum.
Airbus Bandaríkin Frakkland Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Sjá meira