Endurreisum verkamannabústaðakerfið Líf Magneudóttir skrifar 11. maí 2018 07:00 Ástandið á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík hefur sýnt svart á hvítu að markaðslögmálin ráða ekki við að leysa húsnæðisvandann. Allt of mikið er byggt af stórum, dýrum íbúðum sem tekjulágt fólk ræður ekki við að kaupa og henta ekki barnafjölskyldum. Svipaða sögu er að segja af leigumarkaðinum. Framkoma stórra fyrirferðarmikilla leigufélaga er svívirðileg. Leigjendur standa frammi fyrir tuga prósenta hækkun á leigu eða að lenda ella á götunni. Þetta er ekki náttúrulögmál heldur afleiðing þess að húsnæðismarkaðurinn þjónar ekki fólki, heldur fjármagni: Það er meiri arður af byggingu dýrra, stórra eigna og fjárfestar sem leggja fé í fasteignafélög krefjast hámarksávöxtunar. Græðgi er rót vandans. Borgin á að vera gerandi í húsnæðismálum og vinna náið með verkalýðshreyfingunni og öllum sem vilja byggja upp húsnæðiskerfi í anda gömlu verkamannabústaðanna. Það þarf að skapa sem fjölbreyttastan húsnæðismarkað þar sem fleiri form búsetu bjóðast. Verkalýðshreyfingin og stjórnvöld hafa áður tekið höndum saman um lausn húsnæðisvanda Reykvíkinga með verkamannabústöðum. Það gerðist á millistríðsárunum þegar húsnæðisskortur í Reykjavík var einn sá versti í allri Evrópu. Á sjöunda áratugnum var Breiðholtið svo byggt og braggahverfunum útrýmt. Í dag er þörf á sams konar átaki. Samhent átak með verkalýðshreyfingunni og öðrum sem reka óhagnaðardrifin leigufélög er nauðsynlegt til að leysa húsnæðisvandann til skamms tíma. Slík samvinna er þó enn mikilvægari til langs tíma. Langtímalausn húsnæðisvandans krefst þess að barnafjölskyldur og tekjulágt fólk sé ekki ofurselt kuldalegum markaðslögmálum; að hér sé starfandi kerfi sem býður fólki upp á fleiri valkosti. Á næsta kjörtímabili ætla Vinstri græn að taka höndum saman með öllum þeim sem vilja byggja hér húsnæðiskerfi sem þjónar fólki, ekki fjármagni. Því það er best fyrir samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Ástandið á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík hefur sýnt svart á hvítu að markaðslögmálin ráða ekki við að leysa húsnæðisvandann. Allt of mikið er byggt af stórum, dýrum íbúðum sem tekjulágt fólk ræður ekki við að kaupa og henta ekki barnafjölskyldum. Svipaða sögu er að segja af leigumarkaðinum. Framkoma stórra fyrirferðarmikilla leigufélaga er svívirðileg. Leigjendur standa frammi fyrir tuga prósenta hækkun á leigu eða að lenda ella á götunni. Þetta er ekki náttúrulögmál heldur afleiðing þess að húsnæðismarkaðurinn þjónar ekki fólki, heldur fjármagni: Það er meiri arður af byggingu dýrra, stórra eigna og fjárfestar sem leggja fé í fasteignafélög krefjast hámarksávöxtunar. Græðgi er rót vandans. Borgin á að vera gerandi í húsnæðismálum og vinna náið með verkalýðshreyfingunni og öllum sem vilja byggja upp húsnæðiskerfi í anda gömlu verkamannabústaðanna. Það þarf að skapa sem fjölbreyttastan húsnæðismarkað þar sem fleiri form búsetu bjóðast. Verkalýðshreyfingin og stjórnvöld hafa áður tekið höndum saman um lausn húsnæðisvanda Reykvíkinga með verkamannabústöðum. Það gerðist á millistríðsárunum þegar húsnæðisskortur í Reykjavík var einn sá versti í allri Evrópu. Á sjöunda áratugnum var Breiðholtið svo byggt og braggahverfunum útrýmt. Í dag er þörf á sams konar átaki. Samhent átak með verkalýðshreyfingunni og öðrum sem reka óhagnaðardrifin leigufélög er nauðsynlegt til að leysa húsnæðisvandann til skamms tíma. Slík samvinna er þó enn mikilvægari til langs tíma. Langtímalausn húsnæðisvandans krefst þess að barnafjölskyldur og tekjulágt fólk sé ekki ofurselt kuldalegum markaðslögmálum; að hér sé starfandi kerfi sem býður fólki upp á fleiri valkosti. Á næsta kjörtímabili ætla Vinstri græn að taka höndum saman með öllum þeim sem vilja byggja hér húsnæðiskerfi sem þjónar fólki, ekki fjármagni. Því það er best fyrir samfélagið.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar