Erlent

Dæmd til dauða fyrir að myrða nauðgarann

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Súdanskar stúlkur alast upp í mjög karllægu samfélagi, að sögn mannréttindasamtaka.
Súdanskar stúlkur alast upp í mjög karllægu samfélagi, að sögn mannréttindasamtaka. Vísir/Getty
Noura Hussein, nítján ára súdönsk kona, hefur verið dæmd til dauða fyrir að stinga til bana mann sem hún var þvinguð til að giftast. Áður en til hjónabands kom hafði maðurinn nauðgað henni.

Þetta er niðurstaða dómstóls í Omdurman. Fallist var á dauðarefsingu Hussein eftir að fjölskylda hins látna féllst ekki á að hún myndi greiða bætur fyrir víg hans. Fjölskyldan var viðstödd dómsuppkvaðninguna.

Hussein var þvinguð í hjónaband þegar hún var sextán ára. Eftir að hafa neitað í sex daga að leggjast með eiginmanni sínum var hún þvinguð til samræðis. Ættingjar eiginmanns hennar héldu henni fastri meðan hann þvingaði vilja sinn fram.

Verjendur Hussein hafa fimmtán daga til að áfrýja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×