Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar
Sjö af hverjum tíu ellilífeyrisþegum eru með lægri tekjur en dæmigert viðmið Velferðarráðuneytisins. Þá halda ellilífeyrisþegar eftir um þrettán þúsund krónum af hverjum fimmtíu þúsundum sem þeir fá greitt úr lífeyrissjóði. Þetta segir sérfræðingur í velferðarrannsóknum og að of margir búi við fátæktarmörk. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig hittum við mann sem lagður var í einelti þegar hann var yngri. Hann keppir nú í Járnkarlinum og safnar áheitum fyrir fólk sem lent hefur í einelti. Við fjöllum einnig um ríka Færeyinga, þörungabændur og kíkjum á Úlfarsfell með göngugörpum sem safna fyrir menntun ungra stúlkna í Nepal.

Allt þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá.​




Fleiri fréttir

Sjá meira


×