Forseti Alþingis á flótta Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 10. maí 2018 16:00 Það er erfitt að skrifast á við fólk sem telur sig yfir annað fólk hafið, fólk sem er búið að koma sér svo vel fyrir innann stjórnkerfisins að það telur sig ósnertanlegt. Steingrímur J. Sigfússon er einn af því fólki. Það skiptir hann litlu máli að þúsundir fjölskyldna hafi misst heimili sín vegna aðgerða hans. Aðalmálið í hans huga er að þagga málin niður og hann gefur til kynna í svörum sínum að hann sé móðgaður og sár yfir því sem hann kallar „fáheyrðar ásakanir“.Ég skrifaði honum opið bréf því hann sagðist vera stoltur af gjörðum sínum eftir hrun: Ég hef ekki birt svar hans við því bréfi því ég tel hann eiga að gera það sjálfan en í því talaði hann um „fáheyrðar ásakanir“ og sagðist ekki svara órökstuddum fullyrðingum þar sem engin dæmi væru nefnd.Svo ég skrifaði honum annað opið bréf með rökum og dæmum – þó hvorki rökin né dæmin væru tæmandi enda málið risastórt og hægt að að skrifa um þau þúsundir blaðsíðna. En það dugði ekki til. Svar hans var stutt og laggott – hann var eingöngu að sýna mér „þá kurteisi að svara“, hélt að þetta væru bara samskipti okkar á milli og tilkynnir mér að hann taki ekki þátt í umræðu á þessum nótum. Ég, þessi auma konukind, á bara að vera þakklát fyrir kurteisi hans og taka svari hans í auðmýkt um leið og heimili mitt er tekið af mér vegna hans aðgerða. Ég skulda ég Steingrími ekki neitt og er ekki tilbúin til að leyfa honum að viðhalda leyndinni í þessum málum. Það er hann sem skuldar bæði mér og öðrum skýringar á embættisgjörðum sínum og hann hefur hreinlega ekki rétt til að svara á þann hátt sem hann gerir. Hér á eftir fer mitt svar við fyrrnefndu „svari“ hans. ————————————————- Sæll Steingrímur, Þú verður að fyrirgefa en ég á ekki til orð yfir hrokanum og yfirlætinu sem birtast í þessu svari þínu, svo ekki sé minnst á algjöra fyrirlitningu þína, óvirðingu og skeytingarleysi gagnvart mikilli neyð fólks. Neyð sem þú ollir. Það fór aldrei á milli mála að um „opin“ samskipti væri að ræða. Neðst í fyrsta bréfi mínu til þín stóð: „Bréf þetta var birt á vef Fréttablaðsins fyrr í dag. Það hvort þú kýst að opinbera svör þín er ekki mitt mál og ekki á mína ábyrgð. Einnig vil ég minna á að bréf þetta var sent á opinbert netfang þitt hjá Alþingi og því ekki einkapóstur til þín, auk þess að sem kjörinn fulltrúi okkar ert þú ekki yfir okkur hafinn á nokkurn hátt og sem opinberum embættismanni ber þér að svara mér og Hagsmunasamtökum heimilanna efnislega. Á hvaða nótum ert þú annars til í að taka þátt í opinberri umræðu? Frá því ég man eftir mér hefur þú verið á hinu pólitíska sviði og talað hátt og mikið um spillingu og auðvaldið. Núna er ekki tíminn til að missa málið. Þú baðst um rök og ég kom með þau. Hvernig væri nú að þú gerðir sömu kröfur til þín og þú gerir til mín og svarir einhverju af því sem ég set fram með rökum?Fleiri rök – Árna Páls lögin Í síðasta bréfi mínu til þín nefndi ég nokkur „minnisblöð“, annars vegar frá Seðlabankanum sem staðfesta vitneskju þína og „kerfisins“ um ólögmæti lánanna frá vorinu 2009, og hins vegar „minnisblöðin“ sem „opinbera plottið“ um að fórna lánþegum, sem náði hámarki með setningu laga 151/2010 – Árna Páls laganna. Þau rök/gögn dugðu þér greinilega ekki svo nú skulum við aðeins ræða um setningu Árna Páls laganna. Það er ljóst að í aðdraganda þeirra var Alþingi sannanlega beitt stórfelldum blekkingum til að koma (ó)lögunum í gegn en látum þær blekkingar liggja milli hluta að sinni. Ég ætla hins vegar að benda á umsagnirnar sem bárust vegna frumvarpsins en þær voru fjölmargar og flestar þeirra mæltu gegn því. Ég ætla að leyfa mér að vitna í eina þeirra sem er frá Umboðsmanni skuldara: „Leiða má líkum að því að í því [frumvarpinu] felist ólögleg eignaupptaka, en ekki hefur verið sýnt fram á að almannahagsmunir krefjist þess að slík eignaupptaka fari fram. Því er hugsanlegt að höfuðstólshækkanir eða bakreikningar til einstaklinga feli í sér bótaskyld brot, ekki einungis gegn eignarréttarákvæði Stjórnarskrárinnar, heldur einnig gegn skuldbindingum íslenska ríkisins að þjóðarrétti.“ Í ekki lengri kafla blikka ótrúlega mörg viðvörunarljós; „...ólögleg eignarupptaka ... [engir] almannahagsmunir ... bótakyld brot ... gegn eignarréttarákvæði Stjórnarskrárinnar ... gegn skulbindingum íslenska ríkisins að þjóðarrétti.“ Með svona álit í höndunum er erfitt að fela sig á bakvið þekkingarleysi, vankunnáttu eða það að hafa ekki vitað betur. Sé farið gegn viðvörunarorðum sem þessum er brotaviljinn einbeittur svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ekkert er að finna um það í skjölum Alþingis að þessi alvarlegu viðvörunarorð hafi verið rædd í sölum þess. Svona orð hefðu að minnsta kosti átt að kalla á langar umræður og rannsókn á réttmæti þeirra og í almennilegum réttarríkjum hefði svona lagasetning snarlega verið slegin út af borðinu. En það var þetta með loforðið til kröfuhafa.... Hver var það annars sem stakk öllum þessum álitum undir stólinn? Varst það þú eða Árni Páll sjálfur? Eða var það kannski Álfheiður Ingadóttir sem tók yfir sem formaður Efnahags- og viðskiptanefndar í umfjöllun þessa máls? Skemmtileg tilviljun að Álfheiður flokkssystir þín skyldi lenda í því hlutverki þegar það var eiginmaður hennar, Sigurmar K. Albertsson sem var lögfræðingur Lýsingar í öllum þessum afdrifaríku málum sem leiddu til Árna Páls laganna. Já, tilviljanirnar í þessum málum eru bæði margar og skemmtilegar.Að hylma yfir mistök sínÉg, Hagsmunasamtök heimilanna, og aðrir sem barist hafa vitum öll mun meira en látið hefur verið uppi, þrátt fyrir takmarkaðan aðgang að gögnum, og í ljósi þeirrar stefnu þinnar og kjörorða um að hafa „allt upp á borðum“ mun ég halda þessari umræðu áfram á opinberum vettvangi. Berist ekki fleiri svör frá þér hlýt ég að skilja það sem svo að þú ætlir að halda áfram að hunsa þessi mál, eins og þú og allir sem að þessu komu hafa gert hingað til, og viðurkenna þannig með þögninni réttmæti ásakana okkar og einbeittann brotavilja þinn. Þú verður að fyrirgefa Steingrímur en það er bara ekki í boði að neita að ræða þetta. Hafir þú ekkert að fela hlýtur þú að standa með okkur að því að krefjast rannsóknar á aðgerðum stjórnvalda/þinna eftir hrun til að geta hreinsað þig af þessu sem þú kallar „fáheyrðar ásakanir“. Ákvarðanir stjórnmálamanna hafa afleiðingar og í þessu tilfelli voru afleiðingarnar skelfilegar. Þú hefur ekki rétt á því að snúa þér í hina áttina eins og fýldur krakki og neita að horfast í augu við afleiðingar þinna eigin gjörða. Þú hefur reyndar komist upp með það í ótrúlega langan tíma og á meðan hefur fórnarkostnaður heimilanna margfaldast - í takt við hagnað vina þinna hjá bönkunum. Það er eitt að gera mistök, en þegar maður er til í að fórna öllu (heimilum landsins) til að hylma yfir þau, þá er ekki lengur um „mistök“ að ræða heldur einbeittann brotavilja.Landráð eða ...?Aðgerðunum gegn lánþegum sem þú sem fjármálaráðherra stóðst að er ekki hægt að líkja við annað en landráð í mínum huga. Hvað eru það annað en landráð að fórna heimilum landsins á altari fjármálafyrirtækja? Þú tókst afstöðu gegn heimilum landsins og þúsundir fjölskyldna hafa misst heimili sín vegna þess og til að bíta höfuðið af skömminni ætlar þú að leyfa þér að láta eins og ekkert sé og að þú sért yfir þessa umræðu hafinn. Almenningur er ekki fóður fyrir bankana. Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra að fram fari rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun og hvernig það gat gerst að framkvæmdarvaldið, dómsvaldið og löggjafarvaldið, tækju sig saman um það að brjóta lögvarin réttindi almennings og kasta þeim varnar- og vopnlausum fram fyrir gráðuga úlfa sem engu eira. Vonast til að heyra frá þér – helst á opinberum vettvangi – sem allra fyrst. Kveðja Ásthildur Lóa Þórsdóttir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna ————————————————-Hvar eru stjórnmálamenn með kjark? Hér lýkur bréfi mínu til Steingríms og kannski þykir ykkur sem þetta lesið hart sótt að honum. En þá skuluð þið hafa í huga að Steingrímur er ekki bara „einhver maður út í bæ“. Hann er forseti Alþingis! Hann er einn af þremur handhöfum forsetavalds og einn af valdamestu mönnum landsins til margra ára og hann var fjármálaráðherra landsins eftir hrun. Hann getur ekki vikist undan ábyrgð sinni. Við skulum einnig muna sársauka þeirra sem hafa neyðst til að berjast fyrir tilveru sinni svo árum skiptir og örvæntingunni sem fylgir því að glata ævistarfinu fyrir engar sakir í hendur bankamanna. Hjónbönd hafa slitnað, fjölskyldur hafa flosnað upp og sumir sáu ekki fram úr svartnættinu og tóku líf sitt. Á bakvið allar tölurnar í Excel skjölum bankanna eru líf. Óþægindi Steingríms vegna sannleika þessara mála eru hverfandi hjá örvæntingu þeirra sem misst hafa heimili sín og staðið allslaus á götunni með börnin sín. Þessar alvarlegu ásakanir á hendur honum eru ekki settar fram að óathuguðu máli og hvorki hann né aðrir eiga að geta þaggað þær niður eða hunsað. Þó ekki nema brot af því sem ég hef haldið fram um aðgerðir stjórnvalda á árunum eftir hrun væri satt, er ljóst að þetta eru aðgerðir sem jaðra við landráð. Þó ekki væri nema um nokkrar fjölskyldur að ræða, ætti það að nægja til að allir stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, risu upp á afturfæturna til að verja þær og snúa málum til betri vegar. En nei. Það er ekki nóg með að fjölskyldurnar skipti þúsundum heldur spilar „kerfið“ með og tekur þátt í aðförunum – og stjórnmálamennirnir sitja hjá og þegja. Hvað er hægt að kalla það annað en landráð að ofurselja þúsundir heimila ofurvaldi og kúgun banka- og embættismanna? Ef einhver á betra orð yfir þær aðgerðir þætti mér vænt um að heyra það. Það að sitja hjá og aðhafast ekkert er það sama og að leggja blessun sína yfir aðgerðir. Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil!Hvar eru fjölmiðlar?Ég lýsi eftir fjölmiðla- og fréttafólki með kjark. Ég lýsi eftir fjölmiðlum sem þora. Ég lýsi eftir fjölmiðla- og fréttafólki sem er tilbúið til að standa með okkur í baráttu fyrir réttlæti! Við þurfum á 4. valdinu að halda! Ég lýsi því líka yfir að fulltrúar Hagsmunasamtaka heimilanna eru til í að mæta Steingrími hvar og hvenær sem er til að ræða þessar ásakanir. Ennfremur skora ég á Steingrím að svara ásökunum mínum eða að öðrum kosti að ákæra mig fyrir meiðyrði. Ég fengi þá væntalega aðgang að þeim gögnum sem upp á vantar og við gætum svo farið í gegnum málin eiðsvarin fyrir dómstólum. Það væri áhugaverð umræða og ég hef engu að tapa lengur!Rannsóknarskýrsla heimilannaÞað leikur í besta falli verulegur vafi á því að aðgerðir stjórnvalda eftir hrun hafi verið með eðlilegum hætti. Það leikur hins vegar enginn vafi á því að þúsundir heimila liggja í valnum og að bankarnir hafa fitnað eins og púkinn á fjósbitanum. Eitthvað klikkaði og það þarf að rannsaka. Gera þarf rannsóknarskýrslu um aðgerðir stjórnvalda eftir hrun og afleiðingar þeirra, fyrr verður ekki hægt að endurreisa Ísland. Svo til allt sem við sem þjóð horfumst í augu við í dag er vegna aðgerða stjórnvalda, ekki síst þeirra sem þau fóru í eftir hrun þó fleira komi til. Afleiðingarnar blasa alls staðar við okkur í formi húsnæðisskorts, leigufélaga, ofsagróða bankanna og misskiptingar svo eitthvað sé nefnt. Það þarf að aflétta leyndinni af þessum málum og hver getur verið á móti því að sannleikurinn komi fram og að menn sem hafa setið undir „fáheyrðum ásökunum“ fái tækifæri til að hreinsa sig af þeim. Ég hvet þig lesandi góður til að leggja okkur lið í baráttunni fyrir því að óháð rannsókn fari fram með því að líka við facebook síðuna Rannsóknarskýrsla heimilanna og dreifa henni svo sem víðast. Stöndum saman. Stöðvum ólögmætar aðfarir. Almenningur er ekki fóður fyrir bankana! Ásthildur Lóa Þórsdóttir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Höfundur skipar 3. sætið hjá Framsókn í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Það er erfitt að skrifast á við fólk sem telur sig yfir annað fólk hafið, fólk sem er búið að koma sér svo vel fyrir innann stjórnkerfisins að það telur sig ósnertanlegt. Steingrímur J. Sigfússon er einn af því fólki. Það skiptir hann litlu máli að þúsundir fjölskyldna hafi misst heimili sín vegna aðgerða hans. Aðalmálið í hans huga er að þagga málin niður og hann gefur til kynna í svörum sínum að hann sé móðgaður og sár yfir því sem hann kallar „fáheyrðar ásakanir“.Ég skrifaði honum opið bréf því hann sagðist vera stoltur af gjörðum sínum eftir hrun: Ég hef ekki birt svar hans við því bréfi því ég tel hann eiga að gera það sjálfan en í því talaði hann um „fáheyrðar ásakanir“ og sagðist ekki svara órökstuddum fullyrðingum þar sem engin dæmi væru nefnd.Svo ég skrifaði honum annað opið bréf með rökum og dæmum – þó hvorki rökin né dæmin væru tæmandi enda málið risastórt og hægt að að skrifa um þau þúsundir blaðsíðna. En það dugði ekki til. Svar hans var stutt og laggott – hann var eingöngu að sýna mér „þá kurteisi að svara“, hélt að þetta væru bara samskipti okkar á milli og tilkynnir mér að hann taki ekki þátt í umræðu á þessum nótum. Ég, þessi auma konukind, á bara að vera þakklát fyrir kurteisi hans og taka svari hans í auðmýkt um leið og heimili mitt er tekið af mér vegna hans aðgerða. Ég skulda ég Steingrími ekki neitt og er ekki tilbúin til að leyfa honum að viðhalda leyndinni í þessum málum. Það er hann sem skuldar bæði mér og öðrum skýringar á embættisgjörðum sínum og hann hefur hreinlega ekki rétt til að svara á þann hátt sem hann gerir. Hér á eftir fer mitt svar við fyrrnefndu „svari“ hans. ————————————————- Sæll Steingrímur, Þú verður að fyrirgefa en ég á ekki til orð yfir hrokanum og yfirlætinu sem birtast í þessu svari þínu, svo ekki sé minnst á algjöra fyrirlitningu þína, óvirðingu og skeytingarleysi gagnvart mikilli neyð fólks. Neyð sem þú ollir. Það fór aldrei á milli mála að um „opin“ samskipti væri að ræða. Neðst í fyrsta bréfi mínu til þín stóð: „Bréf þetta var birt á vef Fréttablaðsins fyrr í dag. Það hvort þú kýst að opinbera svör þín er ekki mitt mál og ekki á mína ábyrgð. Einnig vil ég minna á að bréf þetta var sent á opinbert netfang þitt hjá Alþingi og því ekki einkapóstur til þín, auk þess að sem kjörinn fulltrúi okkar ert þú ekki yfir okkur hafinn á nokkurn hátt og sem opinberum embættismanni ber þér að svara mér og Hagsmunasamtökum heimilanna efnislega. Á hvaða nótum ert þú annars til í að taka þátt í opinberri umræðu? Frá því ég man eftir mér hefur þú verið á hinu pólitíska sviði og talað hátt og mikið um spillingu og auðvaldið. Núna er ekki tíminn til að missa málið. Þú baðst um rök og ég kom með þau. Hvernig væri nú að þú gerðir sömu kröfur til þín og þú gerir til mín og svarir einhverju af því sem ég set fram með rökum?Fleiri rök – Árna Páls lögin Í síðasta bréfi mínu til þín nefndi ég nokkur „minnisblöð“, annars vegar frá Seðlabankanum sem staðfesta vitneskju þína og „kerfisins“ um ólögmæti lánanna frá vorinu 2009, og hins vegar „minnisblöðin“ sem „opinbera plottið“ um að fórna lánþegum, sem náði hámarki með setningu laga 151/2010 – Árna Páls laganna. Þau rök/gögn dugðu þér greinilega ekki svo nú skulum við aðeins ræða um setningu Árna Páls laganna. Það er ljóst að í aðdraganda þeirra var Alþingi sannanlega beitt stórfelldum blekkingum til að koma (ó)lögunum í gegn en látum þær blekkingar liggja milli hluta að sinni. Ég ætla hins vegar að benda á umsagnirnar sem bárust vegna frumvarpsins en þær voru fjölmargar og flestar þeirra mæltu gegn því. Ég ætla að leyfa mér að vitna í eina þeirra sem er frá Umboðsmanni skuldara: „Leiða má líkum að því að í því [frumvarpinu] felist ólögleg eignaupptaka, en ekki hefur verið sýnt fram á að almannahagsmunir krefjist þess að slík eignaupptaka fari fram. Því er hugsanlegt að höfuðstólshækkanir eða bakreikningar til einstaklinga feli í sér bótaskyld brot, ekki einungis gegn eignarréttarákvæði Stjórnarskrárinnar, heldur einnig gegn skuldbindingum íslenska ríkisins að þjóðarrétti.“ Í ekki lengri kafla blikka ótrúlega mörg viðvörunarljós; „...ólögleg eignarupptaka ... [engir] almannahagsmunir ... bótakyld brot ... gegn eignarréttarákvæði Stjórnarskrárinnar ... gegn skulbindingum íslenska ríkisins að þjóðarrétti.“ Með svona álit í höndunum er erfitt að fela sig á bakvið þekkingarleysi, vankunnáttu eða það að hafa ekki vitað betur. Sé farið gegn viðvörunarorðum sem þessum er brotaviljinn einbeittur svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ekkert er að finna um það í skjölum Alþingis að þessi alvarlegu viðvörunarorð hafi verið rædd í sölum þess. Svona orð hefðu að minnsta kosti átt að kalla á langar umræður og rannsókn á réttmæti þeirra og í almennilegum réttarríkjum hefði svona lagasetning snarlega verið slegin út af borðinu. En það var þetta með loforðið til kröfuhafa.... Hver var það annars sem stakk öllum þessum álitum undir stólinn? Varst það þú eða Árni Páll sjálfur? Eða var það kannski Álfheiður Ingadóttir sem tók yfir sem formaður Efnahags- og viðskiptanefndar í umfjöllun þessa máls? Skemmtileg tilviljun að Álfheiður flokkssystir þín skyldi lenda í því hlutverki þegar það var eiginmaður hennar, Sigurmar K. Albertsson sem var lögfræðingur Lýsingar í öllum þessum afdrifaríku málum sem leiddu til Árna Páls laganna. Já, tilviljanirnar í þessum málum eru bæði margar og skemmtilegar.Að hylma yfir mistök sínÉg, Hagsmunasamtök heimilanna, og aðrir sem barist hafa vitum öll mun meira en látið hefur verið uppi, þrátt fyrir takmarkaðan aðgang að gögnum, og í ljósi þeirrar stefnu þinnar og kjörorða um að hafa „allt upp á borðum“ mun ég halda þessari umræðu áfram á opinberum vettvangi. Berist ekki fleiri svör frá þér hlýt ég að skilja það sem svo að þú ætlir að halda áfram að hunsa þessi mál, eins og þú og allir sem að þessu komu hafa gert hingað til, og viðurkenna þannig með þögninni réttmæti ásakana okkar og einbeittann brotavilja þinn. Þú verður að fyrirgefa Steingrímur en það er bara ekki í boði að neita að ræða þetta. Hafir þú ekkert að fela hlýtur þú að standa með okkur að því að krefjast rannsóknar á aðgerðum stjórnvalda/þinna eftir hrun til að geta hreinsað þig af þessu sem þú kallar „fáheyrðar ásakanir“. Ákvarðanir stjórnmálamanna hafa afleiðingar og í þessu tilfelli voru afleiðingarnar skelfilegar. Þú hefur ekki rétt á því að snúa þér í hina áttina eins og fýldur krakki og neita að horfast í augu við afleiðingar þinna eigin gjörða. Þú hefur reyndar komist upp með það í ótrúlega langan tíma og á meðan hefur fórnarkostnaður heimilanna margfaldast - í takt við hagnað vina þinna hjá bönkunum. Það er eitt að gera mistök, en þegar maður er til í að fórna öllu (heimilum landsins) til að hylma yfir þau, þá er ekki lengur um „mistök“ að ræða heldur einbeittann brotavilja.Landráð eða ...?Aðgerðunum gegn lánþegum sem þú sem fjármálaráðherra stóðst að er ekki hægt að líkja við annað en landráð í mínum huga. Hvað eru það annað en landráð að fórna heimilum landsins á altari fjármálafyrirtækja? Þú tókst afstöðu gegn heimilum landsins og þúsundir fjölskyldna hafa misst heimili sín vegna þess og til að bíta höfuðið af skömminni ætlar þú að leyfa þér að láta eins og ekkert sé og að þú sért yfir þessa umræðu hafinn. Almenningur er ekki fóður fyrir bankana. Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra að fram fari rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun og hvernig það gat gerst að framkvæmdarvaldið, dómsvaldið og löggjafarvaldið, tækju sig saman um það að brjóta lögvarin réttindi almennings og kasta þeim varnar- og vopnlausum fram fyrir gráðuga úlfa sem engu eira. Vonast til að heyra frá þér – helst á opinberum vettvangi – sem allra fyrst. Kveðja Ásthildur Lóa Þórsdóttir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna ————————————————-Hvar eru stjórnmálamenn með kjark? Hér lýkur bréfi mínu til Steingríms og kannski þykir ykkur sem þetta lesið hart sótt að honum. En þá skuluð þið hafa í huga að Steingrímur er ekki bara „einhver maður út í bæ“. Hann er forseti Alþingis! Hann er einn af þremur handhöfum forsetavalds og einn af valdamestu mönnum landsins til margra ára og hann var fjármálaráðherra landsins eftir hrun. Hann getur ekki vikist undan ábyrgð sinni. Við skulum einnig muna sársauka þeirra sem hafa neyðst til að berjast fyrir tilveru sinni svo árum skiptir og örvæntingunni sem fylgir því að glata ævistarfinu fyrir engar sakir í hendur bankamanna. Hjónbönd hafa slitnað, fjölskyldur hafa flosnað upp og sumir sáu ekki fram úr svartnættinu og tóku líf sitt. Á bakvið allar tölurnar í Excel skjölum bankanna eru líf. Óþægindi Steingríms vegna sannleika þessara mála eru hverfandi hjá örvæntingu þeirra sem misst hafa heimili sín og staðið allslaus á götunni með börnin sín. Þessar alvarlegu ásakanir á hendur honum eru ekki settar fram að óathuguðu máli og hvorki hann né aðrir eiga að geta þaggað þær niður eða hunsað. Þó ekki nema brot af því sem ég hef haldið fram um aðgerðir stjórnvalda á árunum eftir hrun væri satt, er ljóst að þetta eru aðgerðir sem jaðra við landráð. Þó ekki væri nema um nokkrar fjölskyldur að ræða, ætti það að nægja til að allir stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, risu upp á afturfæturna til að verja þær og snúa málum til betri vegar. En nei. Það er ekki nóg með að fjölskyldurnar skipti þúsundum heldur spilar „kerfið“ með og tekur þátt í aðförunum – og stjórnmálamennirnir sitja hjá og þegja. Hvað er hægt að kalla það annað en landráð að ofurselja þúsundir heimila ofurvaldi og kúgun banka- og embættismanna? Ef einhver á betra orð yfir þær aðgerðir þætti mér vænt um að heyra það. Það að sitja hjá og aðhafast ekkert er það sama og að leggja blessun sína yfir aðgerðir. Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil!Hvar eru fjölmiðlar?Ég lýsi eftir fjölmiðla- og fréttafólki með kjark. Ég lýsi eftir fjölmiðlum sem þora. Ég lýsi eftir fjölmiðla- og fréttafólki sem er tilbúið til að standa með okkur í baráttu fyrir réttlæti! Við þurfum á 4. valdinu að halda! Ég lýsi því líka yfir að fulltrúar Hagsmunasamtaka heimilanna eru til í að mæta Steingrími hvar og hvenær sem er til að ræða þessar ásakanir. Ennfremur skora ég á Steingrím að svara ásökunum mínum eða að öðrum kosti að ákæra mig fyrir meiðyrði. Ég fengi þá væntalega aðgang að þeim gögnum sem upp á vantar og við gætum svo farið í gegnum málin eiðsvarin fyrir dómstólum. Það væri áhugaverð umræða og ég hef engu að tapa lengur!Rannsóknarskýrsla heimilannaÞað leikur í besta falli verulegur vafi á því að aðgerðir stjórnvalda eftir hrun hafi verið með eðlilegum hætti. Það leikur hins vegar enginn vafi á því að þúsundir heimila liggja í valnum og að bankarnir hafa fitnað eins og púkinn á fjósbitanum. Eitthvað klikkaði og það þarf að rannsaka. Gera þarf rannsóknarskýrslu um aðgerðir stjórnvalda eftir hrun og afleiðingar þeirra, fyrr verður ekki hægt að endurreisa Ísland. Svo til allt sem við sem þjóð horfumst í augu við í dag er vegna aðgerða stjórnvalda, ekki síst þeirra sem þau fóru í eftir hrun þó fleira komi til. Afleiðingarnar blasa alls staðar við okkur í formi húsnæðisskorts, leigufélaga, ofsagróða bankanna og misskiptingar svo eitthvað sé nefnt. Það þarf að aflétta leyndinni af þessum málum og hver getur verið á móti því að sannleikurinn komi fram og að menn sem hafa setið undir „fáheyrðum ásökunum“ fái tækifæri til að hreinsa sig af þeim. Ég hvet þig lesandi góður til að leggja okkur lið í baráttunni fyrir því að óháð rannsókn fari fram með því að líka við facebook síðuna Rannsóknarskýrsla heimilanna og dreifa henni svo sem víðast. Stöndum saman. Stöðvum ólögmætar aðfarir. Almenningur er ekki fóður fyrir bankana! Ásthildur Lóa Þórsdóttir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Höfundur skipar 3. sætið hjá Framsókn í Reykjavík
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun