Sökudólgar og samfélög Þorvaldur Gylfason skrifar 10. maí 2018 10:30 Ég hafði ekki fyrr lokið máli mínu um heilbrigði og hagvöxt á fjölmennum fundi norrænna lækna og hjúkrunarfræðinga í Lillehammer í Noregi en einn fundargesturinn gaf sig á tal við mig, kynnti sig, þakkaði mér kurteislega fyrir framsöguna og sagði síðan: Ég held þú gætir e.t.v. blásið meira lífi í glærurnar þínar. Hann rétti mér disk. Þetta var 2004. Ég þekkti manninn ekki neitt. Þegar ég opnaði diskinn í flugvélinni á leiðinni heim sá ég að maðurinn var prófessor á Karólínsku stofnuninni í Stokkhólmi. Hann hét Hans Rosling. Árin næst á eftir fór framsetning hans á heilbrigðistölum og hagtölum eins og eldur í sinu um allan heim. Honum tókst það sem öðrum hafði ekki tekizt: Að búa til sannkallaðar flugeldasýningar úr þurrum staðtölum. Sumir kalla Rosling ástsælasta vísindamann samtímans. Hans Rosling féll frá í fyrra langt fyrir aldur fram, ekki sjötugur. Síðasta æviárið einsetti hann sér að skrifa tvær bækur ásamt öðrum, þ.m.t. syni hans og tengdadóttur. Það tókst. Fyrri bókin er sjálfsævisaga og heitir Hur jag lärde mig förstå världen (Hvernig ég lærði að skilja heiminn). Hann sagði sjálfur að fáar tölur væri að finna í bókinni heldur fjallaði hún um fólk sem hefði orðið á vegi hans og opnað augu hans. Síðari bókin heitir Factfulness og fjallar fjörlega og góðlátlega um útbreiddar ranghugmyndir um heiminn, hvernig á þeim stendur og hvernig hægt er að verjast þeim. Ég lýsti málflutningi Roslings stuttlega á þessum stað fyrir viku. Nú kemur meira. Að gefa ömmu sinni á kjaftinn Rosling segir í síðari bókinni frá því þegar hann sagði nemendum sínum á Karólínsku stofnuninni að lyfjafyrirtæki hneigðust til að hirða lítt um rannsóknir um lyf gegn malaríu og öðrum sjúkdómum sem herja helzt á fátækt fólk. Þá gall í einum læknanemanum aftast í salnum: Réttast væri að gefa þeim rækilega á kjaftinn! Rosling sagðist einmitt vera að fara á fund hjá lyfjarisanum Novartis í Sviss síðar sama haust og spurði: Hverjum þar finnst þér ég eigi að gefa á kjaftinn? Forstjóranum, svaraði læknaneminn. Já, ég þekki hann, sagði Rosling. Heldurðu að kjaftshögg myndi fá hann til að breyta rannsóknastefnu fyrirtækisins? Þá gall í öðrum stúdent framar í salnum: Nei, þú átt að gefa stjórninni á kjaftinn. Hún ræður ferðinni. Þú meinar, svaraði Rosling. Ég á einmitt að hitta stjórnina líka. Ég sleppi þá forstjóranum og geng heldur á röðina á stjórnarfundinum, en ég er óvanur slagsmálum svo ég á varla von á að komast yfir að kýla nema kannski þrjá eða fjóra stjórnarmenn áður en öryggisverðirnir koma á vettvang og yfirbuga mig. Þá sagði þriðji stúdentinn: Nei, Novartis er hlutafélag. Hluthafarnir marka stefnuna. Það eru þeir sem eiga að fá á kjaftinn. Jæja, sagði Rosling, en hverjir eru þeir? Auðmenn, sagði stúdentinn. Hann sat á fremsta bekk. Þá sagði Rosling: Stærstu eigendurnir í Novartis eru lífeyrissjóðir. Nú skuluð þið fara heim til ömmu og afa og gefa þeim á kjaftinn fyrir að hagnast á hækkun hlutabréfa í lyfjafyrirtækjum. Hafi þau látið ykkur fá peninga skuluð þið annaðhvort skila þeim fénu eða gefa sjálfum ykkur á kjaftinn. Þörfin fyrir að finna sökudólg Broddurinn í sögu Roslings að sögn hans sjálfs er að menn virðast hafa meðfædda þörf fyrir að leita skjótra skýringa með því að finna sökudólga þegar illa gengur frekar en að kafa dýpra. Skýringin á rannsóknastefnu lyfjafyrirtækisins í sögunni er að lífeyrissjóðir telja sér jafnan skylt að gæta hagsmuna sjóðsfélaga sem sækjast eftir jöfnum og góðum afrakstri af ævisparnaði sínum. Því sé ekki við fyrirtækin að sakast heldur verði að finna aðrar leiðir til að tryggja hagsmuni og heilbrigði fátækra þjóða. Rosling segir það ekki berum orðum, en sú ályktun blasir við að hér getur almannavaldið talizt hafa mikilvægt verk að vinna með því t.d. að auka framlög til rannsókna á lyfjum gegn hitabeltissjúkdómum. Við þurfum að leita rökréttra skýringa, segir Rosling, frekar en að úthrópa meinta – og iðulega blásaklausa! – sökudólga. Leit að sökudólgum getur leitt til rangrar niðurstöðu, segir Rosling, og bætir við að betur gefist jafnan að leita skynsamlegra skýringa í fólkinu sjálfu, samfélaginu og samfélagsgerðinni. Hann rekur önnur dæmi sem hníga í sömu átt. Ábyrgð á því sem aflaga fer getur legið víða. Hvar liggur ábyrgðin? Þessar vangaveltur Roslings rifja upp algeng viðbrögð bandarískra bíógesta og annarra við sænskum glæpamyndum þegar þær tóku að ryðja sér til rúms í útlöndum eftir 1970. Þá var stundum sagt í Ameríku: Alltaf skal sökin í þessum sænsku myndum vera skrifuð á samfélagið frekar en á einstaklinginn sem fremur glæpinn. Það er samt ekki boðskapur Roslings. Hann segir bara: Förum að öllu með gát. Reynum að draga réttar ályktanir. Oft bera einstaklingar ábyrgð á því sem aflaga fer, en stundum er ábyrgðin dreifð og stundum liggur hún á óvæntum stöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þorvaldur Gylfason Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hafði ekki fyrr lokið máli mínu um heilbrigði og hagvöxt á fjölmennum fundi norrænna lækna og hjúkrunarfræðinga í Lillehammer í Noregi en einn fundargesturinn gaf sig á tal við mig, kynnti sig, þakkaði mér kurteislega fyrir framsöguna og sagði síðan: Ég held þú gætir e.t.v. blásið meira lífi í glærurnar þínar. Hann rétti mér disk. Þetta var 2004. Ég þekkti manninn ekki neitt. Þegar ég opnaði diskinn í flugvélinni á leiðinni heim sá ég að maðurinn var prófessor á Karólínsku stofnuninni í Stokkhólmi. Hann hét Hans Rosling. Árin næst á eftir fór framsetning hans á heilbrigðistölum og hagtölum eins og eldur í sinu um allan heim. Honum tókst það sem öðrum hafði ekki tekizt: Að búa til sannkallaðar flugeldasýningar úr þurrum staðtölum. Sumir kalla Rosling ástsælasta vísindamann samtímans. Hans Rosling féll frá í fyrra langt fyrir aldur fram, ekki sjötugur. Síðasta æviárið einsetti hann sér að skrifa tvær bækur ásamt öðrum, þ.m.t. syni hans og tengdadóttur. Það tókst. Fyrri bókin er sjálfsævisaga og heitir Hur jag lärde mig förstå världen (Hvernig ég lærði að skilja heiminn). Hann sagði sjálfur að fáar tölur væri að finna í bókinni heldur fjallaði hún um fólk sem hefði orðið á vegi hans og opnað augu hans. Síðari bókin heitir Factfulness og fjallar fjörlega og góðlátlega um útbreiddar ranghugmyndir um heiminn, hvernig á þeim stendur og hvernig hægt er að verjast þeim. Ég lýsti málflutningi Roslings stuttlega á þessum stað fyrir viku. Nú kemur meira. Að gefa ömmu sinni á kjaftinn Rosling segir í síðari bókinni frá því þegar hann sagði nemendum sínum á Karólínsku stofnuninni að lyfjafyrirtæki hneigðust til að hirða lítt um rannsóknir um lyf gegn malaríu og öðrum sjúkdómum sem herja helzt á fátækt fólk. Þá gall í einum læknanemanum aftast í salnum: Réttast væri að gefa þeim rækilega á kjaftinn! Rosling sagðist einmitt vera að fara á fund hjá lyfjarisanum Novartis í Sviss síðar sama haust og spurði: Hverjum þar finnst þér ég eigi að gefa á kjaftinn? Forstjóranum, svaraði læknaneminn. Já, ég þekki hann, sagði Rosling. Heldurðu að kjaftshögg myndi fá hann til að breyta rannsóknastefnu fyrirtækisins? Þá gall í öðrum stúdent framar í salnum: Nei, þú átt að gefa stjórninni á kjaftinn. Hún ræður ferðinni. Þú meinar, svaraði Rosling. Ég á einmitt að hitta stjórnina líka. Ég sleppi þá forstjóranum og geng heldur á röðina á stjórnarfundinum, en ég er óvanur slagsmálum svo ég á varla von á að komast yfir að kýla nema kannski þrjá eða fjóra stjórnarmenn áður en öryggisverðirnir koma á vettvang og yfirbuga mig. Þá sagði þriðji stúdentinn: Nei, Novartis er hlutafélag. Hluthafarnir marka stefnuna. Það eru þeir sem eiga að fá á kjaftinn. Jæja, sagði Rosling, en hverjir eru þeir? Auðmenn, sagði stúdentinn. Hann sat á fremsta bekk. Þá sagði Rosling: Stærstu eigendurnir í Novartis eru lífeyrissjóðir. Nú skuluð þið fara heim til ömmu og afa og gefa þeim á kjaftinn fyrir að hagnast á hækkun hlutabréfa í lyfjafyrirtækjum. Hafi þau látið ykkur fá peninga skuluð þið annaðhvort skila þeim fénu eða gefa sjálfum ykkur á kjaftinn. Þörfin fyrir að finna sökudólg Broddurinn í sögu Roslings að sögn hans sjálfs er að menn virðast hafa meðfædda þörf fyrir að leita skjótra skýringa með því að finna sökudólga þegar illa gengur frekar en að kafa dýpra. Skýringin á rannsóknastefnu lyfjafyrirtækisins í sögunni er að lífeyrissjóðir telja sér jafnan skylt að gæta hagsmuna sjóðsfélaga sem sækjast eftir jöfnum og góðum afrakstri af ævisparnaði sínum. Því sé ekki við fyrirtækin að sakast heldur verði að finna aðrar leiðir til að tryggja hagsmuni og heilbrigði fátækra þjóða. Rosling segir það ekki berum orðum, en sú ályktun blasir við að hér getur almannavaldið talizt hafa mikilvægt verk að vinna með því t.d. að auka framlög til rannsókna á lyfjum gegn hitabeltissjúkdómum. Við þurfum að leita rökréttra skýringa, segir Rosling, frekar en að úthrópa meinta – og iðulega blásaklausa! – sökudólga. Leit að sökudólgum getur leitt til rangrar niðurstöðu, segir Rosling, og bætir við að betur gefist jafnan að leita skynsamlegra skýringa í fólkinu sjálfu, samfélaginu og samfélagsgerðinni. Hann rekur önnur dæmi sem hníga í sömu átt. Ábyrgð á því sem aflaga fer getur legið víða. Hvar liggur ábyrgðin? Þessar vangaveltur Roslings rifja upp algeng viðbrögð bandarískra bíógesta og annarra við sænskum glæpamyndum þegar þær tóku að ryðja sér til rúms í útlöndum eftir 1970. Þá var stundum sagt í Ameríku: Alltaf skal sökin í þessum sænsku myndum vera skrifuð á samfélagið frekar en á einstaklinginn sem fremur glæpinn. Það er samt ekki boðskapur Roslings. Hann segir bara: Förum að öllu með gát. Reynum að draga réttar ályktanir. Oft bera einstaklingar ábyrgð á því sem aflaga fer, en stundum er ábyrgðin dreifð og stundum liggur hún á óvæntum stöðum.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun