Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2018 20:30 Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti og Hrafn Jökulsson rithöfundur á flugvellinum á Gjögri í dag. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 af Ströndum. Blíðan sem mætti okkur á Gjögri í dag var eiginlega í hrópandi ósamræmi við þann pólitíska storm sem leikið hefur um Árneshrepp undanfarnar vikur. En mun öldur lægja í samfélaginu þar?Frá skólaslitum í Finnbogastaðaskóla í dag. Frá vinstri: Eva Sigurbjörnsdóttir, Hrafn Jökulsson, Vigdís Grímsdóttir, Hrefna Þorvaldsdóttir, Elín Agla Briem, Bjarnheiður Júlía Fossdal. Fremst fyrir miðju er nemandinn; Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir, 9 ára.Mynd/María Guðmundsdóttir.Eftir skólaslit í Finnbogastaðaskóla í dag birti Hrafn Jökulsson þessa ljósmynd en dóttir hans var eini nemandinn eftir áramót. Það vekur ekki síður athygli að á myndinni er saman fólk sem staðið hefur í harðvítugum deilum. „Auðvitað er sáttarhugur í okkur,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. „Við erum bara gamlir vinir,“ segir Hrafn um leið og hann tekur utan um Evu. Og hún samsinnir. „Og við munum halda áfram að vera það. Við ætlum bara að vinna þessu sveitarfélagi til góða. Það er fyrst og fremst það sem við gerum,“ segir Eva. „Heyr, heyr,“ segir Hrafn. Þau segjast þó sammála um að vera ósammála um virkjunina. „Það er allt í lagi að vera ósammála um eitthvað. Það væri nú lítið fútt í þessu annars,” segir Hrafn. „Já, segðu,” segir Eva og hlær. Hrafn Jökulsson í Árneshreppi: Hvergi í veröldinni kann ég betur við mig en hér.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Strandamenn eru vanir því að nota stundum stór orð. En þeir eru líka vanir því að standa saman. Og í litlu samfélagi eins og Árneshreppi stendur ekkert annað til boða heldur en að standa saman. Þó að það sé ágreiningur um stór mál. Og við virðum skoðanir annarra, - hljótum að gera það. Og öll dýrin í skóginum halda áfram að vera vinir, ætla ég rétt að vona,“ segir Hrafn. „Við erum ekki neinn minnihluti og meirihluti núna. Við munum vera hreppsnefnd allra í sveitinni, ekki bara þeirra sem kusu okkur. Þannig að ég vil meina að það muni gróa um heilt, já. Og við munum ganga saman þessa vegferð, þó að hún geti verið erfið. Fólk hefur bara misjafnar skoðanir og það er ekkert við því að gera. Við munum bara öll finna bestu lausnirnar. Ég er alveg sannfærð um það,“ segir Eva.Eva Sigurbjörnsdóttir: Við munum ganga saman þessa vegferð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En er Hrafn sestur að til frambúðar? „Það vona ég. Við vitum náttúrlega ekki hvað verður um Finnbogastaðaskóla og hver framtíð byggðarinnar verður hér. Það er ögurstund í Árneshreppi. Og þessvegna væri svo gott ef fólk hugsaði um önnur úrræði heldur en þessa virkjun. Til dæmis hvernig er hægt að efla mannlífið hérna. En svo sannarlega vona ég að ég geti verið hér til frambúðar því að hvergi veröldinni kann ég betur við mig,“ svarar Hrafn Jökulsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Tengdar fréttir Búið að strika sextán út af kjörskrá í Árneshreppi Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti í gærkvöldi að taka út fjóra einstaklinga af kjörskrá en bæta einum einstaklingi inn. Þar með er hreppsnefndin búin að ógilda sextán lögheimilsflutninga en samþykkja tvo. 25. maí 2018 11:43 Hrafn Jökulsson fær að hafa lögheimili sitt í Árneshreppi Þjóðskrá hefur orðið við þeirri kröfu Hrafns Jökulssonar að lögheimilisflutningur hans í Árneshrepp í lok apríl síðastliðnum standi. 24. maí 2018 11:16 Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 af Ströndum. Blíðan sem mætti okkur á Gjögri í dag var eiginlega í hrópandi ósamræmi við þann pólitíska storm sem leikið hefur um Árneshrepp undanfarnar vikur. En mun öldur lægja í samfélaginu þar?Frá skólaslitum í Finnbogastaðaskóla í dag. Frá vinstri: Eva Sigurbjörnsdóttir, Hrafn Jökulsson, Vigdís Grímsdóttir, Hrefna Þorvaldsdóttir, Elín Agla Briem, Bjarnheiður Júlía Fossdal. Fremst fyrir miðju er nemandinn; Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir, 9 ára.Mynd/María Guðmundsdóttir.Eftir skólaslit í Finnbogastaðaskóla í dag birti Hrafn Jökulsson þessa ljósmynd en dóttir hans var eini nemandinn eftir áramót. Það vekur ekki síður athygli að á myndinni er saman fólk sem staðið hefur í harðvítugum deilum. „Auðvitað er sáttarhugur í okkur,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. „Við erum bara gamlir vinir,“ segir Hrafn um leið og hann tekur utan um Evu. Og hún samsinnir. „Og við munum halda áfram að vera það. Við ætlum bara að vinna þessu sveitarfélagi til góða. Það er fyrst og fremst það sem við gerum,“ segir Eva. „Heyr, heyr,“ segir Hrafn. Þau segjast þó sammála um að vera ósammála um virkjunina. „Það er allt í lagi að vera ósammála um eitthvað. Það væri nú lítið fútt í þessu annars,” segir Hrafn. „Já, segðu,” segir Eva og hlær. Hrafn Jökulsson í Árneshreppi: Hvergi í veröldinni kann ég betur við mig en hér.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Strandamenn eru vanir því að nota stundum stór orð. En þeir eru líka vanir því að standa saman. Og í litlu samfélagi eins og Árneshreppi stendur ekkert annað til boða heldur en að standa saman. Þó að það sé ágreiningur um stór mál. Og við virðum skoðanir annarra, - hljótum að gera það. Og öll dýrin í skóginum halda áfram að vera vinir, ætla ég rétt að vona,“ segir Hrafn. „Við erum ekki neinn minnihluti og meirihluti núna. Við munum vera hreppsnefnd allra í sveitinni, ekki bara þeirra sem kusu okkur. Þannig að ég vil meina að það muni gróa um heilt, já. Og við munum ganga saman þessa vegferð, þó að hún geti verið erfið. Fólk hefur bara misjafnar skoðanir og það er ekkert við því að gera. Við munum bara öll finna bestu lausnirnar. Ég er alveg sannfærð um það,“ segir Eva.Eva Sigurbjörnsdóttir: Við munum ganga saman þessa vegferð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En er Hrafn sestur að til frambúðar? „Það vona ég. Við vitum náttúrlega ekki hvað verður um Finnbogastaðaskóla og hver framtíð byggðarinnar verður hér. Það er ögurstund í Árneshreppi. Og þessvegna væri svo gott ef fólk hugsaði um önnur úrræði heldur en þessa virkjun. Til dæmis hvernig er hægt að efla mannlífið hérna. En svo sannarlega vona ég að ég geti verið hér til frambúðar því að hvergi veröldinni kann ég betur við mig,“ svarar Hrafn Jökulsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Búið að strika sextán út af kjörskrá í Árneshreppi Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti í gærkvöldi að taka út fjóra einstaklinga af kjörskrá en bæta einum einstaklingi inn. Þar með er hreppsnefndin búin að ógilda sextán lögheimilsflutninga en samþykkja tvo. 25. maí 2018 11:43 Hrafn Jökulsson fær að hafa lögheimili sitt í Árneshreppi Þjóðskrá hefur orðið við þeirri kröfu Hrafns Jökulssonar að lögheimilisflutningur hans í Árneshrepp í lok apríl síðastliðnum standi. 24. maí 2018 11:16 Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Búið að strika sextán út af kjörskrá í Árneshreppi Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti í gærkvöldi að taka út fjóra einstaklinga af kjörskrá en bæta einum einstaklingi inn. Þar með er hreppsnefndin búin að ógilda sextán lögheimilsflutninga en samþykkja tvo. 25. maí 2018 11:43
Hrafn Jökulsson fær að hafa lögheimili sitt í Árneshreppi Þjóðskrá hefur orðið við þeirri kröfu Hrafns Jökulssonar að lögheimilisflutningur hans í Árneshrepp í lok apríl síðastliðnum standi. 24. maí 2018 11:16
Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23