Hlynur stendur í vegi fyrir nýrri skólplögn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. maí 2018 06:00 Nágrannaerjur í miðborginni. Vísir/GVA „Ég gagnrýni það úrræðaleysi í kerfinu sem hefur einkennt allt þetta mál. Hjá borginni eru allir af vilja gerðir en segjast ekkert geta gert,“ segir Kristín Dýrfjörð, íbúi í Miðstræti 8a í miðborg Reykjavíkur. Sú staða er komin upp að íbúar í Miðstræti 8a og 8b þurfa að ráðast í dýrar og sértækar framkvæmdir til að finna lausn á frárennsli skólps þar sem nágrannar þeirra á Laufásvegi 7 heimila ekki að farið sé inn á þeirra lóð til endurnýjunar á bilaðri skólplögn. Forsaga málsins er sú að í mars síðastliðnum kom í ljós að lögnin sem liggur að hluta í gegnum lóðina Laufásveg 7 var farin að leka og barst skólpmengað vatn inn í nærliggjandi hús. Starfsmönnum Veitna tókst að stöðva lekann án þess að fara inn á lóð nágrannanna en eftir stendur að ráðast þarf í varanlega viðgerð. „Vandamálið er að þar sem ekkert deiliskipulag gildir fyrir svæðið þá eru engar kvaðir á lóðinni varðandi lagnir,“ segir Kristín. Hún bendir á að lóðir í miðbænum séu líka að miklu leyti eignarlóðir og réttur eigenda því mikill. „Okkur hefur verið bent á að við gætum hafið málaferli og byggt á hefðarrétti en slíkt tæki langan tíma og við viljum alls ekki bíða með lausn málsins. Það þarf því að breyta frárennslinu frá húsinu og gera breytingar á íbúðum, meðal annars brjóta þykkan hlaðinn steinvegg og fara í gegnum undirstöður hússins.“ Íbúar á Laufásvegi 7 voru tilbúnir að fallast á lausn í málinu að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Lausnin fólst í því að grafnar yrðu tvær til þrjár holur og þess freistað að laga lögnina með því að tengja þar á milli. Kristín segir sum skilyrðanna hafa verið óásættanleg. Sigríður Harðardóttir, sem býr á Laufásvegi 7, segir að þrátt fyrir að rétturinn í málinu sé algjörlega þeirra hafi þau viljað rétta fram hjálparhönd en á hana hafi verið slegið. „Síðan kemur í ljós að til að laga lögnina þyrfti að grafa mjög nálægt stórum hundrað ára gömlum hlyn sem er á lóðinni okkar. Garðyrkjustjóri borgarinnar hefur metið það svo að það yrði ekki gert nema með því að skerða rætur trésins sem sé mjög varasamt.“ Sigríður bendir á að til sé lausn á málinu, svokölluð dælulausn, sem þegar hafi verið notuð í öðru húsi í Miðstræti. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
„Ég gagnrýni það úrræðaleysi í kerfinu sem hefur einkennt allt þetta mál. Hjá borginni eru allir af vilja gerðir en segjast ekkert geta gert,“ segir Kristín Dýrfjörð, íbúi í Miðstræti 8a í miðborg Reykjavíkur. Sú staða er komin upp að íbúar í Miðstræti 8a og 8b þurfa að ráðast í dýrar og sértækar framkvæmdir til að finna lausn á frárennsli skólps þar sem nágrannar þeirra á Laufásvegi 7 heimila ekki að farið sé inn á þeirra lóð til endurnýjunar á bilaðri skólplögn. Forsaga málsins er sú að í mars síðastliðnum kom í ljós að lögnin sem liggur að hluta í gegnum lóðina Laufásveg 7 var farin að leka og barst skólpmengað vatn inn í nærliggjandi hús. Starfsmönnum Veitna tókst að stöðva lekann án þess að fara inn á lóð nágrannanna en eftir stendur að ráðast þarf í varanlega viðgerð. „Vandamálið er að þar sem ekkert deiliskipulag gildir fyrir svæðið þá eru engar kvaðir á lóðinni varðandi lagnir,“ segir Kristín. Hún bendir á að lóðir í miðbænum séu líka að miklu leyti eignarlóðir og réttur eigenda því mikill. „Okkur hefur verið bent á að við gætum hafið málaferli og byggt á hefðarrétti en slíkt tæki langan tíma og við viljum alls ekki bíða með lausn málsins. Það þarf því að breyta frárennslinu frá húsinu og gera breytingar á íbúðum, meðal annars brjóta þykkan hlaðinn steinvegg og fara í gegnum undirstöður hússins.“ Íbúar á Laufásvegi 7 voru tilbúnir að fallast á lausn í málinu að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Lausnin fólst í því að grafnar yrðu tvær til þrjár holur og þess freistað að laga lögnina með því að tengja þar á milli. Kristín segir sum skilyrðanna hafa verið óásættanleg. Sigríður Harðardóttir, sem býr á Laufásvegi 7, segir að þrátt fyrir að rétturinn í málinu sé algjörlega þeirra hafi þau viljað rétta fram hjálparhönd en á hana hafi verið slegið. „Síðan kemur í ljós að til að laga lögnina þyrfti að grafa mjög nálægt stórum hundrað ára gömlum hlyn sem er á lóðinni okkar. Garðyrkjustjóri borgarinnar hefur metið það svo að það yrði ekki gert nema með því að skerða rætur trésins sem sé mjög varasamt.“ Sigríður bendir á að til sé lausn á málinu, svokölluð dælulausn, sem þegar hafi verið notuð í öðru húsi í Miðstræti.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira