Hröð meðferð vörumerkja Ivönku í Kína vekur spurningar um spillingu Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2018 21:05 Ivanka Trump. Vísir/EPA Ivanka Trump, dóttir Donald Trump forseta Bandaríkjanna, hefur fengið þrettán vörumerki samþykkt í Kína á einungis þremur mánuðum. Átta vörumerki til viðbótar hafa fengið hraða meðferð á tímabilinu og verið samþykktar tímabundið. Sérfræðingar segja þennan hraða vera óeðlilegan og AP segir þessar upplýsingar vekja frekari spurningar um hagsmunaárekstra í Hvíta húsinu.Upplýsingarnar voru opinberaðar af eftirlitsaðilunum Citizens for Ethics and Responsibility in Washington Á sama tíma hefur Donald Trump skipað Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna að bjarga kínverska fyrirtækinu ZTE frá gjaldþroti, en þvingunum og refsiaðgerðum var beitt gegn fyrirtækinu fyrir að brjóta bandarísk lög og að eiga í viðskiptum við Norður-Kóreu og Íran. Þar að auki hafa öryggisstofnanir Bandaríkjanna varað við því að ógn stafi af ZTE og yfirvöld Kína noti það til njósna. Yfirvöld Bandaríkjanna meinuðu fyrirtækinu að eiga í viðskiptum í Bandaríkjunum í sjö ár og ZTE stefndi í gjaldþrot. Þann 13. maí tilkynnti Trump óvænt að hann hefði skipað Viðskiptaráðuneytinu að hjálpa ZTE. Þar að auki hefur Trump hótað því að setja tolla á innflutning frá Kína. Tollum þessum er þó ekki ætlað að ná yfir fatnað en Ivanka flytur mikið af fötum sem framleidd eru fyrir hana í Kína.Í samtali við AP segir Noah Bookbinder, yfirmaður Citizens for Responisbility and Ethics in Washington, að það að Ivanka slíti sig ekki frá fyrirtæki sínu og að það sé að stækka á erlendri grundu sé áhyggjuefni. Það veki upp spurningar um spillingu og opni á þann mögulega að hún græði á stöðu sinni í Hvíta húsinu og því að faðir hennar sé forseti. Sömuleiðis gæti það haft áhrif á opinber störf þeirra og utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Ivanka Trump, dóttir Donald Trump forseta Bandaríkjanna, hefur fengið þrettán vörumerki samþykkt í Kína á einungis þremur mánuðum. Átta vörumerki til viðbótar hafa fengið hraða meðferð á tímabilinu og verið samþykktar tímabundið. Sérfræðingar segja þennan hraða vera óeðlilegan og AP segir þessar upplýsingar vekja frekari spurningar um hagsmunaárekstra í Hvíta húsinu.Upplýsingarnar voru opinberaðar af eftirlitsaðilunum Citizens for Ethics and Responsibility in Washington Á sama tíma hefur Donald Trump skipað Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna að bjarga kínverska fyrirtækinu ZTE frá gjaldþroti, en þvingunum og refsiaðgerðum var beitt gegn fyrirtækinu fyrir að brjóta bandarísk lög og að eiga í viðskiptum við Norður-Kóreu og Íran. Þar að auki hafa öryggisstofnanir Bandaríkjanna varað við því að ógn stafi af ZTE og yfirvöld Kína noti það til njósna. Yfirvöld Bandaríkjanna meinuðu fyrirtækinu að eiga í viðskiptum í Bandaríkjunum í sjö ár og ZTE stefndi í gjaldþrot. Þann 13. maí tilkynnti Trump óvænt að hann hefði skipað Viðskiptaráðuneytinu að hjálpa ZTE. Þar að auki hefur Trump hótað því að setja tolla á innflutning frá Kína. Tollum þessum er þó ekki ætlað að ná yfir fatnað en Ivanka flytur mikið af fötum sem framleidd eru fyrir hana í Kína.Í samtali við AP segir Noah Bookbinder, yfirmaður Citizens for Responisbility and Ethics in Washington, að það að Ivanka slíti sig ekki frá fyrirtæki sínu og að það sé að stækka á erlendri grundu sé áhyggjuefni. Það veki upp spurningar um spillingu og opni á þann mögulega að hún græði á stöðu sinni í Hvíta húsinu og því að faðir hennar sé forseti. Sömuleiðis gæti það haft áhrif á opinber störf þeirra og utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira