Sá á kvölina sem á völina Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 28. maí 2018 10:00 Helstu tíðindin úr kosningum helgarinnar voru þau, að þeir sem vilja efna til úlfúðar á grundvelli kynþátta eða trúarbragða urðu undir í kosningunum. Íslenska þjóðfylkingin, sem hafði að sínu helsta baráttumáli að draga til baka lóð undir mosku, og Frelsisflokkurinn, sem einnig er á móti mosku í Reykjavík og vill aðhald í málum hælisleitenda, urðu undir. Samanlagt tóku einungis 0,4 prósent kjósenda í Reykjavík undir þessi sjónarmið – hjáróma raddir hreinna sérvitringa. Ánægjulegt er að þessi málflutningur hafi ekki fengið meiri undirtektir hjá Reykvíkingum en raunin varð, því svona málflutningur á víða upp á pallborðið í löndunum í kringum okkur með 15 til 20 prósenta fylgi og jafnvel meira. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 varð andstaðan við mosku einnig hitamál hjá Framsókn og flugvallarvinum. Helstu kosningamálin voru flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni og að draga til baka ákvörðun um lóð undir mosku. Flokkurinn fékk þá rúm 10 prósent atkvæða. Það er ánægjuleg þróun að fjórum árum síðar er slíkum málflutningi hafnað. Þetta sýnir að fólk almennt á Íslandi hefur ærlegar taugar. Það er vitnisburður um þroskað samfélag. Ísland er því að mörgu leyti gott samfélag; samfélag sem er opið fyrir nýjungum og því sem er öðruvísi og fljótt að taka hlutina í sátt í fámenninu. Fleiri kynnast fólki af erlendu bergi, fólki með aðra trú og siði og kemst að því á eigin skinni að flest er þetta ágætisfólk og það spyrst út í litlu samfélagi. Það vinnur bug á fordómum. Pólitíkin á Íslandi hefur tekið miklum framförum síðustu ár. Hún er miklu betri og miklu þroskaðri en fyrir 20 eða 30 árum. Sem dæmi má nefna að í kosningunum 1982 náðu Sjálfstæðismenn aftur meirihluta í Reykjavík eftir fjögurra ára valdatíð vinstri manna. Helsta ágreiningsmálið í þeim kosningum var hvort reisa ætti nýja íbúabyggð við Rauðavatn. Sjálfstæðismönnum tókst ásamt sterku málgagni sínu, sem á þeim tíma fór inn á 80 prósent heimila í landinu, að telja kjósendum trú um að stórhættulegt væri að byggja á þekktu sprungusvæði. Núna hafa allir rödd, auðvelt er að leita sér upplýsinga og hægt að sannreyna allar upplýsingar sem koma fram. En þá að risunum tveim í reykvískri pólitík, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Hvorugur fékk hreinan meirihluta í kosningunum og þarf því að reiða sig á aðra flokka til samstarfs. Staðan er nokkuð flókin og þrátt fyrir fylgistap Samfylkingarinnar telja margir, og þar á meðal borgarstjóri sjálfur, að sjálfgefið sé að hann láti fyrst á það reyna hvort hann geti haldið meirihlutanum með því að fá fleiri til samstarfs í stað þess að stærsti flokkurinn reyni fyrst. Viðreisn er í lykilstöðu og getur hallað sér á hvora hliðina sem er. Staða Viðreisnar er þó ekki blátt áfram og einföld. Starfa þau til vinstri og gefa Sjálfstæðisflokknum eftir allan hægri vænginn? Eða ganga þau í eina sæng með gamla móðurskipinu og hætta á að verða gleypt í einum munnbita? Vegurinn er vandrataður og sem fyrr á sá kvölina sem á völina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Helstu tíðindin úr kosningum helgarinnar voru þau, að þeir sem vilja efna til úlfúðar á grundvelli kynþátta eða trúarbragða urðu undir í kosningunum. Íslenska þjóðfylkingin, sem hafði að sínu helsta baráttumáli að draga til baka lóð undir mosku, og Frelsisflokkurinn, sem einnig er á móti mosku í Reykjavík og vill aðhald í málum hælisleitenda, urðu undir. Samanlagt tóku einungis 0,4 prósent kjósenda í Reykjavík undir þessi sjónarmið – hjáróma raddir hreinna sérvitringa. Ánægjulegt er að þessi málflutningur hafi ekki fengið meiri undirtektir hjá Reykvíkingum en raunin varð, því svona málflutningur á víða upp á pallborðið í löndunum í kringum okkur með 15 til 20 prósenta fylgi og jafnvel meira. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 varð andstaðan við mosku einnig hitamál hjá Framsókn og flugvallarvinum. Helstu kosningamálin voru flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni og að draga til baka ákvörðun um lóð undir mosku. Flokkurinn fékk þá rúm 10 prósent atkvæða. Það er ánægjuleg þróun að fjórum árum síðar er slíkum málflutningi hafnað. Þetta sýnir að fólk almennt á Íslandi hefur ærlegar taugar. Það er vitnisburður um þroskað samfélag. Ísland er því að mörgu leyti gott samfélag; samfélag sem er opið fyrir nýjungum og því sem er öðruvísi og fljótt að taka hlutina í sátt í fámenninu. Fleiri kynnast fólki af erlendu bergi, fólki með aðra trú og siði og kemst að því á eigin skinni að flest er þetta ágætisfólk og það spyrst út í litlu samfélagi. Það vinnur bug á fordómum. Pólitíkin á Íslandi hefur tekið miklum framförum síðustu ár. Hún er miklu betri og miklu þroskaðri en fyrir 20 eða 30 árum. Sem dæmi má nefna að í kosningunum 1982 náðu Sjálfstæðismenn aftur meirihluta í Reykjavík eftir fjögurra ára valdatíð vinstri manna. Helsta ágreiningsmálið í þeim kosningum var hvort reisa ætti nýja íbúabyggð við Rauðavatn. Sjálfstæðismönnum tókst ásamt sterku málgagni sínu, sem á þeim tíma fór inn á 80 prósent heimila í landinu, að telja kjósendum trú um að stórhættulegt væri að byggja á þekktu sprungusvæði. Núna hafa allir rödd, auðvelt er að leita sér upplýsinga og hægt að sannreyna allar upplýsingar sem koma fram. En þá að risunum tveim í reykvískri pólitík, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Hvorugur fékk hreinan meirihluta í kosningunum og þarf því að reiða sig á aðra flokka til samstarfs. Staðan er nokkuð flókin og þrátt fyrir fylgistap Samfylkingarinnar telja margir, og þar á meðal borgarstjóri sjálfur, að sjálfgefið sé að hann láti fyrst á það reyna hvort hann geti haldið meirihlutanum með því að fá fleiri til samstarfs í stað þess að stærsti flokkurinn reyni fyrst. Viðreisn er í lykilstöðu og getur hallað sér á hvora hliðina sem er. Staða Viðreisnar er þó ekki blátt áfram og einföld. Starfa þau til vinstri og gefa Sjálfstæðisflokknum eftir allan hægri vænginn? Eða ganga þau í eina sæng með gamla móðurskipinu og hætta á að verða gleypt í einum munnbita? Vegurinn er vandrataður og sem fyrr á sá kvölina sem á völina.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun