Borg syndanna að breytast í íþróttaborg Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. maí 2018 23:30 Leikmenn Vegas Golden Knigts fagna deildarmeistaratitlinum á svellinu á dögunum en Stanley-bikarinn er skammt undan. vísir/Getty Íshokkí Las Vegas gengur undir hinum ýmsu nöfnum, borg syndanna, borg ljósanna, höfuðborg veðmála og leikvöllur Bandaríkjanna. Hingað til hefur borgin ekki haft mikil tengsl við íþróttir, þar til nú. Í miðri eyðimörkinni, þar sem 20 sentímetra snjókoma setti samfélagið á hliðina fyrir tíu árum, er skyndilega búið að stofna íshokkíliðið Vegas Golden Knights. Þykja þeir líklegir til að vinna Stanley-bikarinn á fyrsta ári sínu eftir stofnun enda með heimavallarrétt í úrslitaeinvíginu gegn Washington Capitals. Er þetta í fyrsta sinn í 38 ár sem lið kemst í úrslitakeppnina í íshokkíi á fyrsta ári sínu og fyrsta sinn í fimmtíu ár sem lið kemst í úrslitaleikinn á fyrsta ári sínu. Það er ekki aðeins í íshokkíinu sem Las Vegas er að skjótast fram á sjónarsviðið í bandarísku íþróttalífi en nýlega hófst fyrsta tímabil Las Vegas Aces í WNBA-deildinni. Þá eru tvö ár í að nýr völlur Raiders-manna í NFL-deildinni verði opnaður í eyðimörkinni og að þeir flytji sig um set frá Oakland yfir til Las Vegas. Hér áður fyrr höfðu eigendur liða í stóru íþróttadeildum Bandaríkjanna áhyggjur af freistingum sem biðu leikmanna í borginni. Vandræði myndu fylgja því að leika reglulega í Las Vegas en íshokkí-liðið hefur sýnt að það er hægt að reka íþróttafélög í borg syndanna.Nýliðarnir komnir alla leið Bandaríska deildarkerfið í íþróttum tryggir það að þegar ný lið eru stofnuð fái þau greiðan aðgang að góðum leikmönnum til að geta teflt fram samkeppnishæfu liði. Fengu forráðamenn annarra liða að velja nokkra leikmenn í sínum herbúðum sem væru ósnertanlegir. Eftir það fengu forráðamenn Vegas Golden Knights að velja sér leikmenn úr herbúðum andstæðinganna. Þar náðu þeir í burðarása liðsins og bættu svo við ungum og efnilegum leikmönnum í árlegu nýliðavali deildarinnar. Þrátt fyrir það var talið svo gott sem ómögulegt að Golden Knights myndi fara í úrslitaleikinn á fyrsta ári sínu enda fimmtíu ár síðan lið komst í úrslitin á fyrsta ári sínu eftir stofnun. Í aðdraganda fyrsta leiks tímabilsins og fyrsta leik liðsins var framið voðaverk í borginni. Alls létust 58 manns og 851 særðist í skotárás rúmum kílómetra frá höllinni sem Golden Knights leikur í. Gerðist það aðeins nokkrum dögum fyrir fyrsta leikinn og var athyglin skiljanlega á allt öðrum stað en á hokkívellinum í frumraun Golden Knights. Hokkíliðið sameinaði íbúa borgarinnar með góðu gengi en níu af fyrstu tíu heimaleikjunum unnust. Var alltaf beðið eftir því að liðinu myndi fatast flugið en því hefur tekist að standast öll áföll tímabilsins til þessa og skyldi engan undra að það ynni stærsta bikar bandarískra íþrótta, Stanley-bikarinn, á næstu dögum. kristinnpall@frettabladid.is Aðrar íþróttir Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Í beinni: Keflavík - Valur | Meistarar mætast Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Sjá meira
Íshokkí Las Vegas gengur undir hinum ýmsu nöfnum, borg syndanna, borg ljósanna, höfuðborg veðmála og leikvöllur Bandaríkjanna. Hingað til hefur borgin ekki haft mikil tengsl við íþróttir, þar til nú. Í miðri eyðimörkinni, þar sem 20 sentímetra snjókoma setti samfélagið á hliðina fyrir tíu árum, er skyndilega búið að stofna íshokkíliðið Vegas Golden Knights. Þykja þeir líklegir til að vinna Stanley-bikarinn á fyrsta ári sínu eftir stofnun enda með heimavallarrétt í úrslitaeinvíginu gegn Washington Capitals. Er þetta í fyrsta sinn í 38 ár sem lið kemst í úrslitakeppnina í íshokkíi á fyrsta ári sínu og fyrsta sinn í fimmtíu ár sem lið kemst í úrslitaleikinn á fyrsta ári sínu. Það er ekki aðeins í íshokkíinu sem Las Vegas er að skjótast fram á sjónarsviðið í bandarísku íþróttalífi en nýlega hófst fyrsta tímabil Las Vegas Aces í WNBA-deildinni. Þá eru tvö ár í að nýr völlur Raiders-manna í NFL-deildinni verði opnaður í eyðimörkinni og að þeir flytji sig um set frá Oakland yfir til Las Vegas. Hér áður fyrr höfðu eigendur liða í stóru íþróttadeildum Bandaríkjanna áhyggjur af freistingum sem biðu leikmanna í borginni. Vandræði myndu fylgja því að leika reglulega í Las Vegas en íshokkí-liðið hefur sýnt að það er hægt að reka íþróttafélög í borg syndanna.Nýliðarnir komnir alla leið Bandaríska deildarkerfið í íþróttum tryggir það að þegar ný lið eru stofnuð fái þau greiðan aðgang að góðum leikmönnum til að geta teflt fram samkeppnishæfu liði. Fengu forráðamenn annarra liða að velja nokkra leikmenn í sínum herbúðum sem væru ósnertanlegir. Eftir það fengu forráðamenn Vegas Golden Knights að velja sér leikmenn úr herbúðum andstæðinganna. Þar náðu þeir í burðarása liðsins og bættu svo við ungum og efnilegum leikmönnum í árlegu nýliðavali deildarinnar. Þrátt fyrir það var talið svo gott sem ómögulegt að Golden Knights myndi fara í úrslitaleikinn á fyrsta ári sínu enda fimmtíu ár síðan lið komst í úrslitin á fyrsta ári sínu eftir stofnun. Í aðdraganda fyrsta leiks tímabilsins og fyrsta leik liðsins var framið voðaverk í borginni. Alls létust 58 manns og 851 særðist í skotárás rúmum kílómetra frá höllinni sem Golden Knights leikur í. Gerðist það aðeins nokkrum dögum fyrir fyrsta leikinn og var athyglin skiljanlega á allt öðrum stað en á hokkívellinum í frumraun Golden Knights. Hokkíliðið sameinaði íbúa borgarinnar með góðu gengi en níu af fyrstu tíu heimaleikjunum unnust. Var alltaf beðið eftir því að liðinu myndi fatast flugið en því hefur tekist að standast öll áföll tímabilsins til þessa og skyldi engan undra að það ynni stærsta bikar bandarískra íþrótta, Stanley-bikarinn, á næstu dögum. kristinnpall@frettabladid.is
Aðrar íþróttir Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Í beinni: Keflavík - Valur | Meistarar mætast Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Sjá meira