Borg syndanna að breytast í íþróttaborg Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. maí 2018 23:30 Leikmenn Vegas Golden Knigts fagna deildarmeistaratitlinum á svellinu á dögunum en Stanley-bikarinn er skammt undan. vísir/Getty Íshokkí Las Vegas gengur undir hinum ýmsu nöfnum, borg syndanna, borg ljósanna, höfuðborg veðmála og leikvöllur Bandaríkjanna. Hingað til hefur borgin ekki haft mikil tengsl við íþróttir, þar til nú. Í miðri eyðimörkinni, þar sem 20 sentímetra snjókoma setti samfélagið á hliðina fyrir tíu árum, er skyndilega búið að stofna íshokkíliðið Vegas Golden Knights. Þykja þeir líklegir til að vinna Stanley-bikarinn á fyrsta ári sínu eftir stofnun enda með heimavallarrétt í úrslitaeinvíginu gegn Washington Capitals. Er þetta í fyrsta sinn í 38 ár sem lið kemst í úrslitakeppnina í íshokkíi á fyrsta ári sínu og fyrsta sinn í fimmtíu ár sem lið kemst í úrslitaleikinn á fyrsta ári sínu. Það er ekki aðeins í íshokkíinu sem Las Vegas er að skjótast fram á sjónarsviðið í bandarísku íþróttalífi en nýlega hófst fyrsta tímabil Las Vegas Aces í WNBA-deildinni. Þá eru tvö ár í að nýr völlur Raiders-manna í NFL-deildinni verði opnaður í eyðimörkinni og að þeir flytji sig um set frá Oakland yfir til Las Vegas. Hér áður fyrr höfðu eigendur liða í stóru íþróttadeildum Bandaríkjanna áhyggjur af freistingum sem biðu leikmanna í borginni. Vandræði myndu fylgja því að leika reglulega í Las Vegas en íshokkí-liðið hefur sýnt að það er hægt að reka íþróttafélög í borg syndanna.Nýliðarnir komnir alla leið Bandaríska deildarkerfið í íþróttum tryggir það að þegar ný lið eru stofnuð fái þau greiðan aðgang að góðum leikmönnum til að geta teflt fram samkeppnishæfu liði. Fengu forráðamenn annarra liða að velja nokkra leikmenn í sínum herbúðum sem væru ósnertanlegir. Eftir það fengu forráðamenn Vegas Golden Knights að velja sér leikmenn úr herbúðum andstæðinganna. Þar náðu þeir í burðarása liðsins og bættu svo við ungum og efnilegum leikmönnum í árlegu nýliðavali deildarinnar. Þrátt fyrir það var talið svo gott sem ómögulegt að Golden Knights myndi fara í úrslitaleikinn á fyrsta ári sínu enda fimmtíu ár síðan lið komst í úrslitin á fyrsta ári sínu eftir stofnun. Í aðdraganda fyrsta leiks tímabilsins og fyrsta leik liðsins var framið voðaverk í borginni. Alls létust 58 manns og 851 særðist í skotárás rúmum kílómetra frá höllinni sem Golden Knights leikur í. Gerðist það aðeins nokkrum dögum fyrir fyrsta leikinn og var athyglin skiljanlega á allt öðrum stað en á hokkívellinum í frumraun Golden Knights. Hokkíliðið sameinaði íbúa borgarinnar með góðu gengi en níu af fyrstu tíu heimaleikjunum unnust. Var alltaf beðið eftir því að liðinu myndi fatast flugið en því hefur tekist að standast öll áföll tímabilsins til þessa og skyldi engan undra að það ynni stærsta bikar bandarískra íþrótta, Stanley-bikarinn, á næstu dögum. kristinnpall@frettabladid.is Aðrar íþróttir Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Íshokkí Las Vegas gengur undir hinum ýmsu nöfnum, borg syndanna, borg ljósanna, höfuðborg veðmála og leikvöllur Bandaríkjanna. Hingað til hefur borgin ekki haft mikil tengsl við íþróttir, þar til nú. Í miðri eyðimörkinni, þar sem 20 sentímetra snjókoma setti samfélagið á hliðina fyrir tíu árum, er skyndilega búið að stofna íshokkíliðið Vegas Golden Knights. Þykja þeir líklegir til að vinna Stanley-bikarinn á fyrsta ári sínu eftir stofnun enda með heimavallarrétt í úrslitaeinvíginu gegn Washington Capitals. Er þetta í fyrsta sinn í 38 ár sem lið kemst í úrslitakeppnina í íshokkíi á fyrsta ári sínu og fyrsta sinn í fimmtíu ár sem lið kemst í úrslitaleikinn á fyrsta ári sínu. Það er ekki aðeins í íshokkíinu sem Las Vegas er að skjótast fram á sjónarsviðið í bandarísku íþróttalífi en nýlega hófst fyrsta tímabil Las Vegas Aces í WNBA-deildinni. Þá eru tvö ár í að nýr völlur Raiders-manna í NFL-deildinni verði opnaður í eyðimörkinni og að þeir flytji sig um set frá Oakland yfir til Las Vegas. Hér áður fyrr höfðu eigendur liða í stóru íþróttadeildum Bandaríkjanna áhyggjur af freistingum sem biðu leikmanna í borginni. Vandræði myndu fylgja því að leika reglulega í Las Vegas en íshokkí-liðið hefur sýnt að það er hægt að reka íþróttafélög í borg syndanna.Nýliðarnir komnir alla leið Bandaríska deildarkerfið í íþróttum tryggir það að þegar ný lið eru stofnuð fái þau greiðan aðgang að góðum leikmönnum til að geta teflt fram samkeppnishæfu liði. Fengu forráðamenn annarra liða að velja nokkra leikmenn í sínum herbúðum sem væru ósnertanlegir. Eftir það fengu forráðamenn Vegas Golden Knights að velja sér leikmenn úr herbúðum andstæðinganna. Þar náðu þeir í burðarása liðsins og bættu svo við ungum og efnilegum leikmönnum í árlegu nýliðavali deildarinnar. Þrátt fyrir það var talið svo gott sem ómögulegt að Golden Knights myndi fara í úrslitaleikinn á fyrsta ári sínu enda fimmtíu ár síðan lið komst í úrslitin á fyrsta ári sínu eftir stofnun. Í aðdraganda fyrsta leiks tímabilsins og fyrsta leik liðsins var framið voðaverk í borginni. Alls létust 58 manns og 851 særðist í skotárás rúmum kílómetra frá höllinni sem Golden Knights leikur í. Gerðist það aðeins nokkrum dögum fyrir fyrsta leikinn og var athyglin skiljanlega á allt öðrum stað en á hokkívellinum í frumraun Golden Knights. Hokkíliðið sameinaði íbúa borgarinnar með góðu gengi en níu af fyrstu tíu heimaleikjunum unnust. Var alltaf beðið eftir því að liðinu myndi fatast flugið en því hefur tekist að standast öll áföll tímabilsins til þessa og skyldi engan undra að það ynni stærsta bikar bandarískra íþrótta, Stanley-bikarinn, á næstu dögum. kristinnpall@frettabladid.is
Aðrar íþróttir Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira