Vegfarendur skutu vopnaðan mann til bana Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2018 09:04 Frá veitingahúsinu í Oklahoma. Vísir/AP Lögreglan í Oklahoma hefur lofað tvo menn sem skutu árásarmann til bana á fimmtudaginn. Hinn 28 ára gamli Alexander Tilghman er sagður hafa skotið að gestum veitingastaðar í Oklahoma-borg en tveir menn, sem þekktu ekki hvorn annan, náðu í skotvopn í bíla sína og skutu Tilghman til bana, sem þá hafði skotið þrjá einstaklinga. Að Tilghman undanskildum lét enginn lífið í atvikinu. Þeir Juan Carlos Nazario og Bryan Wittle eru sagðir hafa brugðist rétt við og hefur þeim verið hrósað fyrir að koma mögulega í veg fyrir fjölda dauðsfalla. Lögreglustjórinn Bo Mathews segir að Tilghman virðist hafa valið veitingastaðinn af handahófi og hann hafi ekki þekkt neinn þar. Þá hafi hann skotið inn um dyr veitingastaðarins og hann hafi ekki komist þar inn. Mathews segir að líklega hefði farið mun verr ef Tilghman hefði farið þar inn. Um hundrað manns voru inn í veitingahúsinu. FOX 25 News segir Tilghman hafa reglulega birt myndbönd á Youtube þar sem hann kvartaði yfir árásum djöfla. Hann hafi kvartað undan andsetnum íkorna og jafnvel ísskáp. Í síðasta myndbandi sínu, sem birt var fyrir nokkrum vikum, sagðist Tilghman vera undir harðri árás djöfla og hann þyrfti nauðsynlega á raunverulegu fólki að halda. Hann bað fólk um að setja sig í samband við hann. Tilghman virðist hafa talið flesta, ef ekki alla, í kringum sig vera andsetin klón og að hann væri einn af fáum raunverulegum manneskjum í heiminum. Lögreglan hafði einungis einu sinni haft afskipti af honum og var það árið 2003 þegar móðir hans sagði hann hafa kýlt sig nokkrum sinnnum vegna deilna um ryksugu. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir.BBC bendir á að stærstu samtök byssueigenda Bandaríkjanna, National Rifle Association, hafi hyllt þeim Nazario og Wittle. Samtökin segja atvikið vera „enn eitt dæmið“ um hvernig besta leiðin til að stöðva vondan mann með byssu sé „góður maður með byssu“. Tilghman var þó með réttindi öryggisvarðar og hafði leyfi til að bera vopn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Lögreglan í Oklahoma hefur lofað tvo menn sem skutu árásarmann til bana á fimmtudaginn. Hinn 28 ára gamli Alexander Tilghman er sagður hafa skotið að gestum veitingastaðar í Oklahoma-borg en tveir menn, sem þekktu ekki hvorn annan, náðu í skotvopn í bíla sína og skutu Tilghman til bana, sem þá hafði skotið þrjá einstaklinga. Að Tilghman undanskildum lét enginn lífið í atvikinu. Þeir Juan Carlos Nazario og Bryan Wittle eru sagðir hafa brugðist rétt við og hefur þeim verið hrósað fyrir að koma mögulega í veg fyrir fjölda dauðsfalla. Lögreglustjórinn Bo Mathews segir að Tilghman virðist hafa valið veitingastaðinn af handahófi og hann hafi ekki þekkt neinn þar. Þá hafi hann skotið inn um dyr veitingastaðarins og hann hafi ekki komist þar inn. Mathews segir að líklega hefði farið mun verr ef Tilghman hefði farið þar inn. Um hundrað manns voru inn í veitingahúsinu. FOX 25 News segir Tilghman hafa reglulega birt myndbönd á Youtube þar sem hann kvartaði yfir árásum djöfla. Hann hafi kvartað undan andsetnum íkorna og jafnvel ísskáp. Í síðasta myndbandi sínu, sem birt var fyrir nokkrum vikum, sagðist Tilghman vera undir harðri árás djöfla og hann þyrfti nauðsynlega á raunverulegu fólki að halda. Hann bað fólk um að setja sig í samband við hann. Tilghman virðist hafa talið flesta, ef ekki alla, í kringum sig vera andsetin klón og að hann væri einn af fáum raunverulegum manneskjum í heiminum. Lögreglan hafði einungis einu sinni haft afskipti af honum og var það árið 2003 þegar móðir hans sagði hann hafa kýlt sig nokkrum sinnnum vegna deilna um ryksugu. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir.BBC bendir á að stærstu samtök byssueigenda Bandaríkjanna, National Rifle Association, hafi hyllt þeim Nazario og Wittle. Samtökin segja atvikið vera „enn eitt dæmið“ um hvernig besta leiðin til að stöðva vondan mann með byssu sé „góður maður með byssu“. Tilghman var þó með réttindi öryggisvarðar og hafði leyfi til að bera vopn, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira