Kjósa um breytingu sem myndi heimila fóstureyðingar Margrét Helga Erlingsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 25. maí 2018 21:00 Það er mikið í húfi fyrir írskar konur. Vísir/afp Írar kjósa í dag hvort afnema skuli stjórnarskrárákvæði sem kveður á um bann við fóstureyðingum. Kosningaþátttaka er góð og Leo, Varadkar, forsætisráðherra Írlands er bjartsýnn á að breytingin verði samþykkt. Kjörstaðir loka klukkan tíu í kvöld. Talning hefst þá ekki fyrr en á morgun og úrslit því ekki ljóst fyrr en um helgina. Skoðanakannanir sýndu í fyrstu að þeir sem vilja leyfa fóstureyðingar væru með örugga forystu en bilið á milli hópanna tveggja hefur minnkað statt og stöðugt eftir því sem nær hefur dregið kosningunum. Nýjustu skoðanakannanir benda þó til þess að þeir sem vilji frjálsar fóstureyðingar hafi nauman meirihluta, Varadkar, forsætisráðherra, er á meðal þeirra. „Það hefur verið góð kosningaþátttaka fram að þessu úti um allt land og ég vona að niðurstaðan verði „já“ en ég hvet alla til að kjósa. Ég held að góð þátttaka komi já-sinnum til góða. Ávinningurinn af góðum sólardegi á Írlandi er að fólk kemur út og kýs en gallinn er að eftir vinnu gæti það ákveðið að kjósa ekki en vonandi verður góð kosningaþátttaka,“ segir Varadkar.Mannréttindasamtök hafa ítrekað bent á að bannið stríði gegn sjálfsákvörðunarrétti kvenna og geti stofnað lífi þeirra í hættu. Það var ekki fyrr en árið 2013 sem samþykkt var undanþága til að heimila fóstureyðingar ef meðganga ógnar lífi móður. Þá hefur það tíðkast að konur fari úr landi til að fara í fóstureyðingar og í örfáum tilfellum er það gert á hafi úti. Steinunn Rögnvaldsdóttir, kynjafræðingur og annar tveggja höfunda bókarinnar Rof: Frásagnir kvenna af fóstureyðingum, segir, í samtali við Vísi, að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur. Hún segir bannið koma verst niður á jaðarsettum konum, eins og innflytjendum og fátækum konum sem eiga erfitt með að ferðast til annarra landa til fara í fóstureyðingu. Netverjar hafa verið duglegir við að tjá skoðun sína á kosningunum á Twitter. Undir myllumerkinu #hometovote hefur fólk lagt fram rök með og á móti og hvatt írska borgara til að nýta kosningaréttinn.No matter what the result is, Ireland's daughters returning from across the world, supported by other women, speaks volumes- we will no longer be silenced#repealthe8th #VoteYes #HometoVote #ImNotCryingYoureCrying— Anya Barton (@AnyaBartz) May 25, 2018 Tengdar fréttir Kjörstaðir opnir á Írlandi Kjörstaðir hafa nú verið opnaðir á Írlandi vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um fóstureyðingar í landinu. 25. maí 2018 07:17 Írar kjósa um afnám banns við fóstureyðingum á morgun: Lögin komi verst niður á jaðarsettum konum Steinunn Rögnvaldsdóttir segir að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur á morgun. 24. maí 2018 20:53 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Írar kjósa í dag hvort afnema skuli stjórnarskrárákvæði sem kveður á um bann við fóstureyðingum. Kosningaþátttaka er góð og Leo, Varadkar, forsætisráðherra Írlands er bjartsýnn á að breytingin verði samþykkt. Kjörstaðir loka klukkan tíu í kvöld. Talning hefst þá ekki fyrr en á morgun og úrslit því ekki ljóst fyrr en um helgina. Skoðanakannanir sýndu í fyrstu að þeir sem vilja leyfa fóstureyðingar væru með örugga forystu en bilið á milli hópanna tveggja hefur minnkað statt og stöðugt eftir því sem nær hefur dregið kosningunum. Nýjustu skoðanakannanir benda þó til þess að þeir sem vilji frjálsar fóstureyðingar hafi nauman meirihluta, Varadkar, forsætisráðherra, er á meðal þeirra. „Það hefur verið góð kosningaþátttaka fram að þessu úti um allt land og ég vona að niðurstaðan verði „já“ en ég hvet alla til að kjósa. Ég held að góð þátttaka komi já-sinnum til góða. Ávinningurinn af góðum sólardegi á Írlandi er að fólk kemur út og kýs en gallinn er að eftir vinnu gæti það ákveðið að kjósa ekki en vonandi verður góð kosningaþátttaka,“ segir Varadkar.Mannréttindasamtök hafa ítrekað bent á að bannið stríði gegn sjálfsákvörðunarrétti kvenna og geti stofnað lífi þeirra í hættu. Það var ekki fyrr en árið 2013 sem samþykkt var undanþága til að heimila fóstureyðingar ef meðganga ógnar lífi móður. Þá hefur það tíðkast að konur fari úr landi til að fara í fóstureyðingar og í örfáum tilfellum er það gert á hafi úti. Steinunn Rögnvaldsdóttir, kynjafræðingur og annar tveggja höfunda bókarinnar Rof: Frásagnir kvenna af fóstureyðingum, segir, í samtali við Vísi, að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur. Hún segir bannið koma verst niður á jaðarsettum konum, eins og innflytjendum og fátækum konum sem eiga erfitt með að ferðast til annarra landa til fara í fóstureyðingu. Netverjar hafa verið duglegir við að tjá skoðun sína á kosningunum á Twitter. Undir myllumerkinu #hometovote hefur fólk lagt fram rök með og á móti og hvatt írska borgara til að nýta kosningaréttinn.No matter what the result is, Ireland's daughters returning from across the world, supported by other women, speaks volumes- we will no longer be silenced#repealthe8th #VoteYes #HometoVote #ImNotCryingYoureCrying— Anya Barton (@AnyaBartz) May 25, 2018
Tengdar fréttir Kjörstaðir opnir á Írlandi Kjörstaðir hafa nú verið opnaðir á Írlandi vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um fóstureyðingar í landinu. 25. maí 2018 07:17 Írar kjósa um afnám banns við fóstureyðingum á morgun: Lögin komi verst niður á jaðarsettum konum Steinunn Rögnvaldsdóttir segir að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur á morgun. 24. maí 2018 20:53 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Kjörstaðir opnir á Írlandi Kjörstaðir hafa nú verið opnaðir á Írlandi vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um fóstureyðingar í landinu. 25. maí 2018 07:17
Írar kjósa um afnám banns við fóstureyðingum á morgun: Lögin komi verst niður á jaðarsettum konum Steinunn Rögnvaldsdóttir segir að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur á morgun. 24. maí 2018 20:53