Ólga innan VR með vinnubrögð formannsins Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 25. maí 2018 19:00 Stjórnarmaður í VR segir formann félagsins hafa hlaupið á sig og sýnt af sér kunnáttu- og þekkingarleysi á málaflokknum með yfirlýsingu þar sem hann lýsir yfir vantrausti á forseta ASÍ. Ólga er innan stjórnarinnar með vinnubrögð formannsins. Stjórnir VR og Verkalýðsfélags Akraness lýstu í gær yfir vantrausti á forseta Alþýðusambands Íslands og lýstu því yfir að forsetinn njóti ekki trausts til þess að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir hönd félaganna og talar ekki í umboði þeirra. Forseti ASÍ svaraði þessu vantrausti með harðorða yfirlýsingu sem send var til stjórnarmanna VR dag og segir Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, grafa undan sér með óheiðarlegum hætti og að hann hafi skrumskælt sannleikann. Í samtali við Fréttablaðið í dag sagði Ragnar, að forsetinn viðast vera í sóló-hlutverki og ætli að fara í viðræður við stjórnvöld án þess að hafa formlegt umboð frá félögunum en stefnu.Snýst um fund sem Gylfi átti með Katrínu Deilan nú snýst um fund sem Gylfi átti með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, en félögin telja Gylfa hafa farið út fyrir valdsvið sitt með því að mæta á fundinn.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Vísir„Samskipti við stjórnvöld og upplýsingamiðlun um gagnrýni okkar og kröfur á stjórnvöld eru í höndum miðstjórnar ASÍ,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Gylfi segir ASÍ ekki hafa formlegt umboð til kjarasamninga og að það sé í höndum aðildarfélaganna og að það hafi alltaf legið ljóst fyrir. Hann segir ASÍ ekki eiga í neinum viðræðum við stjórnvöld heldur hafi hann á fundinum og komið á framfæri athugasemdum sem til dæmis lýtur að skattamálum.„Vinnum ekki svona" Atkvæði um vantraust gegn Gylfa voru greidd með tölvupósti af stjórnarmönnum VR og segir einn þeirra það ekki vana stjórnarinnar að atkvæði séu greidd með þessum hætti í svo veigamiklu máli. „Við vinnum ekki svona og höfum aldrei gert það. Þetta eru aðallega lítil mál, þar sem ekki þarf að kalla til fundar. Ég er mjög hissa á þessum vinnubrögðum og mér finnst þetta sýna hversu mikla óvild hann hefur í garð Gylfa, “ sagði Ingibjörg Ósk Birgisdóttir, stjórnarmaður í VR og 2. varaforseti ASÍ en hún hefur setið í stjórn VR í átta ár.Er formaðurinn að hlaupa á sig?„Algjörlega,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg segir að hingað til hafi stjórnin getað rætt málin á skynsaman hátt og hlustað á skoðanir hvers annars. „Það hefur verið mikil breyting á stjórninni núna síðast liðið ár,“ sagði Ingibjörg.Frá því að Ragnar tók við?„Já,“ sagði Ingibjörg.Er það svona stóru verkalýðsfélagi sæmandi að fara fram með þeim hætti sem gert var í gær?„Nei, það finnst mér ekki. Mér finnst þetta lýsta kunnáttuleysi og þekkingarleysi á málaflokknum,“ sagði Ingibjörg. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Stjórnarmaður í VR segir formann félagsins hafa hlaupið á sig og sýnt af sér kunnáttu- og þekkingarleysi á málaflokknum með yfirlýsingu þar sem hann lýsir yfir vantrausti á forseta ASÍ. Ólga er innan stjórnarinnar með vinnubrögð formannsins. Stjórnir VR og Verkalýðsfélags Akraness lýstu í gær yfir vantrausti á forseta Alþýðusambands Íslands og lýstu því yfir að forsetinn njóti ekki trausts til þess að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir hönd félaganna og talar ekki í umboði þeirra. Forseti ASÍ svaraði þessu vantrausti með harðorða yfirlýsingu sem send var til stjórnarmanna VR dag og segir Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, grafa undan sér með óheiðarlegum hætti og að hann hafi skrumskælt sannleikann. Í samtali við Fréttablaðið í dag sagði Ragnar, að forsetinn viðast vera í sóló-hlutverki og ætli að fara í viðræður við stjórnvöld án þess að hafa formlegt umboð frá félögunum en stefnu.Snýst um fund sem Gylfi átti með Katrínu Deilan nú snýst um fund sem Gylfi átti með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, en félögin telja Gylfa hafa farið út fyrir valdsvið sitt með því að mæta á fundinn.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Vísir„Samskipti við stjórnvöld og upplýsingamiðlun um gagnrýni okkar og kröfur á stjórnvöld eru í höndum miðstjórnar ASÍ,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Gylfi segir ASÍ ekki hafa formlegt umboð til kjarasamninga og að það sé í höndum aðildarfélaganna og að það hafi alltaf legið ljóst fyrir. Hann segir ASÍ ekki eiga í neinum viðræðum við stjórnvöld heldur hafi hann á fundinum og komið á framfæri athugasemdum sem til dæmis lýtur að skattamálum.„Vinnum ekki svona" Atkvæði um vantraust gegn Gylfa voru greidd með tölvupósti af stjórnarmönnum VR og segir einn þeirra það ekki vana stjórnarinnar að atkvæði séu greidd með þessum hætti í svo veigamiklu máli. „Við vinnum ekki svona og höfum aldrei gert það. Þetta eru aðallega lítil mál, þar sem ekki þarf að kalla til fundar. Ég er mjög hissa á þessum vinnubrögðum og mér finnst þetta sýna hversu mikla óvild hann hefur í garð Gylfa, “ sagði Ingibjörg Ósk Birgisdóttir, stjórnarmaður í VR og 2. varaforseti ASÍ en hún hefur setið í stjórn VR í átta ár.Er formaðurinn að hlaupa á sig?„Algjörlega,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg segir að hingað til hafi stjórnin getað rætt málin á skynsaman hátt og hlustað á skoðanir hvers annars. „Það hefur verið mikil breyting á stjórninni núna síðast liðið ár,“ sagði Ingibjörg.Frá því að Ragnar tók við?„Já,“ sagði Ingibjörg.Er það svona stóru verkalýðsfélagi sæmandi að fara fram með þeim hætti sem gert var í gær?„Nei, það finnst mér ekki. Mér finnst þetta lýsta kunnáttuleysi og þekkingarleysi á málaflokknum,“ sagði Ingibjörg.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira