Hundar algjör afgangsstærð fyrir kosningarnar í Reykjavík Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. maí 2018 18:30 Rakel Linda Kristjánsdóttir formaður Félags ábyrgra hundaeigenda með tíkina Emmu. Vísir/Egill Aðalsteinsson Flestir flokkanna sem bjóða fram í Reykjavík hafa fábrotna eða ómótaða stefnu gagnvart hundum og hundaeigendum en Píratar hafa lang ítarlegustu stefnuna. Félag ábyrgra hundaeigenda fékk aðeins svör frá fimm flokkum af þeim sextán sem bjóða fram í borginni. Tinni, hundur sjónvarpsmannsins Gísla Marteins Baldurssonar, vakti máls á því á Twitter hvort flokkarnir hefðu einhverja stefnu gagnvart hundum í Reykjavík og spurði hvort þeir lofuðu auknum réttindum, betri aðstöðu eða lægri hundagjöldum. Málefni hunda og hundaeigenda hafa ekki verið áberandi fyrir þessar kosningar.Hvernig er það - eru flokkarnir með einhverja stefnu gagnvart hundum í Reykjavík? Aukin réttindi? Betri aðstaða? Lægri hundagjöld? @sjalfstaedis@xsreykjavik@VGRvk@vidreisn@PiratePartyIS@Midflokkurinn@framsokn#hundatwitter — Tinni (@aevintyritinna) May 23, 2018Félag ábyrgra hundaeigenda sendi fyrirspurn á flokkana sextán sem bjóða fram í Reykjavík um hver stefna þeirra væri varðandi málefni hunda í Reykjavík. „Við sendum á alla flokkana og við fengum bara svör frá fimm flokkum. Það segir kannski mikla sögu um hver áhuginn er,“ segir Rakel Linda Kristjánsdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigenda. Píratar eini flokkurinn sem er með mótaða, vel ígrundaða stefnu Borgin okkar Reykjavík lýsti sig hlynnta hundahaldi í Reykjavík. Kvennahreyfingin sagðist ekki hafa mótað sér stefnu en sagðist að dýravelferð væri mikilvæg og að flokkurinn myndi móta sér skýra stefnu að kosningabaráttu lokinni. Svar Miðflokksins var á sömu lund. Píratar eru hins vegar með ítarlega stefnu um hunda og dýr almennt og var það eini flokkurinn sem gaf ítarlegt svar við fyrirspurninni. Píratar vilja bæta hundasvæði og hundagerði innan borgarmarkanna. Stofna dýraathvarf í samráði við þau félög sem nú sinna dýrum. Innleiða sérstaka Dýraþjónustu Reykjavíkurborgar, nýja stjórnsýslueiningu, sem beri ábyrgð á þjónustu og samskiptum við gæludýraeigendur, leyfisveitingum og framfylgd samþykkta borgarinnar um gæludýrahald. Samfylkingin segir að „bæta þurfi aðstöðu fyrir hunda og hundaeigendur og að hundaleikvellir eigi að vera til í öllum borgarhlutum." Aðrir flokkar svöruðu ekki. Fáir staðir þar sem hundar geta spriklað án taums Í sumum póstnúmerum í Reykjavík eru aðstæður fyrir hunda og eigendur þeirra mjög bágbornar. Ef við tökum póstnúmer 101 og 105 sem dæmi er eitt hundagerði út við BSÍ þar sem hundar geta spriklað frjálsir án taums. Þetta þýðir að margir hundaeigendur sleppa hundum sínum á Klambratúni, þvert á reglur, allavega þegar enginn sér til. Rakel Linda Kristjánsdóttir segir að hundar hafi verið algjör afgangsstærð fyrir þessar kosningar í Reykjavík. Aðstaða fyrir hunda sé víða mjög léleg. „Hún er bara skelfileg. Því miður þá höfum við hjá félaginu reynt að leiðbeina borgaryfirvöldum varðandi það sem betur má fara og það hefur bara ekki verið hlustað á okkur,“ segir Rakel. Þetta sæti nokkurri furðu í ljósi þess hversu margir eigi hunda. „Við erum að tala um að meira en 20 prósent íbúa borgarinnar halda hund. Það eru ansi margir.“ Dýr Kosningar 2018 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sjá meira
Flestir flokkanna sem bjóða fram í Reykjavík hafa fábrotna eða ómótaða stefnu gagnvart hundum og hundaeigendum en Píratar hafa lang ítarlegustu stefnuna. Félag ábyrgra hundaeigenda fékk aðeins svör frá fimm flokkum af þeim sextán sem bjóða fram í borginni. Tinni, hundur sjónvarpsmannsins Gísla Marteins Baldurssonar, vakti máls á því á Twitter hvort flokkarnir hefðu einhverja stefnu gagnvart hundum í Reykjavík og spurði hvort þeir lofuðu auknum réttindum, betri aðstöðu eða lægri hundagjöldum. Málefni hunda og hundaeigenda hafa ekki verið áberandi fyrir þessar kosningar.Hvernig er það - eru flokkarnir með einhverja stefnu gagnvart hundum í Reykjavík? Aukin réttindi? Betri aðstaða? Lægri hundagjöld? @sjalfstaedis@xsreykjavik@VGRvk@vidreisn@PiratePartyIS@Midflokkurinn@framsokn#hundatwitter — Tinni (@aevintyritinna) May 23, 2018Félag ábyrgra hundaeigenda sendi fyrirspurn á flokkana sextán sem bjóða fram í Reykjavík um hver stefna þeirra væri varðandi málefni hunda í Reykjavík. „Við sendum á alla flokkana og við fengum bara svör frá fimm flokkum. Það segir kannski mikla sögu um hver áhuginn er,“ segir Rakel Linda Kristjánsdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigenda. Píratar eini flokkurinn sem er með mótaða, vel ígrundaða stefnu Borgin okkar Reykjavík lýsti sig hlynnta hundahaldi í Reykjavík. Kvennahreyfingin sagðist ekki hafa mótað sér stefnu en sagðist að dýravelferð væri mikilvæg og að flokkurinn myndi móta sér skýra stefnu að kosningabaráttu lokinni. Svar Miðflokksins var á sömu lund. Píratar eru hins vegar með ítarlega stefnu um hunda og dýr almennt og var það eini flokkurinn sem gaf ítarlegt svar við fyrirspurninni. Píratar vilja bæta hundasvæði og hundagerði innan borgarmarkanna. Stofna dýraathvarf í samráði við þau félög sem nú sinna dýrum. Innleiða sérstaka Dýraþjónustu Reykjavíkurborgar, nýja stjórnsýslueiningu, sem beri ábyrgð á þjónustu og samskiptum við gæludýraeigendur, leyfisveitingum og framfylgd samþykkta borgarinnar um gæludýrahald. Samfylkingin segir að „bæta þurfi aðstöðu fyrir hunda og hundaeigendur og að hundaleikvellir eigi að vera til í öllum borgarhlutum." Aðrir flokkar svöruðu ekki. Fáir staðir þar sem hundar geta spriklað án taums Í sumum póstnúmerum í Reykjavík eru aðstæður fyrir hunda og eigendur þeirra mjög bágbornar. Ef við tökum póstnúmer 101 og 105 sem dæmi er eitt hundagerði út við BSÍ þar sem hundar geta spriklað frjálsir án taums. Þetta þýðir að margir hundaeigendur sleppa hundum sínum á Klambratúni, þvert á reglur, allavega þegar enginn sér til. Rakel Linda Kristjánsdóttir segir að hundar hafi verið algjör afgangsstærð fyrir þessar kosningar í Reykjavík. Aðstaða fyrir hunda sé víða mjög léleg. „Hún er bara skelfileg. Því miður þá höfum við hjá félaginu reynt að leiðbeina borgaryfirvöldum varðandi það sem betur má fara og það hefur bara ekki verið hlustað á okkur,“ segir Rakel. Þetta sæti nokkurri furðu í ljósi þess hversu margir eigi hunda. „Við erum að tala um að meira en 20 prósent íbúa borgarinnar halda hund. Það eru ansi margir.“
Dýr Kosningar 2018 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sjá meira