Alfreð: Þarf að skoða hvað ég get gert betur Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. maí 2018 13:30 Alfreð Finnbogason ætlaði að spila 30 leiki á síðustu leiktíð. vísir/vilhelm Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg í þýsku 1. deildinni, er mættur til æfinga með íslenska landsliðinu sem hefur formlegan undirbúning fyrir HM 2018 í Rússlandi í næstu viku þegar að allur hópurinn verður kominn saman. Alfreð fór hamförum fyrir Augsburg fyrir áramót og skoraði ellefu mörk í 17 leikjum, þar af tvær þrennur. Hann meiddist svo á kálfa eftir áramót og missti af ellefu af 17 leikjum liðsins á seinni hluta leiktíðar. „Fyrri hlutinn var frábær þar sem að ég spilaði alla leikina og bæði gekk mjög vel hjá liðinu og mér persónulega. Ég næ svo ekki að spila nema sex leiki í seinni hlutanum en þó var mikilvægt fyrir mig að ná þessum síðustu fjórum leikjum til að geta komið í leikæfingu hingað og inn á HM. Það var markmið mitt í þessum meiðslum,“ segir Alfreð.Með Alfreð í stuði gekk Augsburg-liðinu vel fyrir áramót en án hans fór að dala í seinni hlutanum og lenti liðið í smá fallbaráttu sem reddaðist þegar að Alfreð kom aftur úr meiðslunum. „Við náðum ekki að fylgja eftir góðum árangri í seinni hlutanum og þegar maður sjálfur er meiddur er erfitt að hjálpa liðinu. Það var svekkjandi að geta ekki klárað heilt tímabil sem var mitt markmið,“ segir Alfreð. „Aðaltakmarkið mitt fyrir síðustu leiktíð var að spila 30 leiki. Það var leiðinlegt að ná því ekki. Ég þarf bara að skoða hvað ég get gert betur og hvað ég get bætt við mig til að ná heilu góðu tímabili á næstu leiktíð.“ Markahrókurinn viðurkennir að hann dreymir um stærri hluti en Augsburg en hann hefur auðvitað spilað fyrir stórlið á borð við Real Sociedad og Olympiacos. „Ég er alveg hreinskilinn með það, að ég mun skoða mig um ef eitthvað gott býðst. Ég veit hvað ég hef í Augsburg og hef bæði góða og slæma reynslu af því að fara á aðra og stærri staði. Ég mun bara sjá hvað dettur inn í sumar og hvort það verði eitthvað skemmtilegt í boði. Ef ekkert kemur þá held ég áfram glaður og sáttur hjá Augsburg,“ segir Alfreð Finnbogason. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Björn Bergmann: Held að enginn hafi búist við að ég myndi fara á HM Skagamaðurinn kom óvænt aftur í landsliðið fyrir hálfu öðru ári og hefur ekki litið um öxl. 24. maí 2018 16:00 Emil: Fyndin en sönn tölfræði hjá frænda mínum Emil Hallfreðsson er einbeittur á að standa sig vel fyrir Ísland eftir litríkt tímabil á Ítalíu. 24. maí 2018 14:00 Raggi Sig: Það elska allir Íslendinga í Rússlandi Ragnar Sigurðsson ræðir væntanlega stuðning sem íslenska liðið má eiga von á er þeir spila á HM í Rússlandi og einnig framhaldið hjá sér í boltanum. 24. maí 2018 15:00 Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“ Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er "bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. 24. maí 2018 11:59 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg í þýsku 1. deildinni, er mættur til æfinga með íslenska landsliðinu sem hefur formlegan undirbúning fyrir HM 2018 í Rússlandi í næstu viku þegar að allur hópurinn verður kominn saman. Alfreð fór hamförum fyrir Augsburg fyrir áramót og skoraði ellefu mörk í 17 leikjum, þar af tvær þrennur. Hann meiddist svo á kálfa eftir áramót og missti af ellefu af 17 leikjum liðsins á seinni hluta leiktíðar. „Fyrri hlutinn var frábær þar sem að ég spilaði alla leikina og bæði gekk mjög vel hjá liðinu og mér persónulega. Ég næ svo ekki að spila nema sex leiki í seinni hlutanum en þó var mikilvægt fyrir mig að ná þessum síðustu fjórum leikjum til að geta komið í leikæfingu hingað og inn á HM. Það var markmið mitt í þessum meiðslum,“ segir Alfreð.Með Alfreð í stuði gekk Augsburg-liðinu vel fyrir áramót en án hans fór að dala í seinni hlutanum og lenti liðið í smá fallbaráttu sem reddaðist þegar að Alfreð kom aftur úr meiðslunum. „Við náðum ekki að fylgja eftir góðum árangri í seinni hlutanum og þegar maður sjálfur er meiddur er erfitt að hjálpa liðinu. Það var svekkjandi að geta ekki klárað heilt tímabil sem var mitt markmið,“ segir Alfreð. „Aðaltakmarkið mitt fyrir síðustu leiktíð var að spila 30 leiki. Það var leiðinlegt að ná því ekki. Ég þarf bara að skoða hvað ég get gert betur og hvað ég get bætt við mig til að ná heilu góðu tímabili á næstu leiktíð.“ Markahrókurinn viðurkennir að hann dreymir um stærri hluti en Augsburg en hann hefur auðvitað spilað fyrir stórlið á borð við Real Sociedad og Olympiacos. „Ég er alveg hreinskilinn með það, að ég mun skoða mig um ef eitthvað gott býðst. Ég veit hvað ég hef í Augsburg og hef bæði góða og slæma reynslu af því að fara á aðra og stærri staði. Ég mun bara sjá hvað dettur inn í sumar og hvort það verði eitthvað skemmtilegt í boði. Ef ekkert kemur þá held ég áfram glaður og sáttur hjá Augsburg,“ segir Alfreð Finnbogason.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Björn Bergmann: Held að enginn hafi búist við að ég myndi fara á HM Skagamaðurinn kom óvænt aftur í landsliðið fyrir hálfu öðru ári og hefur ekki litið um öxl. 24. maí 2018 16:00 Emil: Fyndin en sönn tölfræði hjá frænda mínum Emil Hallfreðsson er einbeittur á að standa sig vel fyrir Ísland eftir litríkt tímabil á Ítalíu. 24. maí 2018 14:00 Raggi Sig: Það elska allir Íslendinga í Rússlandi Ragnar Sigurðsson ræðir væntanlega stuðning sem íslenska liðið má eiga von á er þeir spila á HM í Rússlandi og einnig framhaldið hjá sér í boltanum. 24. maí 2018 15:00 Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“ Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er "bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. 24. maí 2018 11:59 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Björn Bergmann: Held að enginn hafi búist við að ég myndi fara á HM Skagamaðurinn kom óvænt aftur í landsliðið fyrir hálfu öðru ári og hefur ekki litið um öxl. 24. maí 2018 16:00
Emil: Fyndin en sönn tölfræði hjá frænda mínum Emil Hallfreðsson er einbeittur á að standa sig vel fyrir Ísland eftir litríkt tímabil á Ítalíu. 24. maí 2018 14:00
Raggi Sig: Það elska allir Íslendinga í Rússlandi Ragnar Sigurðsson ræðir væntanlega stuðning sem íslenska liðið má eiga von á er þeir spila á HM í Rússlandi og einnig framhaldið hjá sér í boltanum. 24. maí 2018 15:00
Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“ Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er "bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. 24. maí 2018 11:59