Mjög mikil rigning sunnan- og vestanlands á kjördag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2018 10:30 Spákort fyrir hádegið á morgun, kjördag. Það verður rigning víða um land. veðurstofa íslands Það er spáð mjög mikilli rigningu sunnan-og vestanlands á morgun þegar landsmenn ganga til sveitarstjórnarkosninga. Spáin lítur betur út fyrir Norður- og Austurland en eins og spákort Veðurstofunnar lítur út núna er spáð allt að 20 stiga hita á austanlands. Þá gæti jafnvel sést til sólar í þessum landshlutum. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að úrkoman sem búist sé við í Reykjavík sé mjög mikil fyrir höfuðborgina. „Þetta gætu verið alveg 50 til 60 millimetrar sem falla á morgun,“ segir Elín. Það byrjar að rigna í kvöld og heldur svo áfram þangað til annað kvöld. Úrkomunni fylgir hvassviðri; það verður hvasst í nótt en dregur svo úr vindi á morgun. Miðað við spána er ekki von nema spurt sé hvort úrkomumetið í Reykjavík fyrir maí sé að fara að falla, eins og Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, gerði á Facebook-síðu sinni í gær. Miðað við spána þá sagði hann að metið, sem er 126 millimetrar frá 1989, væri í hættu. Fyrra metið var 122 millimetrar og var það skráð árið 1986. „Þetta verða spennandi lokadagar. Ný mánaðarmet á veðurstöðvum með yfir 100 ára sögu teljast alltaf til tíðinda,“ sagði Einar í færslunni á Facebook sem sjá má neðst í fréttinni.Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Suðvestan 5-13 m/s. Skýjað með köflum og stöku skúrir um landið vestanvert fram eftir degi en bjartviðri um landið austanvert. Gengur í suðaustan 10-18 með rigningu sunnan og vestanlands með kvöldinu. Suðlægari og talsverð eða mikil rigning í nótt og fyrramálið. Dregur úr rigningu um norðan og austanvert landið fyrir hádegi en sunnan og vestantil annað kvöld. Hiti yfirleitt 6 til 13 stig en 13 til 19 stig norðaustantil á morgun.Á sunnudag:Sunnan og suðaustan 5-13 m/s, hvassast með suðvesturströndinni. Skýjað og rigning sunnan- og vestanlands, jafnvel talsverð um tíma en úrkomulítið austanlands. Hiti breytist lítið. Hiti 10-18 stig austantil en 5 til 13 stig um landið vestanvert.Á mánudag:Fremur hæg suðlæg átt. Minnkandi rigning á vestanverðu landinu og úrkomulítið þar eftir hádegi en stöku skúrir austantil. Hiti víða 11 til 17 stig.Á þriðjudag:Suðaustan 5-13 m/s. Stöku skúrir með suðausturströndinni og dálítil væta vestast annars víða skýjað með köflum en bjartviðri á Norðurlandi. Hlýtt í veðri. Veður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Það er spáð mjög mikilli rigningu sunnan-og vestanlands á morgun þegar landsmenn ganga til sveitarstjórnarkosninga. Spáin lítur betur út fyrir Norður- og Austurland en eins og spákort Veðurstofunnar lítur út núna er spáð allt að 20 stiga hita á austanlands. Þá gæti jafnvel sést til sólar í þessum landshlutum. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að úrkoman sem búist sé við í Reykjavík sé mjög mikil fyrir höfuðborgina. „Þetta gætu verið alveg 50 til 60 millimetrar sem falla á morgun,“ segir Elín. Það byrjar að rigna í kvöld og heldur svo áfram þangað til annað kvöld. Úrkomunni fylgir hvassviðri; það verður hvasst í nótt en dregur svo úr vindi á morgun. Miðað við spána er ekki von nema spurt sé hvort úrkomumetið í Reykjavík fyrir maí sé að fara að falla, eins og Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, gerði á Facebook-síðu sinni í gær. Miðað við spána þá sagði hann að metið, sem er 126 millimetrar frá 1989, væri í hættu. Fyrra metið var 122 millimetrar og var það skráð árið 1986. „Þetta verða spennandi lokadagar. Ný mánaðarmet á veðurstöðvum með yfir 100 ára sögu teljast alltaf til tíðinda,“ sagði Einar í færslunni á Facebook sem sjá má neðst í fréttinni.Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Suðvestan 5-13 m/s. Skýjað með köflum og stöku skúrir um landið vestanvert fram eftir degi en bjartviðri um landið austanvert. Gengur í suðaustan 10-18 með rigningu sunnan og vestanlands með kvöldinu. Suðlægari og talsverð eða mikil rigning í nótt og fyrramálið. Dregur úr rigningu um norðan og austanvert landið fyrir hádegi en sunnan og vestantil annað kvöld. Hiti yfirleitt 6 til 13 stig en 13 til 19 stig norðaustantil á morgun.Á sunnudag:Sunnan og suðaustan 5-13 m/s, hvassast með suðvesturströndinni. Skýjað og rigning sunnan- og vestanlands, jafnvel talsverð um tíma en úrkomulítið austanlands. Hiti breytist lítið. Hiti 10-18 stig austantil en 5 til 13 stig um landið vestanvert.Á mánudag:Fremur hæg suðlæg átt. Minnkandi rigning á vestanverðu landinu og úrkomulítið þar eftir hádegi en stöku skúrir austantil. Hiti víða 11 til 17 stig.Á þriðjudag:Suðaustan 5-13 m/s. Stöku skúrir með suðausturströndinni og dálítil væta vestast annars víða skýjað með köflum en bjartviðri á Norðurlandi. Hlýtt í veðri.
Veður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent