Frítt í strætó Ingvar Mar Jónsson skrifar 25. maí 2018 07:00 Dæmin sýna að það virkar, í Hasselt í Belgíu jókst aðsókn í strætó um 1300% á árunum 1997 til 2013 með slíkri aðgerð. Það er frítt í strætó í Færeyjum og á Akureyri sem hefur gengið vel. Fyrir 5 árum voru íbúar Tallinn í Eistlandi spurðir í íbúakosningu hvort þeir vildu fríar almenningssamgöngur. Þeir vildu það og aðgerðin tókst vel því Tallinn varð í kjölfarið eftirsóttari staður til að búa á. Ekki nóg með það heldur jukust tekjur borgarinnar vegna þess að fleira fólk vildi búa í borginni og þar með jukust skatttekjur langt umfram það sem kostar að hafa fríar almenningssamgöngur. En hvers vegna? Vegna þess að fríar almenningssamgöngur hvetja fólk til að ferðast á milli staða borgarinnar og njóta þess sem hún hefur upp á að bjóða, t.a.m. verslanir, leikhús, veitingastaðir og söfn. Hagkerfið nýtur góðs af aðgerðum sem þessum. Eistar eru að hugsa um að ganga enn lengra og hafa frítt í almenningssamgöngur í landinu öllu. Áður en almenningssamgöngur voru fríar í Tallinn var mikil bílaumferð í borginni, eins og við upplifum nú í Reykjavík. Það er engin ástæða til að ætla annað en að frítt í strætó í Reykjavík muni virka jafn vel og það hefur gert annars staðar í heiminum. Þess vegna vill Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hafa frítt í strætó. Það munu allir græða á því ! Fleiri borgir eru að átta sig á þeirri skynsemi sem felst í fríum almenningssamgöngum, t.d. nokkrar borgir í Póllandi, Þýskalandi og Frakklandi, jafnvel París. Fjölmargar borgir hafa prófað mismunandi útfærslur á fríum almenningssamgöngum. Má þar nefna frítt eða ódýrara í strætó um helgar eða á þeim tíma dags sem umferð er minni. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík er ekki á móti borgarlínu en okkur finnst mikilvægt að landsmenn séu upplýstir um kostnað við framkvæmd hennar. Talað hefur verið um að innviðauppbyggingin kosti u.þ.b. 70 milljarða króna og þá á eftir að kaupa vagnana sjálfa. Opinberar framkvæmdir fara að meðaltali 45% fram úr kostnaðaráætlun og ef það verður raunin með borgarlínu þá er verðmiðinn kominn yfir 100 milljarða króna. Það eru tæplega 2 milljónir króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu. Að hafa frítt í strætó kostar lítið brot af þeirri upphæð eða um 1.9 milljarða á ári í áður greiddum fargjöldum. Áður en farið er af stað í kostnaðarsamar óafturkræfar framkvæmdir við borgarlínu prófum þá fyrst að hafa frítt í strætó í eitt ár og sjáum svo til með framhaldið. Getum við ekki verið sammála um það?Hlekkur á blaðagrein um fríar almenningssamgöngur íTallinHöfundur er oddviti Framsóknar í borgarstjórnarkosningum 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Dæmin sýna að það virkar, í Hasselt í Belgíu jókst aðsókn í strætó um 1300% á árunum 1997 til 2013 með slíkri aðgerð. Það er frítt í strætó í Færeyjum og á Akureyri sem hefur gengið vel. Fyrir 5 árum voru íbúar Tallinn í Eistlandi spurðir í íbúakosningu hvort þeir vildu fríar almenningssamgöngur. Þeir vildu það og aðgerðin tókst vel því Tallinn varð í kjölfarið eftirsóttari staður til að búa á. Ekki nóg með það heldur jukust tekjur borgarinnar vegna þess að fleira fólk vildi búa í borginni og þar með jukust skatttekjur langt umfram það sem kostar að hafa fríar almenningssamgöngur. En hvers vegna? Vegna þess að fríar almenningssamgöngur hvetja fólk til að ferðast á milli staða borgarinnar og njóta þess sem hún hefur upp á að bjóða, t.a.m. verslanir, leikhús, veitingastaðir og söfn. Hagkerfið nýtur góðs af aðgerðum sem þessum. Eistar eru að hugsa um að ganga enn lengra og hafa frítt í almenningssamgöngur í landinu öllu. Áður en almenningssamgöngur voru fríar í Tallinn var mikil bílaumferð í borginni, eins og við upplifum nú í Reykjavík. Það er engin ástæða til að ætla annað en að frítt í strætó í Reykjavík muni virka jafn vel og það hefur gert annars staðar í heiminum. Þess vegna vill Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hafa frítt í strætó. Það munu allir græða á því ! Fleiri borgir eru að átta sig á þeirri skynsemi sem felst í fríum almenningssamgöngum, t.d. nokkrar borgir í Póllandi, Þýskalandi og Frakklandi, jafnvel París. Fjölmargar borgir hafa prófað mismunandi útfærslur á fríum almenningssamgöngum. Má þar nefna frítt eða ódýrara í strætó um helgar eða á þeim tíma dags sem umferð er minni. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík er ekki á móti borgarlínu en okkur finnst mikilvægt að landsmenn séu upplýstir um kostnað við framkvæmd hennar. Talað hefur verið um að innviðauppbyggingin kosti u.þ.b. 70 milljarða króna og þá á eftir að kaupa vagnana sjálfa. Opinberar framkvæmdir fara að meðaltali 45% fram úr kostnaðaráætlun og ef það verður raunin með borgarlínu þá er verðmiðinn kominn yfir 100 milljarða króna. Það eru tæplega 2 milljónir króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu. Að hafa frítt í strætó kostar lítið brot af þeirri upphæð eða um 1.9 milljarða á ári í áður greiddum fargjöldum. Áður en farið er af stað í kostnaðarsamar óafturkræfar framkvæmdir við borgarlínu prófum þá fyrst að hafa frítt í strætó í eitt ár og sjáum svo til með framhaldið. Getum við ekki verið sammála um það?Hlekkur á blaðagrein um fríar almenningssamgöngur íTallinHöfundur er oddviti Framsóknar í borgarstjórnarkosningum 26. maí.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar