Uber slökkti á neyðarhemlun sjálfkeyrandi bíla Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2018 16:31 Sjálfkeyrandi bíll Uber á götum San Francisco Vísir/AFP Slökkt var á neyðarhemlun sjálfkeyrandi bíls á vegum farveitunnar Uber sem ók á gangandi konu í Bandaríkjunum í mars með þeim afleiðingum að hún lést. Í skýrslu samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna kemur einnig fram að skynjarar bílsins hafi átt erfitt með að greina konuna. Skynjararnir námu konuna sex sekúndum áður en Volvo XC90-bifreiðina ók á hana. Hugbúnaður bílsins taldi konuna fyrst vera óþekkt fyrirbæri, síðan bifreið og að lokum hjól. Tölvan ákvað að bíllinn þyrfti að nauðhemla 1,3 sekúndum fyrir áreksturinn. Uber hafði hins vegar aftengt neyðarhemlunina til að koma í veg fyrir að sjálfkeyrandi bílarnir hegðuðu sér á ófyrirsjáanlegan hátt, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þetta var fyrsta banaslysið af völdum sjálfkeyrandi bíls í Bandaríkjunum. Konan sem lést var 49 ára gömul en hún var að reiða hjólið sitt yfir fjögurra akreina götu við gangbraut í bænum Tempe í Arizona þegar bíllinn ók á hana á 64 kílómetra hraða. Uber ákvað að hætta tilraunum sínum með sjálfkeyrandi bíla í framhaldinu. Nú segist fyrirtækið ætla að hætta tilraunum í Arizona en halda áfram í Pittsburgh og tveimur borgum í Kaliforníu. Ökumaður sat í bílstjórasæti bílsins en myndband innan úr bílnum bendir til þess að hann hafi ekki verið með augun á veginum rétt fyrir slysið. Ætlast er til þess að ökumennirnir séu tilbúnir að grípa inn í við tilraunirnar með sjálfkeyrandi bíla. Í kjölfar slyssins var greint frá erfiðleikum sem höfðu plagað tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla. Þannig þurftu mannlegir ökumenn að grípa mun oftar inn í aksturinn hjá Uber en við tilraunir keppinauta eins og Waymo. Einnig kom fram að Uber hafði fækkað skynjurum sem greina umhverfi sjálfkeyrandi bílanna. Bílarnir væru þannig með fleiri blindbletti en keppninautarnir og eldri útgáfur bíla fyrirtækisins. Tengdar fréttir Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Slökkt var á neyðarhemlun sjálfkeyrandi bíls á vegum farveitunnar Uber sem ók á gangandi konu í Bandaríkjunum í mars með þeim afleiðingum að hún lést. Í skýrslu samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna kemur einnig fram að skynjarar bílsins hafi átt erfitt með að greina konuna. Skynjararnir námu konuna sex sekúndum áður en Volvo XC90-bifreiðina ók á hana. Hugbúnaður bílsins taldi konuna fyrst vera óþekkt fyrirbæri, síðan bifreið og að lokum hjól. Tölvan ákvað að bíllinn þyrfti að nauðhemla 1,3 sekúndum fyrir áreksturinn. Uber hafði hins vegar aftengt neyðarhemlunina til að koma í veg fyrir að sjálfkeyrandi bílarnir hegðuðu sér á ófyrirsjáanlegan hátt, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þetta var fyrsta banaslysið af völdum sjálfkeyrandi bíls í Bandaríkjunum. Konan sem lést var 49 ára gömul en hún var að reiða hjólið sitt yfir fjögurra akreina götu við gangbraut í bænum Tempe í Arizona þegar bíllinn ók á hana á 64 kílómetra hraða. Uber ákvað að hætta tilraunum sínum með sjálfkeyrandi bíla í framhaldinu. Nú segist fyrirtækið ætla að hætta tilraunum í Arizona en halda áfram í Pittsburgh og tveimur borgum í Kaliforníu. Ökumaður sat í bílstjórasæti bílsins en myndband innan úr bílnum bendir til þess að hann hafi ekki verið með augun á veginum rétt fyrir slysið. Ætlast er til þess að ökumennirnir séu tilbúnir að grípa inn í við tilraunirnar með sjálfkeyrandi bíla. Í kjölfar slyssins var greint frá erfiðleikum sem höfðu plagað tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla. Þannig þurftu mannlegir ökumenn að grípa mun oftar inn í aksturinn hjá Uber en við tilraunir keppinauta eins og Waymo. Einnig kom fram að Uber hafði fækkað skynjurum sem greina umhverfi sjálfkeyrandi bílanna. Bílarnir væru þannig með fleiri blindbletti en keppninautarnir og eldri útgáfur bíla fyrirtækisins.
Tengdar fréttir Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30
Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39
Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51
Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56