Uber slökkti á neyðarhemlun sjálfkeyrandi bíla Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2018 16:31 Sjálfkeyrandi bíll Uber á götum San Francisco Vísir/AFP Slökkt var á neyðarhemlun sjálfkeyrandi bíls á vegum farveitunnar Uber sem ók á gangandi konu í Bandaríkjunum í mars með þeim afleiðingum að hún lést. Í skýrslu samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna kemur einnig fram að skynjarar bílsins hafi átt erfitt með að greina konuna. Skynjararnir námu konuna sex sekúndum áður en Volvo XC90-bifreiðina ók á hana. Hugbúnaður bílsins taldi konuna fyrst vera óþekkt fyrirbæri, síðan bifreið og að lokum hjól. Tölvan ákvað að bíllinn þyrfti að nauðhemla 1,3 sekúndum fyrir áreksturinn. Uber hafði hins vegar aftengt neyðarhemlunina til að koma í veg fyrir að sjálfkeyrandi bílarnir hegðuðu sér á ófyrirsjáanlegan hátt, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þetta var fyrsta banaslysið af völdum sjálfkeyrandi bíls í Bandaríkjunum. Konan sem lést var 49 ára gömul en hún var að reiða hjólið sitt yfir fjögurra akreina götu við gangbraut í bænum Tempe í Arizona þegar bíllinn ók á hana á 64 kílómetra hraða. Uber ákvað að hætta tilraunum sínum með sjálfkeyrandi bíla í framhaldinu. Nú segist fyrirtækið ætla að hætta tilraunum í Arizona en halda áfram í Pittsburgh og tveimur borgum í Kaliforníu. Ökumaður sat í bílstjórasæti bílsins en myndband innan úr bílnum bendir til þess að hann hafi ekki verið með augun á veginum rétt fyrir slysið. Ætlast er til þess að ökumennirnir séu tilbúnir að grípa inn í við tilraunirnar með sjálfkeyrandi bíla. Í kjölfar slyssins var greint frá erfiðleikum sem höfðu plagað tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla. Þannig þurftu mannlegir ökumenn að grípa mun oftar inn í aksturinn hjá Uber en við tilraunir keppinauta eins og Waymo. Einnig kom fram að Uber hafði fækkað skynjurum sem greina umhverfi sjálfkeyrandi bílanna. Bílarnir væru þannig með fleiri blindbletti en keppninautarnir og eldri útgáfur bíla fyrirtækisins. Tengdar fréttir Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Slökkt var á neyðarhemlun sjálfkeyrandi bíls á vegum farveitunnar Uber sem ók á gangandi konu í Bandaríkjunum í mars með þeim afleiðingum að hún lést. Í skýrslu samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna kemur einnig fram að skynjarar bílsins hafi átt erfitt með að greina konuna. Skynjararnir námu konuna sex sekúndum áður en Volvo XC90-bifreiðina ók á hana. Hugbúnaður bílsins taldi konuna fyrst vera óþekkt fyrirbæri, síðan bifreið og að lokum hjól. Tölvan ákvað að bíllinn þyrfti að nauðhemla 1,3 sekúndum fyrir áreksturinn. Uber hafði hins vegar aftengt neyðarhemlunina til að koma í veg fyrir að sjálfkeyrandi bílarnir hegðuðu sér á ófyrirsjáanlegan hátt, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þetta var fyrsta banaslysið af völdum sjálfkeyrandi bíls í Bandaríkjunum. Konan sem lést var 49 ára gömul en hún var að reiða hjólið sitt yfir fjögurra akreina götu við gangbraut í bænum Tempe í Arizona þegar bíllinn ók á hana á 64 kílómetra hraða. Uber ákvað að hætta tilraunum sínum með sjálfkeyrandi bíla í framhaldinu. Nú segist fyrirtækið ætla að hætta tilraunum í Arizona en halda áfram í Pittsburgh og tveimur borgum í Kaliforníu. Ökumaður sat í bílstjórasæti bílsins en myndband innan úr bílnum bendir til þess að hann hafi ekki verið með augun á veginum rétt fyrir slysið. Ætlast er til þess að ökumennirnir séu tilbúnir að grípa inn í við tilraunirnar með sjálfkeyrandi bíla. Í kjölfar slyssins var greint frá erfiðleikum sem höfðu plagað tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla. Þannig þurftu mannlegir ökumenn að grípa mun oftar inn í aksturinn hjá Uber en við tilraunir keppinauta eins og Waymo. Einnig kom fram að Uber hafði fækkað skynjurum sem greina umhverfi sjálfkeyrandi bílanna. Bílarnir væru þannig með fleiri blindbletti en keppninautarnir og eldri útgáfur bíla fyrirtækisins.
Tengdar fréttir Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30
Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39
Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51
Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent