Er heimili nú lúxusvara? Hildur Björnsdóttir skrifar 24. maí 2018 11:38 Það er húsnæðisskortur í Reykjavík. Skorturinn hefur verið viðvarandi og endurspeglast í mikilli verðhækkun íbúða. Ungt fólk kemur ekki þaki yfir höfuðið og fjölskyldur flytjast til annarra sveitarfélaga. Aðgöngumiðinn á húsnæðismarkað er uppsprengdur. Við viljum að Reykjavík verði besti búsetukosturinn. Samkeppnishæf borg á innlenda sem alþjóðlega vísu. Lausn húsnæðisvandans verður mikilvægur liður á þeirri vegferð. Auka þarf lóðaframboð og tryggja stórsókn í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Koma þarf jafnvægi á húsnæðismarkað og draga úr verðhækkunum. Skortur á lóðum hefur haldið aftur af vexti í framboði nýrra íbúða. Þéttingarstefna núverandi meirihluta hefur einskorðast við miðborg. Æskilegt er að þétta byggð, en hana má þétta í fleiri hverfum, af virðingu við íbúa og umhverfi. Síðustu ár hefur eingöngu verið byggt á dýrum reitum og af miklum gæðum. Verðmiðinn hentar fyrstu kaupendum illa. Húsnæðisvandinn hefur bitnað hvað mest á ungu fólki. Fjöldi ungs fólks á aldrinum 25-29 ára sem enn býr í foreldrahúsum hefur stóraukist síðustu tvö kjörtímabil. Eftirspurn eftir hagkvæmum einingum fyrir ungt fólk hefur ekki verið mætt. Eingöngu eru byggðar svokallaðar lúxusíbúðir sem ekki henta fyrstu kaupendum, og henta raunar mjög þröngum kaupendahópi. Helstu þörfum á íbúðamarkaði hefur ekki verið mætt. Núverandi meirihluti hefur gert heimili að lúxusvöru. Markaðsrannsóknir á húsnæðismarkaði sýna breyttar þarfir nútímans. Flestir kjósa minni en vel skipulagðar einingar. Slíkar eignir, byggðar með hagkvæmni að leiðarljósi, myndu henta fyrstu kaupendum á húsnæðismarkaði vel. Hér þarf aukið samtal ríkis og borgar um einföldun regluverks. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hyggst úthluta hagstæðum lóðum á fjölbreyttum en lifandi svæðum í borginni. Við munum tryggja uppbyggingu hagkvæmra eininga sem svara raunverulegri þörf á húsnæðismarkaði. Við viljum styðja betur við ungt fólk og aðstoða við fyrstu skref inn á húsnæðismarkað. Við munum gera betur. Við viljum gera Reykjavík að besta búsetukostinum – raunhæfum valkosti fyrir okkur öll.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er húsnæðisskortur í Reykjavík. Skorturinn hefur verið viðvarandi og endurspeglast í mikilli verðhækkun íbúða. Ungt fólk kemur ekki þaki yfir höfuðið og fjölskyldur flytjast til annarra sveitarfélaga. Aðgöngumiðinn á húsnæðismarkað er uppsprengdur. Við viljum að Reykjavík verði besti búsetukosturinn. Samkeppnishæf borg á innlenda sem alþjóðlega vísu. Lausn húsnæðisvandans verður mikilvægur liður á þeirri vegferð. Auka þarf lóðaframboð og tryggja stórsókn í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Koma þarf jafnvægi á húsnæðismarkað og draga úr verðhækkunum. Skortur á lóðum hefur haldið aftur af vexti í framboði nýrra íbúða. Þéttingarstefna núverandi meirihluta hefur einskorðast við miðborg. Æskilegt er að þétta byggð, en hana má þétta í fleiri hverfum, af virðingu við íbúa og umhverfi. Síðustu ár hefur eingöngu verið byggt á dýrum reitum og af miklum gæðum. Verðmiðinn hentar fyrstu kaupendum illa. Húsnæðisvandinn hefur bitnað hvað mest á ungu fólki. Fjöldi ungs fólks á aldrinum 25-29 ára sem enn býr í foreldrahúsum hefur stóraukist síðustu tvö kjörtímabil. Eftirspurn eftir hagkvæmum einingum fyrir ungt fólk hefur ekki verið mætt. Eingöngu eru byggðar svokallaðar lúxusíbúðir sem ekki henta fyrstu kaupendum, og henta raunar mjög þröngum kaupendahópi. Helstu þörfum á íbúðamarkaði hefur ekki verið mætt. Núverandi meirihluti hefur gert heimili að lúxusvöru. Markaðsrannsóknir á húsnæðismarkaði sýna breyttar þarfir nútímans. Flestir kjósa minni en vel skipulagðar einingar. Slíkar eignir, byggðar með hagkvæmni að leiðarljósi, myndu henta fyrstu kaupendum á húsnæðismarkaði vel. Hér þarf aukið samtal ríkis og borgar um einföldun regluverks. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hyggst úthluta hagstæðum lóðum á fjölbreyttum en lifandi svæðum í borginni. Við munum tryggja uppbyggingu hagkvæmra eininga sem svara raunverulegri þörf á húsnæðismarkaði. Við viljum styðja betur við ungt fólk og aðstoða við fyrstu skref inn á húsnæðismarkað. Við munum gera betur. Við viljum gera Reykjavík að besta búsetukostinum – raunhæfum valkosti fyrir okkur öll.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun