Kóbaltskortur gæti hamlað rafhlöðuframleiðslu Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2018 08:00 Of fáar nýjar kóbaltnámur hafa komið til skjalanna á síðustu árum. Eitt af þeim efnum sem nauðsynleg eru til framleiðslu á lithium ion rafhlöðum, sem notaðar eru í rafmagnsbíla, er kóbalt. Ástæða er þó til að hafa áhyggjur af skorti á þessu efni því framleiðsla nú hefur vart undan eftirspurn og stórauknar áætlanir um framleiðslu rafmagnsbíla auka bara á þær áhyggjur. Of fáar nýjar kóbaltnámur hafa komið til skjalanna á síðustu árum og þarf verulega að slá í bikkjuna til að tryggja nægt framboð og er búist við skorti á kóbalti upp úr árinu 2020 ef ekki verður farið í stórtækan nýjan námugröft eftir kóbalti. Þetta ástand hefur leitt til mikilla verðhækkana á kóbalti og hefur verð þess nær þrefaldast á síðustu tveimur árum. Ríflega tveir þriðju framleiðslu kóbalts í heiminum eru í Afríkuríkinu Kongó. Því hefur verið spáð að verð rafmagnsbíla verði orðið jafnlágt og á bílum með brunavélar um miðjan næsta áratug, en hækkandi verð á kóbalti og skortur gætu breytt þeirri spá. Góð sala rafmagnsbíla undanfarið í Kína, stærsta bílamarkaði heims, sem og víðar um heiminn hefur aukið á þessar áhyggjur. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent
Eitt af þeim efnum sem nauðsynleg eru til framleiðslu á lithium ion rafhlöðum, sem notaðar eru í rafmagnsbíla, er kóbalt. Ástæða er þó til að hafa áhyggjur af skorti á þessu efni því framleiðsla nú hefur vart undan eftirspurn og stórauknar áætlanir um framleiðslu rafmagnsbíla auka bara á þær áhyggjur. Of fáar nýjar kóbaltnámur hafa komið til skjalanna á síðustu árum og þarf verulega að slá í bikkjuna til að tryggja nægt framboð og er búist við skorti á kóbalti upp úr árinu 2020 ef ekki verður farið í stórtækan nýjan námugröft eftir kóbalti. Þetta ástand hefur leitt til mikilla verðhækkana á kóbalti og hefur verð þess nær þrefaldast á síðustu tveimur árum. Ríflega tveir þriðju framleiðslu kóbalts í heiminum eru í Afríkuríkinu Kongó. Því hefur verið spáð að verð rafmagnsbíla verði orðið jafnlágt og á bílum með brunavélar um miðjan næsta áratug, en hækkandi verð á kóbalti og skortur gætu breytt þeirri spá. Góð sala rafmagnsbíla undanfarið í Kína, stærsta bílamarkaði heims, sem og víðar um heiminn hefur aukið á þessar áhyggjur.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent