Reykjavík þarf atvinnustefnu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Pawel Bartoszek skrifar 24. maí 2018 07:00 Þau eru víða í borginni. Gömul verslunar- og þjónusturými sem nú standa auð eða hefur verið breytt í íbúðir. Við þekkjum þau sums staðar á stórum gluggum og breiðum inngöngum. Annars staðar til dæmis í Breiðholti eða í Árbænum má líka sjá gamla hverfiskjarna sem nú standa illa nýttir. Það væri frábært að lífga upp á þessa staði að nýju. En hvernig má gera það? Af hverju hverfur þjónustan? Tökum raunverulegt dæmi um hverfisverslun sem deilir húsi með íbúð. Fasteignamat verslunarinnar er um 30 milljónir. Fasteignamat íbúðarinnar sem er jafnstór og verslunin er um 60 milljónir. Fasteignagjöld vegna verslunarinnar eru um 500 þúsund á ári. Fasteignagjöld vegna íbúðarinnar eru um 100 þúsund á ári. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að fasteignagjöld séu hærri á atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsnæði. Staðan er engu að síður sú að ef eigandi verslunarinnar ákveður að hætta rekstri og fær að breyta húsnæðinu í íbúð þá getur hann tvöfaldað verðmæti eignarinnar og fengið 80% lækkun á fasteignagjöldum í leiðinni. Pawel BartoszekHvatinn til að gera þetta er því svo sannarlega til staðar og skiljanlegt að þeir sem eigi húsnæðið vilji gjarnan fara þessa leið. En vandinn er að ef allir sem eiga atvinnuhúsnæði í hverfinu gera það þá hverfur öll þjónusta. Viðreisn í Reykjavík hefur, eitt framboða, sett fram stefnu um að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Við ætlum að lækka þá í áföngum úr 1,65 í 1,60% á seinni hluta kjörtímabilsins. Þar með verða gjöldin þau sömu og í Kópavogi. Samkeppnisstaða Reykjavíkur mun batna. Atvinnumál fá almennt lítinn sess í borgarkerfinu. Ekkert fagráð borgarinnar setur sérstakan fókus á atvinnumálin. Samkvæmt vefsíðu Reykjavíkurborgar veitir borgarsjóður styrki, m.a. til félags- og velferðarmála, skóla- og frístundamála, íþrótta- og æskulýðsmála, mannréttindamála og menningarmála. Hvergi er minnst á styrki til atvinnuþróunar. Við í Viðreisn viljum að á árunum 2019-2021 verði 30 milljónum árlega varið í atvinnuuppbygginu í hverfum borgarinnar. Þar eigum við við samkeppnissjóði, þar sem hægt væri til dæmis að sækja um styrk til að breyta eða endurnýja atvinnuhúsnæði á stöðum þar sem þjónustan á undir högg að sækja eða hefur þegar lagst af. Það á að vera einfalt að reka fyrirtæki í Reykjavík. Til þess ætlum við í Viðreisn að setja fé í atvinnuuppbyggingu, lækka fasteignaskatta, tryggja framboð af húsnæði undir nýjan rekstur og einfalda allar leyfaveitingar á vegum borgarinnar. Allar þessar aðgerðir munu skila sér í einfaldara rekstrarumhverfi reykvískra fyrirtækja. Þannig tryggjum við fjölbreytta atvinnu og þjónustu í öllum hverfum borgarinnar.Höfundar skipa fyrsta og annað sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þau eru víða í borginni. Gömul verslunar- og þjónusturými sem nú standa auð eða hefur verið breytt í íbúðir. Við þekkjum þau sums staðar á stórum gluggum og breiðum inngöngum. Annars staðar til dæmis í Breiðholti eða í Árbænum má líka sjá gamla hverfiskjarna sem nú standa illa nýttir. Það væri frábært að lífga upp á þessa staði að nýju. En hvernig má gera það? Af hverju hverfur þjónustan? Tökum raunverulegt dæmi um hverfisverslun sem deilir húsi með íbúð. Fasteignamat verslunarinnar er um 30 milljónir. Fasteignamat íbúðarinnar sem er jafnstór og verslunin er um 60 milljónir. Fasteignagjöld vegna verslunarinnar eru um 500 þúsund á ári. Fasteignagjöld vegna íbúðarinnar eru um 100 þúsund á ári. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að fasteignagjöld séu hærri á atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsnæði. Staðan er engu að síður sú að ef eigandi verslunarinnar ákveður að hætta rekstri og fær að breyta húsnæðinu í íbúð þá getur hann tvöfaldað verðmæti eignarinnar og fengið 80% lækkun á fasteignagjöldum í leiðinni. Pawel BartoszekHvatinn til að gera þetta er því svo sannarlega til staðar og skiljanlegt að þeir sem eigi húsnæðið vilji gjarnan fara þessa leið. En vandinn er að ef allir sem eiga atvinnuhúsnæði í hverfinu gera það þá hverfur öll þjónusta. Viðreisn í Reykjavík hefur, eitt framboða, sett fram stefnu um að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Við ætlum að lækka þá í áföngum úr 1,65 í 1,60% á seinni hluta kjörtímabilsins. Þar með verða gjöldin þau sömu og í Kópavogi. Samkeppnisstaða Reykjavíkur mun batna. Atvinnumál fá almennt lítinn sess í borgarkerfinu. Ekkert fagráð borgarinnar setur sérstakan fókus á atvinnumálin. Samkvæmt vefsíðu Reykjavíkurborgar veitir borgarsjóður styrki, m.a. til félags- og velferðarmála, skóla- og frístundamála, íþrótta- og æskulýðsmála, mannréttindamála og menningarmála. Hvergi er minnst á styrki til atvinnuþróunar. Við í Viðreisn viljum að á árunum 2019-2021 verði 30 milljónum árlega varið í atvinnuuppbygginu í hverfum borgarinnar. Þar eigum við við samkeppnissjóði, þar sem hægt væri til dæmis að sækja um styrk til að breyta eða endurnýja atvinnuhúsnæði á stöðum þar sem þjónustan á undir högg að sækja eða hefur þegar lagst af. Það á að vera einfalt að reka fyrirtæki í Reykjavík. Til þess ætlum við í Viðreisn að setja fé í atvinnuuppbyggingu, lækka fasteignaskatta, tryggja framboð af húsnæði undir nýjan rekstur og einfalda allar leyfaveitingar á vegum borgarinnar. Allar þessar aðgerðir munu skila sér í einfaldara rekstrarumhverfi reykvískra fyrirtækja. Þannig tryggjum við fjölbreytta atvinnu og þjónustu í öllum hverfum borgarinnar.Höfundar skipa fyrsta og annað sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar