Það sem #metoo kenndi okkur Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm og Þorsteinn V. Einarsson skrifar 23. maí 2018 15:51 Þúsundir kvenna stigu fram í nóvember á síðasta ári og sögðu sögu sína af áreiti og kynbundnu ofbeldi sem þær höfðu mátt þola undir merkjum #metoo. Atvikin höfðu átt sér stað á vinnustöðum, heimilum, skemmtistöðum og raunar hvar sem konur voru. Konur af erlendum uppruna, fatlaðar konur, íþrottakonur stjórnmálakonur og svo mætti lengi halda áfram. Það þarf ekkert að tíunda áhrifin sem áreitið og ofbeldið hefur haft á konur. Loksins þegar ekki var lengur komist hjá því að hlustað væri á reynsluheim kvenna urðu samfélagsbyltingar sem enginn komst ósnortinn undan. Við tókum bæði þátt í þessum byltingum, en með nokkuð ólíkum hætti. Við lærðum mikið af þessarri reynslu hver með okkar hætti. Það er mikilvægt að vanda til verka þegar unnið er að jafn viðkvæmu og brothættu málefni og kynbundu ofbeldi. Gæta þarf að því að allir upplifi öryggi og að þeirra rödd heyrist.Baráttukonur ruddu brautinaÞegar frásagnir #metoo fengu að líta dagsins ljós fór í gang eitthvað stærra en við höfðum gert okkur í hugarlund. Samfélagið sat eins og lamað, las frásagnirnar og leit loksins í eigin barm. Það varð breyting á því hvernig við hugsum um áreiti og ofbeldi. Þá breytingu á #metoo byltingin ekki ein. Við stöndum í þakkarskuld við þær ótal konur sem hafa rutt brautina, allt frá Rauðsokkum til annarra samfélagsmiðlabyltinga á borð við #þöggun #konurtala og #höfumhátt. Allar þær byltingar sem komu á undan greiddu götuna. #metoo kenndi okkur að kvennasamstaðan er einstök. #metoo kenndi okkur að konur eru alls ekki konum verstar. #metoo kenndi okkur að við öll getum haft áhri og tekið þátt í að breyta heiminum. #metoo kenndi okkur líka að vandamálið er miklu djúpstæðara en við höfðum mörg gert okkur grein fyrir.Þorsteinn V. Einarsson#karlmennskan og eitruð karlmennskaEftir standa áleitnar spurningar sem samfélagið allt þarf að svara. Gerendur eru nánast eingöngu karlar. Hvernig ölum við upp drengi þessa lands svo að þeir komi fram af virðingu við konur? Um leið og við rjúfum þögnina um áreiti og kynbundið ofbeldi verðum við að uppræta eitraða karlmennsku. Undir merkjum #karlmennskan deildu karlar reynslu sinni af eitraðri karlmennskuímynd. Þar komu fram sláandi frásagnir sem konur höfðu aldrei heyrt, í öfugu samhengi við sögurnar í #metoo sem margir karlar höfðu aldrei heyrt.FramtíðinKvenfrelsi er ein af grunnstoðum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Því leggjum við þunga áherslu á að það verði stigin raunveruleg skref til þess að vinna gegn margþættri mismunun í Reykjavík. Við verðum að halda áfram að vinna með þolendum og styðja sérstaklega við bakið á þeim sem búa við margþætta mismunun; hinsegin fólki, öldruðum, innflytjendum og fötluðum konum. Við verðum að leggja áherslu á fræðslu meðal annars með því að efla jafnréttiskólann sem Vinstri græn stofnuðu. Við verðum að tryggja að konur, börn og ungmenni séu örugg og upplýst í öllu frístunda-, íþrótta- og skólastarfi m.a. með því að sjá til þess að til séu forvarnaráætlanir og aðgerðaráætlanir. Við stöndum alltaf með þolendum ofbeldis og fordæmum alla þöggunartilburði gegn femínískum baráttukonum. Við getum og ætlum að útrýma kynbundnu ofbeldi og mismunun í Reykjavík.Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm, ein af forsprökkum #metoo í sviðslistum og kvikmyndagerð, skipar 4 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnarÞorsteinn V. Einarsson, einn af forsprökkum #karlmennskan, skipar 3 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm Kosningar 2018 Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Sjá meira
Þúsundir kvenna stigu fram í nóvember á síðasta ári og sögðu sögu sína af áreiti og kynbundnu ofbeldi sem þær höfðu mátt þola undir merkjum #metoo. Atvikin höfðu átt sér stað á vinnustöðum, heimilum, skemmtistöðum og raunar hvar sem konur voru. Konur af erlendum uppruna, fatlaðar konur, íþrottakonur stjórnmálakonur og svo mætti lengi halda áfram. Það þarf ekkert að tíunda áhrifin sem áreitið og ofbeldið hefur haft á konur. Loksins þegar ekki var lengur komist hjá því að hlustað væri á reynsluheim kvenna urðu samfélagsbyltingar sem enginn komst ósnortinn undan. Við tókum bæði þátt í þessum byltingum, en með nokkuð ólíkum hætti. Við lærðum mikið af þessarri reynslu hver með okkar hætti. Það er mikilvægt að vanda til verka þegar unnið er að jafn viðkvæmu og brothættu málefni og kynbundu ofbeldi. Gæta þarf að því að allir upplifi öryggi og að þeirra rödd heyrist.Baráttukonur ruddu brautinaÞegar frásagnir #metoo fengu að líta dagsins ljós fór í gang eitthvað stærra en við höfðum gert okkur í hugarlund. Samfélagið sat eins og lamað, las frásagnirnar og leit loksins í eigin barm. Það varð breyting á því hvernig við hugsum um áreiti og ofbeldi. Þá breytingu á #metoo byltingin ekki ein. Við stöndum í þakkarskuld við þær ótal konur sem hafa rutt brautina, allt frá Rauðsokkum til annarra samfélagsmiðlabyltinga á borð við #þöggun #konurtala og #höfumhátt. Allar þær byltingar sem komu á undan greiddu götuna. #metoo kenndi okkur að kvennasamstaðan er einstök. #metoo kenndi okkur að konur eru alls ekki konum verstar. #metoo kenndi okkur að við öll getum haft áhri og tekið þátt í að breyta heiminum. #metoo kenndi okkur líka að vandamálið er miklu djúpstæðara en við höfðum mörg gert okkur grein fyrir.Þorsteinn V. Einarsson#karlmennskan og eitruð karlmennskaEftir standa áleitnar spurningar sem samfélagið allt þarf að svara. Gerendur eru nánast eingöngu karlar. Hvernig ölum við upp drengi þessa lands svo að þeir komi fram af virðingu við konur? Um leið og við rjúfum þögnina um áreiti og kynbundið ofbeldi verðum við að uppræta eitraða karlmennsku. Undir merkjum #karlmennskan deildu karlar reynslu sinni af eitraðri karlmennskuímynd. Þar komu fram sláandi frásagnir sem konur höfðu aldrei heyrt, í öfugu samhengi við sögurnar í #metoo sem margir karlar höfðu aldrei heyrt.FramtíðinKvenfrelsi er ein af grunnstoðum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Því leggjum við þunga áherslu á að það verði stigin raunveruleg skref til þess að vinna gegn margþættri mismunun í Reykjavík. Við verðum að halda áfram að vinna með þolendum og styðja sérstaklega við bakið á þeim sem búa við margþætta mismunun; hinsegin fólki, öldruðum, innflytjendum og fötluðum konum. Við verðum að leggja áherslu á fræðslu meðal annars með því að efla jafnréttiskólann sem Vinstri græn stofnuðu. Við verðum að tryggja að konur, börn og ungmenni séu örugg og upplýst í öllu frístunda-, íþrótta- og skólastarfi m.a. með því að sjá til þess að til séu forvarnaráætlanir og aðgerðaráætlanir. Við stöndum alltaf með þolendum ofbeldis og fordæmum alla þöggunartilburði gegn femínískum baráttukonum. Við getum og ætlum að útrýma kynbundnu ofbeldi og mismunun í Reykjavík.Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm, ein af forsprökkum #metoo í sviðslistum og kvikmyndagerð, skipar 4 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnarÞorsteinn V. Einarsson, einn af forsprökkum #karlmennskan, skipar 3 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar